Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
10.4.2007 | 22:43
Kraftganga með krafti
Stökk út í snarpa kraftgöngu þegar ég uppgötvaði að það var búið að loka ræktinni. Slík var einbeitingin að klára að afrita viðtölin. Ég þarf víst ekki að tvínóna við það hversu fagurt það er að þeysast um bæinn. Hvað um það. Stjörnubjartur himinn og fegurð út í gegn. Ég veit, væmið. En mitt í hrifningu minni yfir fegurð himinsins og norðurljósanna gekk ég rösklega á kantstein hjá Oddfellow húsinu. Ég datt og hruflaði hnéð. Það er þó í lagi með buxurnar, enda eðalbuxur úr H&M. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir sem vilja sýna samúð mega kommenta.
Ég mæti sko ekki á næsta bingó hjá Oddfellow fólki. Annars er ég alltaf til í spilamennsku, Valla?
Og talandi um Völlu. Ég óska Völlu og Adda innilega til hamingju með daginn í dag. Og auðvitað líka henni TóTu túttu.
Lofa að blogga ekki meira á þessum degi. Þetta er komið gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.4.2007 | 17:34
Nýstárleg stjörnuspá
ókei.. bara varð að taka pínuogguponsupásu til að deila með ykkur stjörnuspánni minni í dag á mbl.is:
Vog: Þú ættir kannski að segja frá því sem þú vilt helst halda fyrir sjálfan þig. Rannsakaðu sjálfan þig. Þú getur séð inn í huga þinn jafn skýrt og ef hann birtist þér á hágæðaflatskjá.
Mjög gaman hvað stjörnuspáin er orðin nútímavædd - hágæðaflatskjár kominn inní dæmið. Annars veit ég ekkert hvaða hlutir þetta eru sem ég ætti að segja frá og hef alls engan tíma til að rannsaka sjálfa mig. Ég er mjög upptekin kona í annarri rannsókn, rannsókn sem ég þarf að klára ASAP og kynna niðurstöðurnar á föstudaginn í Reykjavík. Æði.
Jæja, deiling búin. Destressing Yogi te-ið líka. Dorada out.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 16:21
Ys og þys í Ólátagarði
Ohhh það er svo ömurlegt að hanga inni og þurfa virkilega að læra, óska þess heitar en chili con carne að sólarhringurinn hefði að minnsta kosti 40 klukkustundir og að útskrift væri ekki í bráð. Á meðan á þessu hugarástandi stendur er ömurlegast í heimi að kíkja HINGAÐ, hrein kvöld og pína. Sól og snilld, stórefa að færið sé annað en fullkomið.
En eins og alltaf í svartnætti þá er ljós punktur. Ljósi punkturinn minn er hamborgarhryggssneiðarnar sem mamma sendi mig með norður og besta sósa í heimi. Verður þetta snætt í kvöld með grænum, gulum og rauðu við áhorf fréttanna.
Tók til í skápunum og ísskápnum mínum. Henti út heilum haldapoka af óhollustu og útrunnu, aðallega óhollustu því ég var nýbúin að henda útrunnu dóti. Þrátt fyrir allar þessar óléttur í kringum mig þá SKAL ég ekki vera meðvirk og ganga alla 9 mánuðina með þeim - í holdarfari. Ég ætla að lifa á Yogi te-i, grænum skyr.is drykk og kaffi. Eða svona næstum því.
Svei mér ef ég er ekki farin að hlakka til að skokka út á Bjarg í kvöld og taka á því. Tilhlökkunin eftir að þvottavélin hefur lokið sér af er einnig í hámarki. Gríðarlega hlýtur mér að finnast lærdómurinn gefandi.
Jámm... það er alltaf nóg að gera á Eyrinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2007 | 16:10
Í þá gömlu góðu daga...
Muniði eftir laginu sem hljómaði: Í þá gömlu góðu daga, er hann Ómar hafði hár..? Ekki ég. Rámaði bara í þessa setningu þegar ég sá myndina sem er við greinina mína á pólitík.is í dag. Í þá gömlu "góðu" daga þegar ég hafði ekkert hár, eða svona næstum því.
Gaman frá því að segja að í nótt dreymdi mig að ég væri nýkomin með hárlengingar. Já, ekki laust við að mig langi í svoleiðis.
Annars á ég heima í SPSS þessa dagana. Ótrúleg þessi smáatriði sem þarf að fiffa til við það eitt að gera súlurit. Almáttugur, verð orðin spinnegal eftir þessa törn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2007 | 23:32
Le Dinner
Haldiði að ég hafi ekki orðið svo heppin í kvöld að Vallan mín og Rannveig Katrín buðu mér til matarsamsætis með sér þar eð húsfreyjan á heimilinu, Addi, var að stunda áhættuhegðun. Valgerður reiddi fram dýrindslax í ofni, unaðslegt kartöflugratín og geggjað salat með djúsí fetaosti. Það var sko kaffi og meððí á eftir, svona alvöru. Heimasætan ekki alveg til í að fara í náttfötin svo ég skoraði á hana að ég yrði fljótari að gera 20 armbeygjur. Sú styttri tók ekki annað í mál en að ég legðist í það að gera 100 armbeygjur á meðan að hún háttaði sig. Ég tók 40 áður en hún náði að hátta sig og er betri kona fyrir vikið. Bíð eftir harðsperrum morgundagsins.
Annars sótti ég um annað starf hérna á Akureyrinni. Valla nánast skoraði á mig að sækja um það, og ég var áður búin að sjá það auglýst og fá smá fiðring - svo ég sótti bara um - gerðist villt(ari). Sakar ekki að prófa ;) Þetta fer að verða eins og argasta spennusaga, þessi atvinnumál mín. Jaseisei.
Svo er ég búin að ná áttum. Fékk snilldar ráð frá einum samstarfsfélaga þar sem hann sagði mér að Fjallið væri alltaf í vestur. Núna þarf ég ekki annað en líta þangað og þá veit ég sko hvað snýr upp og niður.
Og annað í fréttum. Hef verið í því síðustu daga að slengja saman tveimur orðatiltækjum og mismæla mig. Má þar nefna að gera hlutina með hangandi hug, en það er í miklu uppáhaldi.
Morgundagurinn: vinna, vinna, vinna og leggja svo í'ann heim á Snæfellsnesið íðilfagra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2007 | 17:52
Hötun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2007 | 22:54
Glæsilegt!
Þetta líst mér vel á! Eðalfélagsráðgjafi í nefndinni, Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf. Þessi nefnd á vafalaust eftir að skila flottri skýrslu með góðum upplýsingum þegar hún lýkur starfi. En hvað gerum við svo? Við þurfum líka að vera vel vakandi fyrir því sem er að gerast í samfélaginu okkar núna í dag. Ekki endalaust horfa til fortíðar og fordæma gömul vinnubrögð, þó svo að sjálfsögðu sé það gott og gilt. Í dag er alveg jafn mikið að gerast sem eftir nokkra áratugi verður fordæmt líkt og við höfum verið að gera. Samfélög verða sífellt flóknari og fjölbreytileikinn sem svo oft er yndislegur verður mörgum mikil ógn.
Ég var stödd á veitingastað hérna á Akureyri í hádeginu í dag með tveimur félagsráðgjöfum. Var þar mikið rætt og skrafað, enda alltaf nóg um að vera hér nyrðra - sem og í heiminum öllum ef út í það er farið. En þar kom dálítið athyglisverð spurning: hvað er að gerast í dag sem er sambærilegt þessum málum sem við hneykslumst á í dag?
Á meðan að nefndin starfar skulum við hin taka til starfa og skoða í kringum okkur með gagnrýnum augum. Hvað er ekki að virka? Hvað ER að virka og ber að varðveita?
![]() |
Nefnd til að kanna starfsemi meðferðarheimila skipuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2007 | 22:19
Kona
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 16:49
Allt í plati!
Að sjálfsögðu var ég að plata með þessa ótrúlega spennandi vinnu. En það var gaman að fá öll sms-in og símtölin frá ykkur :) Ég gat bara ekki setið á mér að plata ykkur smá, á löglegum degi.
Sól og blíða á Eyrinni. Norðurljós og næstum-því-fullt tungl í gærkvöldi svo ég skundaði með Kermit á þvottaplan og svo uppí Kjarnaskóg að njóta dýrðarinnar. Svo bara vinna, vinna, vinna og vinna framundan. Ætli ég plani ekki einn páskaeggjaleitarleik fyrir lilsys og heimsækji ömmu og afa í sveitinni og ömmu í Grundó - annars bara læralæralæra. Vá hvað ég lifi spennandi lífi þessa dagana.
Er annars að hnoða í ágætisfærslu. Hún kemur þegar ég hef aðeins meiri tíma en akkúrat núna.
Takk fyrir að trúa að ég gæti séð um þetta fáránlega flotta úrræði! ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)