Gleðilegan kjördag!

Þrátt fyrir að vera ekki lögfest í Höfuðborginni grípur mig mikil spenna þegar ég hugsa um kosningarnar í Dag. Svei mér þá ef ég á bara ekki eftir að verða svolítið æst líka yfir þessu. Annars er mitt atkvæði komið á sinn stað í Snæfellsbæ og þar með kaus ég í fyrsta skipti utan kjörfundar. Það var hressandi.

Í Dag er ég sem betur fer bara að vinna til rúmlega tvö og ætla að nýta Daginn í eitthvað sniðugt og skemmtilegt, svona í tilefni Dagsins. Ég mun þó ekki tapa mér í taumlausri gleði og villimennsku í kvöld þar sem vinnan bíður eftir mér árla morgunDagsins. En það er í lagi :)

Las yfir Fréttablaðið í Dag þegar ég kom hingað í vinnuna. Eina sem situr eftir er að það er ómótstæðilegur Dagur framundan og endalaust margar auglýsingar frá Frjálslynda flokknum.

En jæja, mér er ekkert að vanbúnaði og spái því að í Dag fari þetta svona:

D : 6   S : 5-6   V : 2-3  F : 1   B : 0

Þetta gæti verið óskhyggja að B fái engan mann inn, en vonum bara að sú óskhyggja gangi eftir. Eigiði frábæran Dag og munið að kjósa!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Mundu bara ef þú verður ekki sátt, þegar upp er staðið, að það kemur dagur eftir þennan Dag.

G. Tómas Gunnarsson, 27.5.2006 kl. 16:15

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Mundu bara ef þú verður ekki sátt, þegar upp er staðið, að það kemur dagur eftir þennan Dag.

G. Tómas Gunnarsson, 27.5.2006 kl. 16:15

3 identicon

Áfram X-D;)

Ástarkveðja vestur, Harps

harpa (IP-tala skráð) 27.5.2006 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband