Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006

Slæmi dagurinn...

Var svo ekkert svo slæmur eftir allt saman. Kíkti rúnt með Þóru tónskáldasnillingakonu og Steinu afmælistúttu.. Kíktum á Mosfellsdalinn og Reykjalund.. rómantísk stemning í loftinu hjá okkur :) Svo bauð Þóra mér í mat þar sem ég fékk að elda kjúklingabringur í Bali sósu með hrísgrjónum, salati og Naan brauði.. jömmí jömmí.. súkkulaðikaka og ís í eftirrétt, ekta sunnudagsmatur bara! Kvöldið hefur svo farið í afslöppun.. er að horfa á Lord of the Rings I þar sem engin dagskrá var í sjónvarpinu þegar ég loksins vildi horfa á það... fussumsvei.. en Pippin klikkar aldrei ;)

Frídagur á morgun, ætla að sofa út þar sem ég held að ég verði ansi lengi vakandi frameftir að lesa í Draumalandinu. En ætli ég skelli mér ekki á línuskautana ef veðrið verður gott.. kannski sund og smá brúnkusog í Laugardalslauginni - skoða karlpeningana þar og svona :)

Reykjavík Trópík er næstu helgi - sjá HÉRNA!

Sólheimaferð hjá mér á laugardaginn, listasumar Sólheima opnar n.k. laugardag kl. 14 og ég ætla ekki að missa af því. Frábær að kíkja í paradís og heilsa uppá fallega og yndislega hópinn sem þar býr. Jibbý jeij!


Leiðin að hjarta mínu:

... er þetta...

... algjörlega hooked...

 


Slæmur dagur í vændum?

Nei, ég ætla ekki að líma inn texta úr stjörnuspánni minni líkt og í færslunni hér að neðan. Dagurinn í dag legst bara ekki vel í mig. Er búin í vinnunni, var bara að vinna frá 8:45 til 14:15 og ekkert á planinu - og þeir sem þekkja mig vita að mér líður yfirleitt ekki vel ef ég hef ekkert á planinu. Reyndar er ég með plan: taka úr uppþvottavélinni, hengja úr þvottavélinni og skúra íbúðina. Frábært plan. Er svo í fríi á morgun og viti menn - ekkert plan. Verð eflaust bara hérna heima að lesa Draumalandið og borða núðlur....

Góður dagur í vændum?

27. maí 2006
VOG 23. september - 22. október
Að vera upptekinn er ekki það sama og að vera afkastamikill. Slakaðu á. Sumu er betra að fresta fram á næsta dag og þegar upp er staðið er ekki víst að það verði nokkru sinni nauðsynlegt að framkvæma það. Í alvöru.
Ekki slæmt... bara setja tærnar uppí loftið?

Gleðilegan kjördag!

Þrátt fyrir að vera ekki lögfest í Höfuðborginni grípur mig mikil spenna þegar ég hugsa um kosningarnar í Dag. Svei mér þá ef ég á bara ekki eftir að verða svolítið æst líka yfir þessu. Annars er mitt atkvæði komið á sinn stað í Snæfellsbæ og þar með kaus ég í fyrsta skipti utan kjörfundar. Það var hressandi.

Í Dag er ég sem betur fer bara að vinna til rúmlega tvö og ætla að nýta Daginn í eitthvað sniðugt og skemmtilegt, svona í tilefni Dagsins. Ég mun þó ekki tapa mér í taumlausri gleði og villimennsku í kvöld þar sem vinnan bíður eftir mér árla morgunDagsins. En það er í lagi :)

Las yfir Fréttablaðið í Dag þegar ég kom hingað í vinnuna. Eina sem situr eftir er að það er ómótstæðilegur Dagur framundan og endalaust margar auglýsingar frá Frjálslynda flokknum.

En jæja, mér er ekkert að vanbúnaði og spái því að í Dag fari þetta svona:

D : 6   S : 5-6   V : 2-3  F : 1   B : 0

Þetta gæti verið óskhyggja að B fái engan mann inn, en vonum bara að sú óskhyggja gangi eftir. Eigiði frábæran Dag og munið að kjósa!


Stórkostleg bók!

Það er svo frábært þegar maður er að lesa bækur sem erfitt er að leggja frá sér. Ég er líka svo gráðug í bækur að ég á oftar en ekki í mestu erfiðleikum með að geyma þær eitthvað, les bara þar til það virkar ekki lengur að hrista höfuðið svo augun haldist opin. Ég var að klára stórkostlega bók sem ég hef ekki geta látið frá mér. Bókin er eftir Khaled Hosseini og heitir Flugdrekahlauparinn. Þessi bók hefur fengið frábæra dóma hvarvetna og er vel að þeim dómum komin, enda verið þýdd á yfir 30 tungumál.

Bókin fjallar um strák í Afganistan frá sjöunda áratugnum og fram til okkar dags. Það eru ótrúlegar lýsingarnar í bókinni og oft var ég ekki viss hvort ég væri að lesa ævisögu eða skáldsögu. Alltaf kom mér eitthvað á óvart í bókinni og sumar blaðsíðurnar las ég oftar en einu sinni. Ég get ekki mælt nógu mikið með þessari bók, þið verðið bara að uppgötva þetta sjálf.

Ég fann þetta viðtal við höfundinn og mæli með að þið kíkið á það. Þar segir m.a.:

  •  ,,Á undanförnum þrjátíu árum hefur saga Afganistans verið saga umbrota og átaka. Þessi saga er endurspegluð í bókinni Flugdrekahlauparinn eftir Khaled Hosseini í átakafrásögn af vináttu tveggja drengja þar sem aðgerðaleysi gagnvart yfirgangi hefur afdrifaríkar afleiðingar." 
  • ,,Vendipunktur í sögunni er þegar aðalpersónan Amir stendur hjá á meðan bullur ganga í skrokk á Hassan vini hans með svipuðum hætti og alþjóðasamfélagið hefur staðið hjá þegar mörg helstu grimmdarverk samtímans hafa verið framin."
  • ,, ...Í grein í dagblaðinu New York Times er því lýst hvernig þessi þáttur bókarinnar hafi minnt lesanda frá Suður-Afríku á það hvernig menn litu í hina áttina á meðan aðskilnaðarstefnan var þar við lýði og lesandi, sem upplifði ofsóknir nasista á hendur gyðingum, var minntur á það hvernig þær voru látnar viðgangast."

Núna er Hosseini að vinna að annarri sögu um Afganistan út frá sjónarhóli kvenna. Hrikalega hlakka ég mikið til að lesa hana. Í alvöru talað, lesiði þessa bók!

 


Enn á næturvakt

Týpískt ég að gleyma aðalbókinni minni heima. Ég er þó með Lord of the ring trílógíuna sem ætti að duga eitthvað frameftir...

Var annars að koma úr bíó. Siggi Ingi eðalherramaður bauð okkur Þóru á Da Vinci Code. Ég er ekki búin að lesa bókina, og ætla mér ekki að gera það. Löng saga. En myndin var löng. Og bara ágæt líka. Á eftir að melta þetta aðeins. Er ekkert brjálað í skýjunum eftir þessa mynd, töff pæling en það er eitthvað sem er að bögga mig. Jæja.. bíðið spennt eftir næsta bloggi!


Á næturvakt...

Brokeback Mountain var fín, ekki eins svakalega góð og ég bjóst við miðað við allt umtalið og verðlaunin, en fín mynd engu að síður. Skemmti mér einstaklega vel bara. Notting Hill er alltaf klassísk, skil ekkert hvers vegna ég á hana ekki á DVD. Þarf endilega að fara bæta úr því.

Klukkan korter yfir sex í morgun hljóp maður í íþróttaspandexfötum framhjá eldhúsglugganum, þegar ég var að taka úr uppþvottavélinni. Er fólk ekki alveg í lagi? Ég er nú hlynnt hreyfingu og heilbrigðum lífstíl, en aldrei á ég eftir að fara út að hlaupa á svona ókristilegum tíma. Agi.is þarna!!

Jæja, 2 klukkutímar og korter þar til ég kemst heim að kúra... hlakka ekkert smá mikið til. Skora engu að síður á ykkur að fara á Austurvöll kl. 14:00 í dag og sjá frábæra hluti gerast :)


Á næturvakt..

Þegar búið er að sinna skyldustörfum næturvaktar er margt í boði. Í kvöld leigði ég mér Brokeback Mountain þar sem ég var líkast til ein af 5 manneskjum sem átti eftir að sjá hana. Er ca hálfnuð og er eiginlega bara í sjokki yfir því hvað Jake Gyllenhal er fáránlega sætur... Ekki versnar það svo því mín bíður Hugh nokkur Grant í Notting Hill, namm namm!


Loksins sigurvegari!!!

Það ótrúlega gerðist í kvöld að ég varð sigurvegari. Fékk að launum (ásamt Magnúsi auðvitað) bók Andra Snæs.. Draumalandið. Frábær sigur hjá kellingunni og kallinum.. meira um þetta hérna.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband