Þreytt og sæl...

Var að skríða heim úr vinnunni. Þegar ég fór var einn strákurinn nýbúinn að skella "Hjónabandsógæfu" í ofninn og á kakan að vera nestið okkar á morgun. Dagurinn er búinn að vera heavy skemmtilegur. Þetta fólk sem er að koma í Hnotuberg er allt snillingar upp til hópa. Er búin að vera hlægjandi megnið af deginum og get varla beðið eftir að mæta í vinnuna á morgun og fara með þeim á Ljósanótt. Svo á auðvitað að kíkja á Álverið í Straumsvík á sunnudaginn - opið hús frá 11-17 og rútur frá Fjarðarkaup. Þetta kallar maður þjónustu. Enda á víst að kynna mögulega stækkun álversins og því ekki úr vegi að blíðka (hóst, kaupa) vilyrði Hafnfirðinga með gosi, Gunna og Felix, rútuferðum og söngatriðum. 

Pissaði næstum því í mig yfir bröndurum sem strákarnir sögðu mér í dag. Man þá reyndar ekki.. eða jú, einn. Þið vitið að fólk getur fengið nýrnasteina og gallsteina? En það er til fyrirbæri sem bara konur geta fengið. Vitiði hvað það er? Legsteinar... hahahahaha... aulabrandarar eru sko dísætir :) Svo er reyndar annar sem ég vil ekkert vera varpa fyrir alþjóð - minnið mig bara á að segja ykkur hann. Í brandaranum er talað um mús - þá man ég hvernig hann er! 

Jæja.. rúmið kallar. Er með stafla af bókum og skýrslum sem ég get varla beðið eftir að lesa. Er að undirbúa mig undir mjög skemmtilegt starf í vetur sem tengist fundinum sem ég var á í Osló. Segi ykkur kannski meira frá því síðar, en spennó er það! Reyndar keypti ég líka 2 skólabækur í dag sem hljóma ekkert smá djúsí (þrátt fyrir okurverð! Önnur þeirra var á 8.980 ISK!!!): Group work -  A counseling specialty e. S.T. Gladding og Community work e. A. Twelvetrees.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við verðum alltaf í tíma í læknagarði...já ég veit það sökkar!
kl. 8:20, sjáumst þá;)
kv. guðný

Guðný (IP-tala skráð) 2.9.2006 kl. 20:27

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Hahaha.. já, frétti af því. Það verður gaman að taka læknanemana út :) Hvað meinarðu með að það sökki? Neits.. gaman að breyta til :D

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 3.9.2006 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband