Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
31.3.2007 | 17:18
Bush og Blair söngfélagar
Smá breik bara til þess að deila þessu myndbandi með ykkur. Þarna má sjá Bush og Blair syngja saman lagið Gay bar... bara fyndið.
Og svo mæli ég með að fólk líti amk daglega inná Samfó.is, þar er samansafn af skemmtilegu efni :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2007 | 12:00
Eins og talað úr mínum munni
Já, eins og talað úr mínum munni eða af mínum höndum. Búin að vera bíða eftir þessu alla vikuna. Þetta málefni er svo fáránlega mikilvægt en einhvern veginn þá "sofnar það í nefnd" eða fær illa útreið á þingi og almenningur pælir lítið sem ekkert í þessu. Mér finnst svo hneykslanlegt að íslenska táknmálið sé enn ekki viðurkennt hérna á Íslandi. Við erum sko tugum ára á eftir mörgum löndum - þjóð sem vill vera í fararbroddi.
Kíkið endilega á heimasíðu Tryggingamiðstöðvarinnar og sjáði hvað fólkið þar er að gera brill hluti hvað heyrnarlausa varðar. Í helstu flokkunum er hægt að velja (vinstra megin) að fá upplýsingarnar á táknmáli. Frábært framtak sem lítið hefur farið fyrir. Hvernig væri svo, að þú lesandi góður, kíktir eitt augnablik á glænýja og flotta heimasíðu Félags heyrnarlausra og kynnir þér t.d. hugmyndir um táknmálsviðmót á heimasíðum, enda viljum við jú jafnt aðgengi allra að upplýsingum - ekki rétt? Svo er líka afar hressandi að lesa yfir sögu heyrnarlausra og þekkja aðeins þann heim sem heyrnarlausir hafa búið í.
En jamm og já, er svo hrikalega bissí í að læra að ég hef ekki tíma til að blogga.
Ungir jafnaðarmenn vilja að allir Íslendingar verði viðurkenndir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2007 | 11:20
Húrra!
Þetta þykja mér góðar fréttir. Með þessu er hægt að gera ráðstafanir hafi börn ekki fulla heyrn. Það tekur tíma að læra táknmál og því eðalfínt að foreldrar fái upplýsingar um þessi mál svo fljótt sem auðið er. Tengsl foreldra og barns þurfa að myndast strax frá upphafi meðgöngu. Það að fá úr því skorið hvort barnið heyrir vel eður ei hjálpar mikið til við áframhaldandi myndun geðtengsla sem spila risahlutverk í lífi barnsins. Því get ég ekki annað en sagt: Húrra!
Mæli svo með því að þið, lesendur góðir, fylgist með Pólitík.is, alla daga að sjálfsögðu, en sérstaklega næstu daga. Skora líka á ykkur að setja Vefritið í ,,favorites".
Nýburar heyrnarmældir á LSH | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2007 | 16:44
Ánægði flóðhesturinn
Ahhh... fátt betra en að skríða heim seint um síðdegið og narta í eins og einn Happy Hippo. Sem betur fer fæst sá ánægði ekki hérlendis því þá væri annað en nammið eins og flóðhestur í laginu. Ég luma þó á nokkrum sem ég smyglaði til landsins frá Parma. Fjársjóðurinn minn, leynihornið, varabirgðirnar, eðall.
Annars má ég til með að óska öllum félagsráðgjöfum og félagsráðgjafarnemum til hamingju með daginn í dag. Í dag er nefnilega Alþjóðlegi félagsráðgjafardagurinn haldinn hátíðlegur um heim allan. Af þessu tilefni hélt norðandeild SÍF (Stéttafélag íslenskra félagsráðgjafa - sem nú heitir reyndar Félagsráðgjafafélag Íslands) fund fyrir þá félagsráðgjafa sem starfa á Norðurlandi. Þar sem málstofan mín með fjarfundarbúnaðinum glæsilega féll niður var ég svo heppin að komast á fundinn. Var þar margt um manninn enda félagsráðgjafar hérna á þessum fjórðungi einstaklega fróðleiksfús stétt. Eftir ansi fjörugar og skemmtilegar umræður, m.a. um hið nýja nafn félagsins, steig starfsþjálfunarkennarinn minn í pontu og kynnti MSW-rannsókn sína sem hún gerði á félagsráðgjöfinni við almennar legudeildir FSA. Ég er svo heppin að hafa fengið að lesa rannsóknina strax í janúar þegar ég kom, en góð vísa er sjaldan of oft kveðin. Eftir áhugaverðan fund var svo skundað á Strikið og snætt ljúfan löns.
Ég hef svosem lítið annað markvert að tjá mig um. Ekkert nema lærdómur í gangi þegar vinnu lýkur. Í kvöld ætla ég þó að líta inn til Síra Óskars og hans ektakvinnu Unu og annað kvöld er ég bókuð á bingókvöld í MA með Völlunni minni. Það skulu því hendur standa fram úr ermum þess á milli, enda styttist ansi mikið í lokaskil BA-ritgerðar.
Jú, svo er það í fréttum að ég er búin að sækja um vinnu á Akureyri í sumar. Upp með ferðatöskuna, þið kíkið við!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
27.3.2007 | 00:36
Punktablogg
- Það er ótrúlega leiðinlegt að keyra Öxnadalinn alein að kvöldi til.
- Bowling for Columbine er frekar nett mynd, enda finnst mér Michael Moore oftar en ekki glöggur maður.
- Ég er komin úr æfingu að sitja á krá þar sem er reykt. Skyggnið í Ölstofu suðursins er klárlega verra en skyggnið hérna á Eyrinni.
- Ég nenni ekki að útskrifast í júní. Alltof mikið vesen, alltof mikið að gera þangað til. Frestunarárátta? Njaahh...
- Ég hef ekki hugmynd um hvað ég vill gera í sumar/haust... það er bara ekki fyrir mig að klára hluti, því fylgja bara erfiðar ákvarðanatökur.com.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2007 | 14:58
Alive!
Komin heim frá London og Parma. Ferðin var alveg frábær, en svakalega fljót að líða. Ráðstefnan var nú bara svona lala, ítalska "skipulagið" svoldið mis en hey, það var sól og hiti allan tímann. Maturinn var unaður út í gegn. Smakkaði besta pasta og risotti sem ég hef á ævinni sett innfyrir mínar varir. Parmaskinkan og parmigiano osturinn sleppa líka alveg ;) Mikið um trúnó og grenj, enda bara stúlkukindur saman. Í London fórum við á geggjaðan indverskan veitingastað sem heitir Khan´s og er rétt hjá Notting Hill. Ég hitti samt ekki Hugh Grant, bömmer.
Það var hressandi að koma heim í kuldann og slydduna. Jasei sei. Núna er það bara harkan sautján, engar skíðaferðir eða folagláp, bara skóli, vinna og púl út í gegn. Já og fegrun. Parmaskinka og feitir ostar komnir á bannlista í pínu stund.
Annars verð ég í Reykjavík fram á sunnudaginn næsta. Ekki kannski það skemmtilegasta sem ég geri, en heldur ekki það leiðinlegasta. Ef þið viljið bjóða mér í kaffi þá vitiði númerið mitt. Aight.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.3.2007 | 10:20
Ohhhh...
Engan veginn nenni ég að keyra til Reykjavíkur akkúrat núna. Ég veit að það verður jújú stuð á árshátíðinni okkar í kvöld og ég hlakka til að hitta bekkinn minn fagra. En vá hvað ég meika ekki tæpa 5 tíma í bíl í svona færð. Í fullkomnum heimi gæti ég farið til Reykjavíkur í kvöld með þyrlu og notað daginn uppí fjalli þar sem er sól og logn og fanatískt frábært færi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.3.2007 | 01:57
Detti mér allar dauðar...
Þetta var nú alveg hreint frábært hjá þeim í Gambíu. Konurnar eru eflaust í þessari atvinnugrein því þeim finnst þetta svo helv.. skemmtilegt og gefandi starf. Mig hefur nú alltaf langað til að vinna með fólki, en ég held ég beili á þessu. Ég næ ekki svona aðgerðum. Meina, allt að 2ja vikna fangelsi eða greiða skuld!
Lífið væri svo ljúft ef ég gæti gefið út alþjóðlegt fréttabréf með boðskap sem fólk færi eftir...
42 vændiskonur dæmdar í fangelsi í Gambíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2007 | 21:15
Fögur sýn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.3.2007 | 20:16
Fyndnasti maður Íslands?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)