Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Axlar-Björn mættur til leiks

Axlar-BjörnHahahahaha... þeir hafa húmor, mínir heimamenn! Sjálf hefði ég eflaust öskrað úr mér raddböndin, hvernig sem það gerist nú.

Svo er ég nú aðeins farin að hlakka til AIM festival sem verður hér á Akureyri helgina 31. maí til 3. júní. Helgi og hljóðfæraleikararnir, VilHelm, Benni Hemm Hemm, Seabear, Tómas R. Einarsson og fleiri munu heilla gesti og gangandi. Nokkrar erlendar grúbbur munu einnig spila, en ég þekki ekki til þeirra. Er aftur á móti spenntust fyrir Orquesta Tipíca Fernandez Fierro sem koma alla leið frá Argentínu, vafalaust með ljúfa tóna. Svo verður þarna líka Hilario Duran Trío sem kemur frá Kúbu, spennó! Sinfóníuhljómsveit Norðurlands mun svo loka hátíðinni á sunnudagskvöldið.

Svo skil ég ekki svona mál. Mér finnst þetta afar súrt og efast ekki um að konan eigi eftir að vera alveg hrikalega sár. Fjölskyldan hlýtur að skipta meira máli heldur en sjónvarpsþáttur, eða að minnsta kosti er ég alveg á því. Svo (sem betur fer) er til ansi mikið af fólki sem ég skil bara ekki. Eins og það fólk sem kærir sig um að hýsa þennan naugunarleik og fólk sem kærir sig um að spila hann.


Ég og heilinn minn

Fanney, you are Right-brained

Most right-brained people like you are flexible in many realms of their lives. Whether picking up on the nuances of musical concerto, appreciating the subtle details in a work of art, or seeing the world from a different perspective, right-brained people are creative, imaginative, and attuned to their surroundings.

People probably see your thinking process as boundless, and that might translate to your physical surroundings as well. Some people think of you as messier than others. It's not that you're disorganized, it's just that you might use different systems to organize (by theme, by subject, by color). Straight alphabetization and rigidly ordered folders are not typical of right-brained behavior.

You are also more intuitive than many. When it comes to reading literature, you probably prefer creative writing or fiction over nonfiction. And when it comes to doing math, you might find you enjoy geometry more than other forms like algebra.

Þetta passar nú alveg ágætlega við mig. Ég er samt ekki sammála síðustu efnisgreininni, hún er eiginlega alveg út í hött.

Tjékkit.


Hvítasunnuhelgin nálgast

Hvað gerir maður þá? SNILLD!!!

Einhver til í spilerí??


Daðurdrottning

devorss_flirtStjörnuspá

VogVog: Ef þú vilt setja smá kraft í ástarlífið þá er rétta augnablikið núna. Daður hefur aldrei reynst þér jafn auðvelt. Vinir þínir sjá breytinguna strax.
 
Þar hafiði það. Það er bara verst með það hvað ég er lík henni Kamillu í þessum málum. Ég verð bara eins og Samfylkingarpunkturinn í framan og segi einhvern óskunda sem eftirá skil ekki hvernig mér datt yfir höfuð í hug að segja. Hef reynar ekki brotið bein við daður eins og flokkssystir mín en ótrúlegustu hlutir gerast. Ég verð því e.t.v. að taka uppá nýrri daðurtækni en þessari sem ég greini hér að ofan. Hún hefur nefnilega ekki virkað ansi lengi.

vinna.. og hvað svo?

Trúi ekki að mínir menn hafi tapað fyrir spaghettíætunum. Bömmer. Böhömmer.

boredFrábært í vinnnunni... fékk sjokk í dag yfir öllum flóknu hlutum sem ég þarf að gera. En ég læri þá bara :) Gaman að því. Það sem er helst að bögga mig þessa dagana er að vera bara búin rúmlega fjögur á daginn. Hvað gerir maður þá? Engin BA ritgerð eða verkefni... enginn þvottur... enginn kall eða börn.. hvað þá hundur til að viðra. Jahérna.. hvað gerir maður þegar maður er ekki í skóla?

Farin að bögga Völlu við prófagerð... og skoða Stóra Dímon


Jæja Samfó..

Ég trúi varla að flokkurinn minn hafi klúðrað tækifærinu sem hann hafði til þess að setja flotta unga þingmenn í ríkisstjórnina. Ég er hneyksluð frá eyrum og niður á tær yfir því að hvorki Ágúst Ólafur né Kata Júl séu ráðherrar. Þarna var tækifæri á silfurfati sem flokkurinn lét frá sér ganga. Ætla ekki að tjá mig um ráðherra Samfó, er nokkuð sátt við flesta en aðrir hefðu mátt mega sín að mínu mati. Ráðuneytin sem við fáum eru kannski ekki þau bestu heldur. Ég er skúffuð.

En ánægð er ég með að tryggingamálin séu komin inní félagsmálaráðuneytið. Þessi uppstokkun var flott, go go go! Núna er loksins hægt að vinna að þessu út frá heildarsýn en ekki hver í sínu horni. Eða ég vona það.

Ég var að koma heim úr vinnunni. Eftir vinnudaginn fórum við hverfisstjórarnir með starfsstúlkunum í heimaþjónustunni út að borða. Staðurinn var snilld. Brunuðum inní Öxnadal á stað sem heitir Engimýri. Maturinn var svo góður að erfitt er að lýsa honum. Brokkolísúpa í forrétt sem rann afar ljúflega niður. Aðalrétturinn var bestur: kjúklingabringa með fersku salati, sætri lauksósu og kartöflumunaði. Þessi kartafla er besta kartafla sem ég hef smakkað: allt tekið innan úr bakaðri kartöflu, blandað saman við egg, smjör, brauðrasp, krydd og ost og stöffað ofan í kartöfluna aftur og bakað. Jöhömmí! Í eftirrétt var svo súkkulaði mousse frá himnum. Núna er ég svo södd að ég get ekki klárað að þrífa herbergið mitt í Klettastígnum :(

Vinnan mín er snilld... ótrúlega mikið að gera og margvísleg verkefni. Frábær starfsandi á deildinni og allt fólkið í húsinu indælt. Lofar góðu :) Komin með mitt fyrsta alvöru netfang! :)  


Kynlíf eða draugagangur?

Gat ekki sofnað fyrren seint um síðir síðustu nótt. Spilar þar margt inní. Veðrið er auðvitað æðislegt, bjart úti og sólin í algleymingi. Næs það. Nú svo er það draugagangurinn sem á að vera hérna skv. Möggunni. Heyrði allskonar hljóð í gærkvöldi, sem er spes þar sem við erum bara þrjú hérna á 3. hæðinni því flestir eru farnir heim til sín því skólinn er búinn. Yfirleitt eru hérna um 25 manns á hverri hæð.

casperEníhú. Þegar ég svo slekk á tónlistinni og leggst til hvílu heyri ég taktfast hljóð og dettur strax í hug Kasper og félagar. Þegar ég hlusta svo betur eftir því heyrist mér þetta vera annað en draugar því takturinn breyttist öðru hverju en hélt þó alltaf áfram. Ég hugsaði með mér: oh frábært, fólk að stunda kynferðismök og halda fyrir mér vöku. Frábært!

99909186_12fc36299c_oÉg kveikti aftur á tónlistinni og reyndi að útiloka þetta leiðindahljóð. Nema hvað, eftir hálftíma er hljóðið ennþá í gangi og fannst mér það því ekki geta verið fólk í kynferðismökum - nema þetta hafi verið vélmenni eða tónskáld að gera það eftir taktmæli. Þá rann það upp fyrir mér. Hljóðið var hvorki Kasper né tónskáld í kynferðismökum. Það lekur úr sturtuhausnum inná baðinu sem er við hliðiná herberginu mínu.


Töfrar..

wtf?

Og hver getur gleymt sænska sjarmatröllinu Basshunter? Spelar DotA er hresst.. hmm...

Spilakvöldið í gær var snilld.. spiluðum bæði æsispennandi Popppunkt sem og Trivial. Ég, Valla og Haffi rústuðum báðum spilunum - enda klárust. Ég held ég geti bara ekki fengið nóg af því að spila :) 

Aight... fyrsta nóttin á nýja staðnum. Skv. Möggu Stínu eru draugar hérna... sjáum hvað setur. 

  


Flutt!

Ég held það hafi tekið okkur Adda um hálftíma að flytja dótið mitt milli staða. Þvílíkir massar á ferð! 

Ef ykkur leiðist, eins og mér í gærkvöldi, þá er snilld að skoða þetta. Þessir þættir eru bara frábærir og ógeðslega fyndnir. Þeir heita It´s always sunny in Philadelphia...  

En sturtan kallar... svo spilakvöld :) Læt fylgja með uppskrift af ostasalati:

1 mexíkóostur

1 piparostur (eða hvítlauksostur)

1/4 blaðlaukur

slatti af steinlausum vínberjum

ananaskurl ef þið viljið

sýrður rjómi eftir smekk - og mæjó ef þið viljið

 

Osturinn er skorinn í litla teninga sem og blaðlaukurinn og vínberin. Öllu skutlað saman í skál og hrært við sýrða (og mæjó) og svo smá ananaskurl (eða smátt skorin jarðaber eða ferskjur) sett saman við ef þið viljið. Þetta salat er ó svo gott... mæti með þetta í kvöld til Völlu og Adda... og líka tortillas með rjómaosti, sýrðum, salsa og blaðlauk.. jöhömmí. 


Á heilanum

Er með þrjú lög á heilanum þessa stundina... er alein í húsinu svo ég syng upphátt um leið og ég hendi fötum í poka og bókum í kassa... 

 

 DQ hefði svooo átt að komast áfram og vinna keppnina!
 Belarúss snilld.. jess æm vílííng!
If only... límist á heilann 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband