Játning

Jæja, það er kannski bara eins gott að játa það hér fyrir ykkur í stað þess að taka á móti skrilljón símtölum um þetta efni. Ég minntist á það um daginn að ég hefði sótt um vinnu nokkru áður. Ég fékk sem sagt svar í síðustu viku og er svakalega spennt vegna þessa. Hreint ótrúlegt hvernig ég gat legið á þessu í heila 4 daga! En seisei, kélla að þroskast held ég bara.

AkureyriMerkiEníhú, nýja vinnan mín er ótrúlega spennandi og kannski svolítið öðruvísi en ég hefði reiknað með að byrja í strax eftir nám. En verður maður ekki bara að stökkva út í djúpu laugina og láta slag standa? Og hvar er ég svo að fara vinna? Júmm, ég mun sjá um nýtt úrræði á vegum Akureyrarbæjar fyrir unglinga sem stunda áhættuhegðun! Tadaramm... einmitt það sem mig hefur langað til þess að gera frá því ég hóf nám. Bjóst ekki við þessu, en það er kannski bara skemmtilegra þannig. Jamm.. meira get ég ekki sagt að svo stöddu þar sem þetta er allt svoldið leyndó ennþá.

confusedOg úr einu í annað. Eftir að ég kom hingað norður hef ég gjörsamlega þurft að læra að nota áttirnar. Hérna segir fólk "norðan við x" og "í syðsta húsinu" og þar fram eftir götunum. Það er sem sagt ekki nóg að segja hægra megin eða vinstra megin - þá skilur fólk mig illa. En þetta er nú allt að koma hjá mér, það get ég sagt ykkur. Ég fór þó í gærkvöldi og ákvað að leigja mér vídjóspólu eftir erfiðan dag. Jújú, ekkert svosem um það að segja nema að eins og á mörgum öðrum stöðum fylgir ein gömul hverri nýrri spólu. Sumstaðar eru ákveðnar hillur fyrir þessar spólur en á flestum stöðum eru þetta spólur undir ákveðnu númeri. En á Akureyri? Jú, þá eru allar spólurnar í austurhlutanum sem fylgja með nýrri spólu. Eftir að hafa staðið í smástund og reynt að gera mér í hugarlund hvað væri austur miðað við staðsetninguna þá fór ég til gaursins sem var að vinna og spurðist fyrir. Eflaust eina manneskjan sem veit ekki hvað er austur þegar maður stendur inní Bónusvídjó...  Tók myndina Proof með Gwyneth Paltrow, Jake Gyllenhaal og Anthony Hopkins. Hún var svosem ekkert til að hrópa húrra fyrir, nema fyrir það að Jake Gyllenhaal er afar myndarlegur piltur. Gamla myndin sem ég tók úr austurhlutanum var sálfræðitryllirinn Trauma með Colin Firth í aðalhlutverki. Hef ekkert heyrt um hana en finnst Colin afar myndarlegur maður og svo sjarmerandi miðað við hlutverk hans í Bridget Jones. Klárlega verð ég að láta annað en fegurð karlkynsleikara ráða för þegar ég vel mér bíómyndir því "tryllirinn" í myndinni var Colin, myndin sjálf var crap.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lutheran Dude

Gaman að þessu, til hamingju með vinnuna! En á austurlandi talar fólk líka í áttum en nota bara tvær, austur og norður. Það besta er að þessar áttir eru beint á móti hvor annarri hérna fyrir austan.

Lutheran Dude, 1.4.2007 kl. 16:13

2 identicon

Hey til hamingju :)

valla (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 21:14

3 identicon

Til hamingju með nýju vinnuna :-D

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 22:03

4 Smámynd: Ólafur fannberg

til lukku

Ólafur fannberg, 1.4.2007 kl. 22:19

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha. Sé sjálfa mig í þessu. Get ekki tekið leiðbeiningum eins og: gengið inn austan megin í húsinu. Um leið og ég heyri eitthvað svona er engu líkara en höfuðáttirnar verði 8 ég verð svo confused. Til hamingju með nýju vinnuna og vá, sem félagsráðgjafi. You go girl...

Jóna Á. Gísladóttir, 1.4.2007 kl. 22:29

6 identicon

ohh lygalaupurinn þinn. Get víst ekki verið reið því það var 1. apríl..

valla (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband