Þegar ég lenti í löggunni...

Gærdagurinn minn var allur á hvolfi. Merkilegt hvað allt raðast saman á einn dag. Kannski bara eins gott, því ég var alls ekki í besta skapinu. Hörmungarnar enduðu svo á því að ég læsti bíllyklana mína inní bílnum. Frábært og æðisgengið.

BrynjalogosMetta frænka mín var svo ljúf að bjóða mér með sér í Brynju, það klikkar seint. Eftir ljúffengan ís, sem var kvöldmaturinn, fékk ég svo sms frá Valdísi minni þar sem hún bauð mér í sund í Þelamörk. En spennandi, góð leið til þess að gleyma lyklunum og bílaveseninu. Sundferðin var frábær, merkilegt hvað við Valdís höfum lágan skemmtanaþröskuld. Við hlægjum að ótrúlegustu hlutum, við misgóðar undirtektir samsundmanna okkar. Þegar heim var komið var búið að ákveða að Valdís myndi bjalla á Hr. Löggimann og daðra hann til þess að opna bílinn. Löggan er nefnilega hætt að opna bíla og eitthvað okurfyrirtæki sér um það núna. Löggimann var til í þetta og renndu tveir bráðhuggulegir karlmenn á besta aldri í hlað nokkrum andartökum síðar. Sögðu þeir að við hlytum að þekkja einhvern á löggustöðinni fyrst þeir hefðu fallist á að gera þetta. Valdís sagðist bara vera svo tælandi í símann. Þeir roðnuðu.

gr416732d9e1a40Við pískur og fliss byrjuðu löggimannafolarnir að munda vopnin á bílinn minn, sem ennþá var troðinn af dóti eftir flutningana. Ég blaðraði í móðursýkiskasti um það hversu erfitt væri að opna bílinn og í eitt skiptið þegar það var reynt þá.. og einu sinni þá.. og svo... Heyrðist þá frá öðrum: þú ert greinilega ekkert að gera þetta í fyrsta skipti, er það? Ég svaraði því til að þetta hefði nú alveg komið fyrir (sagði samt ekki að ég væri með nr. á þjónustunni í Reykjavík í minninu á símanum mínum). Þá sagði annar: og hvar eru lyklarnir? Ég: nú í svissinum! Hann: jájá, ókei, það eru náttúrulega svo margir hlutir sem maður þarf að muna eftir þegar maður fer úr bílnum. Hinn löggimann: en líka margir hlutir sem urðu eftir í bílnum! Klárlega hélt ég þarna ræðu um að ég hefði verið að flytja og bla bla bla... Allan tímann hló Valdís.

20060306174658518Þess ber að geta að ,,slimm-járnið" virkaði ekki á Kermit svo þeir sögðust þurfa að ná í vír, ,,ja hann Palli er nú alltaf með sinn bara á sér" (af hverju þessi Palli er með vír á sér veit ég ekki) svo off they went. Við Valdís hlógum ennþá meira, keyptum okkur djús og biðum eftir löggimannafolunum. Loks komu þeir með tvennskonar vír. Ástæðan fyrir því hversu lengi þeir voru að ná í vír var sú að Palli var týndur og enginn vír fannst uppá stöð. Haldiði að annar löggimanninn hafi ekki bara skellt sér heim til sín og leitað logandi ljósi af ídráttarvír. Þegar hann var svo á leiðinni út með ídráttarvír kom konan hans hlaupandi með föndurvír! Jasko, svona virkar þetta í sveitinni - helping hand.

Loftnet_webÞað er skemmst frá því að segja að hvorugur vírinn virkaði eftir MIKLA viðreynslu. Annar löggimanninn tók þá bara loftnetið af bílnum hennar Valdísar og boraði því inní bílinn minn og tók þannig úr lás. Seisei. Þess má geta að Valdís var ennþá hlægjandi á þessum tímapunkti. Annar röflaði nú eitthvað um að hann hefði aldrei lent í svona löguðu áður, vera tvo tíma að opna bíl. Ég sagðist nú eiga það inni hjá honum, enda busaði náunginn mig hér í denn - og konan hans (engir föndurvírar voru þó notaðir við busunina).

 Ég var búin að þakka þeim innilega fyrir og var að kveðja þegar þeir fatta allt í einu að taka persónuupplýsingar um mig og bera saman við bílnúmerið - bara svona svo þeir séu alveg vissir um að ég ætti bílinn! Reyndar sögðu þeir að þetta færi bæði í dagbók lögreglunnar sem og í einhverja sérstaka fyndin-atvik-bók.

Þetta ferli tók samanlagt tvo klukkutíma. Ég er sem sagt ábyrg fyrir því að teppa löggimennina í tvo klukkutíma á miðvikudagskvöldi þegar þeir gætu annars verið að rúnta - hóst - afsakið, sinna umferðareftirliti. Þið sem keyrðuð of hratt á Akureyri í gær milli 22 og 24, vinsamlegast leggið andvirði sektarinnar, sem þið fenguð EKKI, inná reikninginn minn hið snarhasta.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahaha snilld! svona eftirá allavega ;)

valla (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 20:04

2 Smámynd: Valdís Anna Jónsdóttir

Þetta var náttúrlega bara snilldin ein:)

Takk fyrir sundið mín kæra, verðum klárlega að endurtaka þetta, held þá að ég hafi linsur í mér svo ég geti reynt að sjá einhverja fola, ómögulegt að láta þig bara sjá um að dæma þá;)

síja beib 

Valdís Anna Jónsdóttir, 31.5.2007 kl. 21:33

3 Smámynd: Rebbý

... fínt að fá peningana inn á reikninginn, þú átt þá fyrir þjónustunni næst ef löggan kemur þér ekki til hjálpar .... annars kunni ég þetta nú hérna í denn ... var kennt að brjótast inn í bílinn minn og starta honum því lyklarnir voru oft ekki á sínum stað

Rebbý, 3.6.2007 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband