Síðasti í sælu

Í dag er víst síðasti í sælu, ég þarf að bruna aftur til borgarinnar eftir kvöldmat í kvöld. Alveg væri ég til í að vera hérna lengur, bömmer að vera bara ekki í fjarnámi. En það er víst ekki möguleiki í mínu námi, 80% mætingarskylda var það heillin. Blahh..

Fékk gourmet lambalæri í gærkvöldi, með grænum baunum, rauðkáli og tilheyrandi. Klikkar aldrei, a.m.k. aldrei hjá mömmu. Við lilsys höfðum svo gert eftirrétt fyrr um daginn, lagskiptan, sem samanstóð af 3 gerðum af búðingi, ávöxtum, súkkulaði og jarðarberjamauki. Í kvöld er það svo kjötsúpa og pönnukökur hjá ömmu og afa í sveitinni. Ég er bara farin að kvíða því að fara á vigtina á þriðjudaginn Óákveðinn

Í gærdag var hér múgur og margmenni, en við buðum til kaffiveislu þar sem frelsarinn var kominn (þ.e. ég). Systkini mömmu og pabba komu og ömmur mínar báðar. Mjög þægilegt að halda bara svona kaffiboð, í stað þess að vera á þeysingi alla helgina til að hitta sem flesta. Þarna sló ég margar margar flugur í einu höggi.

Veðrið er svo geggjað hérna, sól og alveg logn og mjög mjög ferskt loftið. Ætla að taka mér göngu á eftir og ná í Kermit, en hann er hjá Þórey því við vinkonurnar hittumst þar í gærkvöldi og gerðum okkur glatt kvöld :) Svo þarf ég líka að kjósa í prófkjöri Samfó hér á bæ og kannski ég smelli mér í búðina í leiðinni. Ég er pínu svekkt að geta ekki kosið í Kraganum. Svakalega myndi ég kjósa Jens í 4. sætið, snillingur þar á ferð, segi og skrifa það. Þá myndi ég líka kjósa Kötu Júl í 2. sætið, hiklaust, og Þórunni í 1. sætið. En hérna í NV-kjördæmi stend ég alveg á gati... svona nokkurn veginn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Kamilla Einarsdóttir

Já Kraginn er alveg rjúkandi núna í prófkjöri, Rvk alveg dead boring í samanburði, en ég trúin því varla að þú hafir staðið alveg á gati þarna í NV...en vonandi mun þínu fólki ganga vel

Eva Kamilla Einarsdóttir, 29.10.2006 kl. 14:26

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Neinei, ekkert alveg á gati... Finnst bara miklu meira spennó að gerast í pólitík t.d. í Kraganum. Svo verður bara að koma í ljós hvar ég enda að lokum :D

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 29.10.2006 kl. 14:35

3 identicon

Jahérna hér, langt síðan síðast. Rakst á bloggið þitt á síðunni hjá Ilmi, sem ég rakst á hjá bróður hennar, sem ég rakst á á ljosmyndakeppni.is... löng saga.
Allavega gaman að rekast á það, á örugglega eftir að kíkja hingað inn annað slagið. Ef þú hefur áhuga þá er bloggið mitt http://spaces.msn.com/mrbartender/ og myndasíðan mín www.einarlogi.smugmug.com.
Kv. Einar Logi

Einar Logi Vilhjalmsson (IP-tala skráð) 29.10.2006 kl. 15:54

4 identicon

Bara minnist ekkert á deitið okkar í gærkvöld ;0(( haha smá grín, hlakka til að sjá myndina sæta . ;o)

þórey (IP-tala skráð) 29.10.2006 kl. 22:45

5 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

hvörslags.. ég kom inná það væna hæna!

Annars eru umræðurnar sem þar áttu sér stað ritskoðaðar.. nema allt það sem Úlfar Ingi sagði ;)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 29.10.2006 kl. 22:59

6 identicon

Ja ja nákvæmlega ,, hahaha sma spaug kella ..

þórey (IP-tala skráð) 29.10.2006 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband