Miss Piggy á leið til landsins!!!

W01PK1Jæja, þá er fallegi bleiki gítarinn minn (Miss Piggy) LOKSINS farinn frá Bandaríkjunum eftir að hafa stoppað í Kaliforníu. Það hlýtur að fara styttast í þessa elsku. Ég fékk þá hugdettu um daginn að sauma bara utan um hann gítartösku... ég veit nú ekki alveg hvernig það á eftir að takast, í þau fáu skipti sem ég hef reynt að sauma þá endar það ekki vel.

Annars er það að frétta að ég er á minni þriðju næturvakt í nótt og svo skóli í fyrramálið. Ætti að fara beint á starfsdag kl. 10 - 14:30 en efast um að ég meiki það, verð einhvern tímann að sofa. Fór í dag að fylgjast með lil sys keppa í blaki í Mosó. Fór í vor sem forráðamaður í blakferð norður til Akureyrar. Þegar ég kom inní salinn helltust yfir mig minningar frá þeim tíma, ó þessi hávaði! Stelpur á aldrinum 10-14 ára útum allt og strákar á sama aldri = öskur, pískur, hlátur og tilheyrandi hljóðmengun. Samt agalega fyndið, ég var eflaust ekkert skárri.. huhumm... :)

Nú fer alveg að koma að degi sem mér finnst fáránlega skemmtilegur - Þjóðarspegillinn er n.k. föstudag. Öll mín háskólaár hef ég sótt þessa ráðstefnu um nýjustu rannsóknirnar í íslenska félagsvísindageiranum. Það hefur líka alltaf verið jafn erfitt að velja hvaða fyrirlestra ég ætla að sækja því stundum eru nokkrir á sama tíma. Toppurinn er svo auðvitað að fjárfesta í doðrantinum með öllum rannsóknunum - namminamm! Sómar sér vel í hillu og endalaust hægt að fletta í þessu og nýta sem heimildir. Eftir að hafa skoðað smá dagskránna í ár stendur þetta hæst:

  • kl. 9:00 - 11:00: verð að öllum líkindum í skólanum eða í kynnisferð á BUGL
  • kl. 11:00 - 13:00: Jón Gunnar Bernburg - Spurningalistakannanir og smættun félagslegra fyrirbæra. Glætan að ég missi af honum, aldrei. Svo er það auðvitað félagsráðgjöfin, maður verður nú að láta sjá sig þar.. Freydís Freysteinsdóttir - Barnarverndartilkynningar er varða ofbeldi milli foreldra, Sigrún Júlíusdóttir - Fjölskyldubreytingar, lífsgildi og viðhorf ungs fólks,
    Steinunn Hrafnsdóttir - Af hverju vinnur fólk sjálfboðastörf?, Guðný Björk Eydal (annar BA-leiðbeinandinn minn og Dagnýjar) - Feður  og fjölskyldustefna og Sigurveig H. Sigurðardóttir - Viðhorf til aldraðra. Langar líka svakalega að sjá Stefán Ólafsson - Skattar og tekjuskipting á Íslandi og Harpa Njáls - Velferðarstefna - Markmið og leiðir til farsældar, en það er akkúrat á sama tíma.. :/
  • kl. 13:00 - 15:00: Fötlunarfræðin heillar hérna, Snæfríður Þóra Egilsson - Þátttaka í ljósi kennisetninga um heilbrigði og fötlun, Hanna Björg Sigurjónsdóttir - Valdaeflandi samskipti fagfólks og seinfærra foreldra: Hvað hjálpar og hvað hindrar?, Kristín Björnsdóttir - Öll í sama liði og Rannveig Traustadóttir - Fatlaðir háskólastúdentar. Reyndar er ein málstofa í sálfræðinni sem ég væri alveg til í, Elín Díanna Gunnarsdóttir - Sjálfsvirðing og líðan unglinga.
  • kl. 15:00 - 17:00: Stjórnmálafræðin er mér enn í fersku minni, þökk sé Meistara Gunnari Helga. Mig langar að sjá: Guðmundur Heiðar Frímannsson - Íbúalýðræði og Gunnar Helgi Kristinsson - Ráðherraáhætta. Einnig er hinn BA-leiðbeinandi minn og Dagnýjar með mjög svo áhugaverða málstofu: Helgi Gunnlaugsson - Afbrotafræði íslenskra glæpasagna.
Eins og sjá má verður stíf dagskrá og varla tími fyrir pissupásu... vonandi verður svo ekkert plan um helgina. Þá verður sko brunað heim í Ólafsvík, mig sárvantar að komast þangað og hlaða batteríin. Borgin er ekki minn tebolli, það verður bara ekki af því skafið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband