Að læra um dauðann í 3 vikur

Þá er ég byrjuð í skólanum aftur - loksins. Síðasta árið mitt sem félagsráðgjafarnemi. Ótrúlegt að þetta sé að hafast. Ég lagði tímanlega af stað í morgun svo ég hefði góðan tíma til að finna stofuna sem við áttum að vera í. Aldrei hef ég stigið inní Læknagarð svo það leit út fyrir að vera smá challenge. En húsvörðurinn hefur greinilega fundið "nýju-nema-lykt" af mér og benti mér á stofuna. Þar sem ég er svo góð stúlka fór ég út aftur og beindi samnemendum mínum rétta leið. 

Á þessum 20 mínútum sem ég sat fyrir utan og beið eftir samnemendum mínum, spjallaði og blés hita í hendurnar, gengu margir læknanemar inn í bygginguna. Allt gott og blessað með það. Við stóðum nokkrar þarna fyrir utan og einhvern veginn hljóðnuðu samtölin þegar hver folinn á fætur öðrum kom askvaðandi að okkur og inn í Læknagarð. Ekki var útsýnið verra þegar inn var komið - "Men in uniformes" útum allar trissur.

Fyrsta námskeiðið sem við tökum fjallar um kreppukenningar, áfallavinnu og sorgarviðbrögð. Ergo sum: við erum að fara tala um dauðann í 3 vikur. Konan sem kennir okkur er gúrú á þessu sviði og hefur kennt þetta í möööörg ár. Hún er einnig virk í rannsóknum á þessu sviði og hefur unnið við þetta í tugi ára. Frábært að hafa svoleiðis kennara, sem í þokkabót er félagsráðgjafi :) Fór með Guðnýju skutlu-gúllu í Bóksöluna í dag og eyddi (höhömm.. "varði") rúmum tíu þúsundköllum í bækur sem ég ætla byrja að lesa. En þær eru allar djúsí svo það verður (vonandi) ekkert mál. Fékk nett í magann þegar skorarformaðurinn sagði að ef hún gæti þá myndi hún banna 4. árs nemum að vinna með skólanum því það væri svo mikið vinnuálag í námskeiðunum, enda öll á Mastersstigi. Hmmm.. ætla að sjá hvernig þetta fer. Verð bara að vera dugleg að skipuleggja mig - og það er alltaf hressandi. Tæknilega séð er ég þannig komin í Mastersnám núna.. athyglisvert, ekki satt? :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað heitir þessi kennari sem þú talar svona um?

Jói Krói (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 12:36

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Hún ber það fagra nafn Nanna K. Sigurðardóttir. Um þessar mundir er hún verkefnisstjóri á Krabbameinsstöðinni.

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 5.9.2006 kl. 12:49

3 identicon

bið þig um að líta á áskorunina í kommentakerfinu mínu...svar við þínu u see...áskorun á partý. ha? já, ég set þig í málið. ok...ef þið megið ekki vinna, þá hljótið þig að mega djamma með samnemendum. það bætir og kætir...

knús elsku mastersnemi...ótrúlegt að þessu sé að fara að verða loki. svo tekur bara við formennskan í félagi félagsráðgjafa. heldurðu að það sé? ha ha ha...

harpa (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 22:12

4 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Hver er ekki til í að sletta úr klaufunum! Sá að KMH er byrjuð á rísgraut sem þýðir þá væntanlega að brjóstið sé laust, sem aftur þýðir að við getum fengið okkur sjúss saman ;)

Formennska í Fél. félagsráðgjafa? hahaha.. ohh, ætli það séu ekki nokkur ár (áratugur eða svo) í að ég setjist í þann stein!

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 5.9.2006 kl. 22:30

5 identicon

Þú segir nokkuð Fanney, ég hafði nú bara ekki hugmynd að við værum komnar á mastersstig, hmmm þetta er nú alveg hreint ótrúlega merkilegt finnst mér, þar sem ég mætti of seint í þennan tíma (og by the way- húsvörðurinn fann sko enga nýnema lykt af mér) þá missti ég greinilega af þessum parti. En frábært að geta bara komist að því með lesum á blogginu þínu, geri það hér með á hverjum degi, svona in case að ég missi ekki af neinu merkilegu í sambandi við námið, lífið, allt....

Erla þriggjastrákamamma (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 20:59

6 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Ég er uppfull af bæði fræðandi og einskis nýtum fróðleik. Við getum þakkað æðri öflum fyrir að hafa hana Elínu Thelmu meðal okkar Gúllanna, hún er með fróðleikinn sem nýtist manni :)

En það er nú gaman að þú ætlir að gera mig að daglegri lesningu. Sumt fólk grípur í Mannakornin úr Biblíunni en annað fólk, líkt og þú, grípur niður í hversdagslegar pælingar og frásagnir einstæðrar dverghamstramóður í Kópavogi. Þökk sé þér :)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 6.9.2006 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband