Eins og talað úr mínum munni

Já, eins og talað úr mínum munni eða af mínum höndum. Búin að vera bíða eftir þessu alla vikuna. Þetta málefni er svo fáránlega mikilvægt en einhvern veginn þá "sofnar það í nefnd" eða fær illa útreið á þingi og almenningur pælir lítið sem ekkert í þessu. Mér finnst svo hneykslanlegt að íslenska táknmálið sé enn ekki viðurkennt hérna á Íslandi. Við erum sko tugum ára á eftir mörgum löndum - þjóð sem vill vera í fararbroddi. 

Kíkið endilega á heimasíðu Tryggingamiðstöðvarinnar og sjáði hvað fólkið þar er að gera brill hluti hvað heyrnarlausa varðar. Í helstu flokkunum er hægt að velja (vinstra megin) að fá upplýsingarnar á táknmáli. Frábært framtak sem lítið hefur farið fyrir.  Hvernig væri svo, að þú lesandi góður, kíktir eitt augnablik á glænýja og flotta heimasíðu Félags heyrnarlausra og kynnir þér t.d. hugmyndir um táknmálsviðmót á heimasíðum, enda viljum við jú jafnt aðgengi allra að upplýsingum - ekki rétt? Svo er líka afar hressandi að lesa yfir sögu heyrnarlausra og þekkja aðeins þann heim sem heyrnarlausir hafa búið í.

En jamm og já, er svo hrikalega bissí í að læra að ég hef ekki tíma til að blogga.


mbl.is Ungir jafnaðarmenn vilja að allir Íslendingar verði viðurkenndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolla

Góða helgi og gangi þér vel með lærdóminn

Kolla, 31.3.2007 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband