Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
30.4.2007 | 19:10
Tjékkinn
Verð bara að deila því með ykkur hvað okkur Dagnýju gengur vel með ritgerðina!!! Við erum svo svaðalegt team að það er ekki einu sinni skondið... strax eftir skóla komum við hingað á Amokka í Borgartúni. Þar höfuð við svo setið í marga klukkutíma (og fleiri klukkutímar eftir) við skrif, enda bætum við hvor aðra gríðarlega upp. Ji hvað ég er sátt. Það er svo pínku lítið eftir...
Jæja.. á meðan ég er í ham - best að halda áfram.
P.s. búin að festa vinnuna á búsetudeild Akureyrarbæjar: verkefnisstjóri yfir heimaþjónustunni og heimsenda matnum :) JEIJ!
P.s.s. Deili með ykkur líka tveimur afar snotrum myndum af okkur - við erum náttúrulega fallegar en við getum líka verið afar skondnar ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.4.2007 | 22:50
Örblogg - status quo
Er flúin hitabylgjuna í Sælunni og komin í rokið í henni Reykjavík. Ástæðan? Jú, skóli fram á fimmtudag og snurfusun á flottustu BA ritgerð sem um getur. Já, þetta er allt að koma.
Núna eru 99% líkur á að ég sé búin að velja mér vinnustað. Það er bara svo tuddalega erfitt að velja á milli, en þetta er að hafast. Það eina sem ég vil gefa upp er að ég verð á Akureyri og mun að öllum líkindum reyna við að versla mér eins og eina íbúð næsta árið. Sjáum svo til hvort þetta endar eins og áramótaheitin - í ruglinu. Mig er farið að þyrsta í óstressað umhverfi þar sem ég þarf alls ekki að hugsa um eitt einasta verkefni. Hlakka mest til að geta farið að lesa allan bókabunkann sem bíður - eftir 4ra ára háskólanám. Fjúff....
Mig langar í hjól og línuskauta. Sumarið er held ég bara glatað án þess.
jæja... þriðji síðasti skóladagurinn minn á morgun :) Jeij!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.4.2007 | 15:07
Maðurinn minn II
Af hverju er fólk að ráðast svona á krílið mitt? Ég bara næ þessu ekki...
Svo er það annað mál sem er slúður. Mér finnst nú afar gaman að skrafa um menn og málefni og fer jafnan mikinn við þá iðju. En hver er skilgreiningin á slúðri? Er maður að slúðra þegar maður segir að Gunna á neðri hæðinni sé ólétt eða að Benni á horninu hafi klest á antikbíl gamla mannsins sem er alltaf með brók á snúrunum? Eða er það þegar maður segir hluti sem maður er ekkert viss að séu endilega 100% sannir?
Mér finnst það að tala um náungann, eða fólk sem maður kannast við, ekki slúður - svo fremi sem maður veit um hvað maður er að tala. Þetta hljómar samt ekkert alltof vel... hmm... ég er frá litlum bæ. Þar er rabbað um náungann, enda þekkjast flestir í svona smáum bæ. Það er ekkert endilega af einskærri forvitni um hvort Gunna eigi þetta barn með þriðja manninum á jafnmörgum árum eða eitthvað slíkt. Frekar er þetta eitthvað sem bindur fólk böndum sem nauðsynleg eru í litlum samfélögum. Hvernig er þetta þá í stærri samfélögum? Æji vá... of miklar pælingar á föstudegi...
Annars má fagna (nú eða ekki) því að í dag var ég að klára 4ra mánaða starfsþjálfun mína á FSA! Það þýðir að nú á ég bara 3 daga eftir í skólanum, pínupons í BA ritgerð og eina greinagerð um starfsþjálfunina og þá er ég... daddaradamm... Félagsráðgjafi. Þessi 4 ár hafa verið eins og vindurinn að líða. Eins starfsþjálfunin, mér fannst eiginlega bara súrt að vera kveðja staðinn og fólkið í dag. Hefði vel geta hugsað mér að vera lengur, enda meiriháttar vinnustaður.
Og talandi um vinnustaði. Það er allt að skýrast í mínum vinnumálum. Fékk svaka flott launatilboð sem ég hugsa að ég taki... þori varla að hringja á hinn staðinn og segjast ekki vilja starfið þar... eða ekki geta tekið því, kannski penna að orða það þannig. Frúin er svo á leið í umferðarógeðið á sunnudaginn þar sem ég verð fram yfir kosningar - svo fremi sem UJ ætli að hittast að kveldi 12. maí og fagna tímamótunum (Maggi, hvað segirðu við því?). Akureyrarferðir ykkar eru því ekki eins áhugaverðar á þessu tímabili þar sem aðaltúttan verður fjarri.
Ég legg svo til að fólk hætti að tala illa um Hugh Grant. Þetta er vænn maður og góður, þó hann hafi verið dálítill skíthæll í Bridget Jones... Whoppsa daisy!
Hugh Grant beðinn afsökunar á slúðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.4.2007 | 00:04
Leynileg ást?
Vog: Vinnufélagi þinn er leynilega skotinn í þér. Og það er ekki í fyrsta skipti sem þú átt aðdáenda. Farðu silkihönskum um þessa vitneskju, þroskuð ást er viðkvæm.
Úúúúú... spennó.... verst hvað sjúkrahúsið er roooosa stór vinnustaður! Fer í rannsóknarvinnu þessa tvo daga sem ég á eftir í vinnu þar :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.4.2007 | 21:55
Athyglisverð myndbönd
Afar áhugavert... tjétjétjékkit!
Hérna er eitt um tómat. Hérna er bein útsending frá þroska cheddar osts. Ég veit, ógó spennó!
Hérna er eitt um jarðaber. Þetta er svaka flott um epli.
Hérna eitt stutt um grasker. Og um banana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2007 | 20:10
Ömurleg prestastefna
Ég verð að segja eins og er að, ótrúlegt en satt, þá var ég tiltölulega spennt fyrir þessari prestastefnu sem nú fer fram á Húsavík. Ég á ágætan vin sem er prestur og þykir mér afar gaman að ræða við hann um hin ýmsustu mál, m.a. trúmál. Um daginn ræddum við einmitt þessa prestastefnu og þá tillögu 41 prests um að mega gefa samkynhneigða í hjónaband. Ég óskaði þess heitt að prestar í landinu kæmu nú til nútímans og samþykktu þetta. En nei. Mér liggur við að kalla þennan hóp, mínus þessa 22 sem greiddu tillögunni atkvæði, íhaldssnobbmafíu. Spurning um að láta bara vaða núna, eftir nokkurra ára umhugsun, og segja sig úr Þjóðkirkjunni?
Ég er reið. Mér finnst líka afar ósmekklegt af guðfræðingnum Jóni Vali að segja húrra við þessu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2007 | 16:21
Maðurinn minn?
Þetta er lygi! Ég trúi þessu ekki. Ég held að þetta sé bara athyglissjúkur Breti sem vill fá sínar 15 mínútur af frægð.
Og hvað... sagði hann Hugh mínum bara í óspurðum fréttum að hann ætti börn? ,,Hey, by the way, I have two children you know"... Hvað er þetta maður?
Og bakaðar baunir já... hmm, var hann með sönnunargögn? Eða át hann þær? Eða ætlar hann að bjóða þær á uppboði á eBay?
Kannski er ég bara hlutlæg í þessu máli, enda maðurinn minn sem um ræðir - eða einn af honum. Var að komast að því um daginn að ég og SteinaKleina erum kviðsystur. Hún og Josh Groban voru víst eitthvað að dilla saman áður en við byrjuðum saman.
Hugh Grant óskaði börnum ljósmyndara dauða úr krabbameini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.4.2007 | 00:11
HAHA
Sá þetta á Mæspeis og mér finnst þetta fyndið. Testið þetta kæra fólk og hlægið með mér.
--Go to Google.com
--Click on Maps.
--Click on get Directions.
--From New York, New York
--To Paris, France.
--Read line # 24.
--If you laugh, then re-post this.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.4.2007 | 16:51
Furðulegur boðskapur
Vog: Þú hefur alls enga ástæðu til að þiggja furðulegt boð, nema þá að það er furðulegt. Og það er nóg. Þú hreinlega verður að þiggja boðið!
WTF???
Annars er ég að beita sjálfa mig gríðarlegum sjálfsaga þessar klukkustundirnar. Sit inní herbergi með galopinn gluggann (æji þið vitið, hann opnast svona alveg alveg, svo mikið að ég get farið útum hann), fuglasöngur og fjallið UNAÐSLEGT! Ótrúlegt að ég sé að standast freistinguna. En ég veit ég verð...
Örfáir dagar eftir sem stúdína, örfáir dagar í útskrift, örfáir dagar sem ég þarf að vera í Reykjavík og svo tekur sæla og eintóm sæla við. Eða svona...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 14:46
LMA
Sem gömul innanbúðartútta í LMA verð ég bara að auglýsa þetta... ef þið eruð á Akureyri þessa daga þá er kjörið að kíkja í príma leikhús hjá LMA fyrir einungis þúsund kédl. Tekið héðan.
Draumur á Jónsmessunótt
Leikfélag MA frumsýnir nú á sunnudag leikritið Draumur á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare. Draumur á Jónsmessunótt er dramatískur gamanleikur, saminn einhvern tímann rétt fyrir lok 16. aldar, en verkið þykir sígilt og alltaf eiga erindi. Leikhópurinn hefur unnið hörðum höndum að sýningunni frá því fyrir jól, en leikstjóri er Guðjón Davíð Karlsson. Tónlist í sýningunni er í umsjá Axels Inga Árnasonar.
Draumur á Jónsmessunótt er settur upp í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri og að henni vinna alls yfir 30 nemendur skólans. Mikið hefur verið lagt í sýninguna til að hún verði sem glæsilegust og vonandi að sem flestir nemendur sjái sér fært að mæta og aðrir gestir geri sér líka ferð í Kvosina til að njóta hennar.
Frumsýningin er sunnudaginn 22. apríl klukkan 20.00.
Aðrar sýningar verða sem hér segir:
miðvikudaginn 25. og fimmtudaginn 26. apríl klukkan 20.00
fimmtudaginn 3. maí klukkan 20.00
föstudaginn 4. maí klukkan 19.00 og 21.15
laugardaginn 5. maí klukkan 17.00 og 20.00
Miðar kosta 1000 krónur fyrir skólanema en 1500 krónur fyrir aðra. Miða er hægt að panta í síma 661 8912
P.s. er nýhætt í hláturskasti yfir því hvað orðið tengill er líkt mannsnafninu Þengill... sýra? Njaaa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)