Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Þegar ég lenti í löggunni...

Gærdagurinn minn var allur á hvolfi. Merkilegt hvað allt raðast saman á einn dag. Kannski bara eins gott, því ég var alls ekki í besta skapinu. Hörmungarnar enduðu svo á því að ég læsti bíllyklana mína inní bílnum. Frábært og æðisgengið.

BrynjalogosMetta frænka mín var svo ljúf að bjóða mér með sér í Brynju, það klikkar seint. Eftir ljúffengan ís, sem var kvöldmaturinn, fékk ég svo sms frá Valdísi minni þar sem hún bauð mér í sund í Þelamörk. En spennandi, góð leið til þess að gleyma lyklunum og bílaveseninu. Sundferðin var frábær, merkilegt hvað við Valdís höfum lágan skemmtanaþröskuld. Við hlægjum að ótrúlegustu hlutum, við misgóðar undirtektir samsundmanna okkar. Þegar heim var komið var búið að ákveða að Valdís myndi bjalla á Hr. Löggimann og daðra hann til þess að opna bílinn. Löggan er nefnilega hætt að opna bíla og eitthvað okurfyrirtæki sér um það núna. Löggimann var til í þetta og renndu tveir bráðhuggulegir karlmenn á besta aldri í hlað nokkrum andartökum síðar. Sögðu þeir að við hlytum að þekkja einhvern á löggustöðinni fyrst þeir hefðu fallist á að gera þetta. Valdís sagðist bara vera svo tælandi í símann. Þeir roðnuðu.

gr416732d9e1a40Við pískur og fliss byrjuðu löggimannafolarnir að munda vopnin á bílinn minn, sem ennþá var troðinn af dóti eftir flutningana. Ég blaðraði í móðursýkiskasti um það hversu erfitt væri að opna bílinn og í eitt skiptið þegar það var reynt þá.. og einu sinni þá.. og svo... Heyrðist þá frá öðrum: þú ert greinilega ekkert að gera þetta í fyrsta skipti, er það? Ég svaraði því til að þetta hefði nú alveg komið fyrir (sagði samt ekki að ég væri með nr. á þjónustunni í Reykjavík í minninu á símanum mínum). Þá sagði annar: og hvar eru lyklarnir? Ég: nú í svissinum! Hann: jájá, ókei, það eru náttúrulega svo margir hlutir sem maður þarf að muna eftir þegar maður fer úr bílnum. Hinn löggimann: en líka margir hlutir sem urðu eftir í bílnum! Klárlega hélt ég þarna ræðu um að ég hefði verið að flytja og bla bla bla... Allan tímann hló Valdís.

20060306174658518Þess ber að geta að ,,slimm-járnið" virkaði ekki á Kermit svo þeir sögðust þurfa að ná í vír, ,,ja hann Palli er nú alltaf með sinn bara á sér" (af hverju þessi Palli er með vír á sér veit ég ekki) svo off they went. Við Valdís hlógum ennþá meira, keyptum okkur djús og biðum eftir löggimannafolunum. Loks komu þeir með tvennskonar vír. Ástæðan fyrir því hversu lengi þeir voru að ná í vír var sú að Palli var týndur og enginn vír fannst uppá stöð. Haldiði að annar löggimanninn hafi ekki bara skellt sér heim til sín og leitað logandi ljósi af ídráttarvír. Þegar hann var svo á leiðinni út með ídráttarvír kom konan hans hlaupandi með föndurvír! Jasko, svona virkar þetta í sveitinni - helping hand.

Loftnet_webÞað er skemmst frá því að segja að hvorugur vírinn virkaði eftir MIKLA viðreynslu. Annar löggimanninn tók þá bara loftnetið af bílnum hennar Valdísar og boraði því inní bílinn minn og tók þannig úr lás. Seisei. Þess má geta að Valdís var ennþá hlægjandi á þessum tímapunkti. Annar röflaði nú eitthvað um að hann hefði aldrei lent í svona löguðu áður, vera tvo tíma að opna bíl. Ég sagðist nú eiga það inni hjá honum, enda busaði náunginn mig hér í denn - og konan hans (engir föndurvírar voru þó notaðir við busunina).

 Ég var búin að þakka þeim innilega fyrir og var að kveðja þegar þeir fatta allt í einu að taka persónuupplýsingar um mig og bera saman við bílnúmerið - bara svona svo þeir séu alveg vissir um að ég ætti bílinn! Reyndar sögðu þeir að þetta færi bæði í dagbók lögreglunnar sem og í einhverja sérstaka fyndin-atvik-bók.

Þetta ferli tók samanlagt tvo klukkutíma. Ég er sem sagt ábyrg fyrir því að teppa löggimennina í tvo klukkutíma á miðvikudagskvöldi þegar þeir gætu annars verið að rúnta - hóst - afsakið, sinna umferðareftirliti. Þið sem keyrðuð of hratt á Akureyri í gær milli 22 og 24, vinsamlegast leggið andvirði sektarinnar, sem þið fenguð EKKI, inná reikninginn minn hið snarhasta.

Góðar stundir.


Jacky Fleming

Mér finnst gaman að lesa bloggið hennar Katrínar Önnu. Í dag komst ég þaðan yfir á síðu hjá Jacky Fleming sem teiknar skopmyndir og notar þær í jafnréttisbaráttu. Tékkiði á þessu og njótiði húmors og fegurðar...

bake_your_own_implants
where_is_my_dinner

 

bulgy_belly

 


Ísland og Noregur

Einu sinni voru tveir menn á kaffihúsi á Íslandi, Normaður og Íslendingur. Íslendingurinn var að borða á kaffihúsinu. Hann var að borða brauð með ávaxtasultu og Normaðurinn var með tyggjó. Þá labbaði Normaðurinn að Íslendinginum og spurði: "Borðar þú skorpurnar á brauðinu"?

Íslendingurinn: "Já auðvitað. Af hverju spyrðu að þessu".

Normaðurinn: "Ekki við í Noregi. Við sendum þær í endurvinnslu og búum til brauð úr þeim og sendum til Íslands".

Eftir dálitla stund kom Normaðurinn aftur og spurði:

"Hvað gerir þú við híðið af ávöxtunum þegar þú borðar ávöxt".

Íslendingurinn: "Auðvitað hendum við því í ruslið".

Normaðurinn: "Ekki við. Við sendum það í endurvinnslu og búum til ávaxtasultu úr því og sendum hana til Íslands".

Nú var Íslendingnum nóg boðið og sagði: "Hvað gerir þú við smokkana þegar þú ert búinn að nota þá"?

Normaðurinn:"Auðvitað hendum við þeim í ruslið".

Íslendingurinn: "Ekki við. Við sendum þá í endurvinnslu og búum til tyggjó úr þeim og sendum til Noregs"


Þarna þekki ég þig!

visogf1Mér finnst nýtt Stúdentaráð æðislegt. Mér finnst líka æðislegt að ráðið sendi frá sér ályktanir um málefni sem koma stúdentum við. Ég er ósammála því að ráðið eigi ekki að láta í sér heyra ,,því stúdentar eru svo fjölbreyttur hópur". Stúdentar eru hópur sem þurfa sinn málsvara. Fögnum því og klöppum að SHÍ sé loksins farið að tjá sig um málefni þess hóps sem það á að þjóna.

Það er svo annað að jafnrétti til náms Á að koma fram í stefnu stjórnvalda. Ég trúi ekki öðru en að svo verði. Ég vil amk meina að ég búi í þesskonar þjóðfélagi að hver sem er geti gengið inní skóla og sótt sér menntun við hæfi. Fjárhagur segir ekkert til um getu til náms.

Húrra SHÍ! Húrra Dagný formaður SHÍ! Húrra Röskva! Húrra við öll!


mbl.is Stúdentaráð HÍ krefur nýja ríkisstjórn um skýr svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jet voru hressir

Are You Gonna Be My Girl by Jet
"So 1, 2, 3, take my hand and come with me
Because you look so fine
And i really wanna make you mine"

You impressed almost everyone in 2004 - and surprised yourself.
Man eftir hversu vel ég fílaði þetta lag. S.s. heppnari en Tónskáldið. Átti afar innihaldsríkar og krefjandi samræður við títtnefnt Tónskáld í gærkvöldi/nótt um jafnar greiðslur, jafnar afborganir, lífeyrissjóðslán, viðbótarlán, lánshæfni, greiðslugetu og þar fram eftir götunum. Er ekki alveg eins glær og fyrir spjallið, en my oh my hvað þetta er villtur heimur. Muniði eftir gellunni í Kids sem var svo til í að heyra flókin og löng orð? Aha...
Var ég nokkuð búin að segja ykkur frá henni Mettu? Mikið sem dýrið er nú skemmtilegt. Eins og kvörtunin nýlega gaf til kynna höfum við frænkur átt ansi margar stundir saman undanfarna daga. Aðallega þar sem hún er ekki í mötneyti um helgar og þá eldum við saman. Við erum sko líka búnar að horfa á vídjó, en grey sílið hafði aldrei séð Napoleon Dynamite! Besta unaðsstundin okkar var þó þegar við fórum stóran Eyjafjarðarhring. Keyrðum framhjá safni sem við erum staðráðnar í að heimsækja þegar það er opið: Smáhlutasafn Sverris Hermannssonar. Keyrði líka framhjá heimilinu hennar Signýjar, en það er lengst frammí firði. Hlussuflugurnar gerðu allnokkrar dældir á bílinn, eða amk heyrðist mér svo. Það er svo eflaust við hæfi að enda þessar gloríur um hana Mettu á því að biðla til þeirra sem eiga 3ja herbergja íbúð á Akureyri og vilja leigja hana út næsta vetur. Við erum málið!
P.s. hvað er næs að komast á skíði í lok maí? Úje!

Leigubílstjóri dauðans?

Þessar stundirnar skoða ég ekkert nema íbúðir á netinu.. er að missa mig í þessu. Heitasta óskin er að eignast íbúð á Akureyri sem ég get málað og innréttað alveg sjálf og notið að búa í. Þetta herbergi sem ég er í núna er hreint og beint ógeð!!! Ef þið getið leigt mér herbergi á Akureyri f. innan við 20 þúsund plís lett mí nó. Sé amk fram á sumar þar sem ég á ekki eftir að elda djakk sjitt sökum þess hve eldhúsið er gróss. Líður bara alls ekki vel þarna. Á föstudagskvöldið var náungi að míga í forstofuna.  Girnó.. eða hitt þó.

Eftir spilamennsku kvöldins þar sem Ýr hans Svenna fór á kostum kíktum við bæði á Amour og Kaffi Akureyri. Þrátt fyrir allnokkra fola var eina viðreynslan í minn garð af leigubílsstjóranum sem keyrði mig heim. Sad. Hann bauðst m.a.s. til þess að skutla mér uppí Fjall í fyrró... ómæ. Hvert er ég komin? Er amk ekki að fara taka saman með sextugum náunga, svo er víst. En hey, Jóhanna Sig: minn tími mun koma ;)

 

taxi-driver

 


Pókervörkát

letsgetphysicalÉg lá í makindum mínum á Feita (bleiki Fatboy), nývöknuð eftir pókerkvöldið, þegar Valdís spyr mig á msn hvað ég sé að gera. Nú, ég var ekkert að gera svo ég sagði henni það. Beið í ofvæni eftir að heyra það sem hún ætlaði að bjóða mér uppá, kannski bílferð, ísbíltúr eða vídjógláp. Eftirvænting jókst með hverri sekúndunni sem ég las: Valdís - heima is best is writing a message.. Og ég beið... Þá kom það. ,,Þú ert að koma í ræktina, sæki þig e. 5". Ég rauk því til og fann til íþróttaleppana mína.

Ótrúlegt 1: að ég hafi farið í ræktina í dag eftir aðeins nokkurra klukkutíma svefn eftir pókerkvöldið mikla.
Ótrúlegt 2: að Valdís hafi bara sagt þetta við mig og ég gert það.
Ótrúlegt 3: hvað ég gat æft mikið í ræktinni miðað við aldur og fyrr störf.

Það var ótrúlega skemmtilegt í gærkvöldi. Ég vann auðvitað ekki, en rakaði inn pottinum eitt skiptið. Fékk alveg fullt af tsjipsum. Nú svo lærði ég fullt af nýjum orðum: fólda, tjékka, brenna, rivercard, litli-blindi og stóri-blindi. Afar hressandi. Félagsskapurinn var heldur ekki af verri endanum. Eftir að pókerinn hafði klárast fórum við í "guess-who" leik þar sem allir fengu miða með persónu á ennið og þurftu að finna út hver þeir væru með því að spyrja einungis að já og nei spurningum. Fáránlega gaman í svona partýum þar sem pressan er ekki á að ,,ná að fara í bæinn". Ég var ekkert spes í leiknum. Fórum þrisvar í hann og ég var George Foreman (átti ég að vita að maðurinn var einu sinni boxari?), Sigmund Freud (var endalaust lengi að finna hann) og Þórun Sveinbjarnar (var fljót að ná því). Aðrar hressar persónur sem kíktu við voru jesú, E.T., Shrek, Ágúst Ólafur, Axl Rose, Jenna Jameson, Bjarni Ara og Kristinn H. Gunnars.


Hraunplögg

Hey, ef þið viljið njóta tónlistar í kvöld þá get ég ekki mælt nógsamlega með tónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum kl 21:30. Þar verður hljómsveitin Hraun með útgáfutónleika og partý-ball, en í dag kom út fyrsti geisladiskurinn þeirra, I can´t believe it´s not happiness. Get varla beðið eftir að þeir piltar sæki Eyrina heim, en þeir spila á Græna hattinum 13. júlí n.k.

Veriði nú góð við ykkur og skellið ykkur útí búð og verslið gripinn. Nú svo má geta þess að þeir verða í Skífunni Laugarvegi á morgun frá kl. 16:00 ef þið eruð grúbbpíur. 

 


Í tilefni kvöldsins

You Are the Ace of Diamonds
You are a lucky person, and you always seem to find yourself surrounds by pretty, shiny things. You have a knack for success and money - though your skills can't really be learned or taught. You shine in a room, and you a have a truly sparkling personality. A true extrovert, you always are able to share a witty joke or the latest scandalous gossip. While you do have an eye for bling, you are also quite generous. A lot of wealth and luck comes your way. And you're not afraid to pass it on. A gamble you should take: Sports betting Your friends would describe you as: Captivating Your enemies would describe you as: Greedy If you lived in Vegas, you would be: A trophy wife or husband

BA ritgerðargleði

vúbbídúbbídú!

Við Dagný vorum að fá einkunnina okkar fyrir BA ritgerðina

og mæ ó mæ...

Þvílíkir hryllilegir snillingar sem við erum!!!

Af þessu tilefni ætla ég að spila póker í kvöld með

nokkrum valinkunnum einstaklingum.

9000 kr pottur, en hafið engar áhyggjur, ég er að

fara spila í 2. sinn svo ég er ekki að verða múruð.

Geðveikislega góðar óskir um eins stórkostlega

helgi og er í vændum hjá mér!

superhappy


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband