Ömurleg prestastefna

Ég verð að segja eins og er að, ótrúlegt en satt, þá var ég tiltölulega spennt fyrir þessari prestastefnu sem nú fer fram á Húsavík. Ég á ágætan vin sem er prestur og þykir mér afar gaman að ræða við hann um hin ýmsustu mál, m.a. trúmál. Um daginn ræddum við einmitt þessa prestastefnu og þá tillögu 41 prests um að mega gefa samkynhneigða í hjónaband. Ég óskaði þess heitt að prestar í landinu kæmu nú til nútímans og samþykktu þetta. En nei. Mér liggur við að kalla þennan hóp, mínus þessa 22 sem greiddu tillögunni atkvæði, íhaldssnobbmafíu. Spurning um að láta bara vaða núna, eftir nokkurra ára umhugsun, og segja sig úr Þjóðkirkjunni?

Ég er reið. Mér finnst líka afar ósmekklegt af guðfræðingnum Jóni Vali að segja húrra við þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband