28.4.2006 | 08:17
Fegurðardramadrottningar
Skemmtileg frétt hérna á mbl.is um íranska konu, Tamar Goregian, sem neitar því að hafa verið kjörin Ungfrú Íran á dögunum. Konan, sem er verkfræðingur að mennt, er sögð hafa afsalað sér titlinum eftir hótanir frá írönskum öfgamönnum enda brjóta fegurðarsamkeppnir í bága við íslömsk gildi. Nú þarf aumingja konan að flytjast búferlum og halda heimilisfangi sínu leyndu svo hún verði barasta ekki drepin. Daman sem var í öðru sæti þarf einnig að gera slíkt hið sama. Skrýtið samt ef Tamar man ekki eftir því að hafa verið kosin Ungfrú Íran. Maður hefur nú alveg heyrt um allsvakalega "black-out" en þetta hlýtur að skora ansi hátt á skalanum.
Og í annað þessu tengt, eða ekki. Fletti í gegnum Séð og heyrt í gær, enda átti ég að vera gera ritgerð. Stórskemmtilegar fréttir eru þar oft á boðstólum og þetta tölublað var engin undantekning. Þarna las ég um hin ótrúlegustu pör sem voru að finna ástina, nú eða pör þar sem "ástin hafði kulnað". Einnig las ég um dreng sem keypti skó í Kringlunni fyrir nýju kærustuna sína og er sagður hafa heillað hana alveg uppúr skónum. Þá var þarna klausa um Óla Geir, fyrrum Herra Ísland, en hann er víst í turtildúfuleik með 16 ára gellu - þau kynntust á Hverfisbarnum. Jæja, burtséð frá því þá er gaurinn kominn með lögfræðing og neitar að afhenda sprotann og titilinn! Já, þið lásuð rétt. Hann telur að brotið hafi verið á sér og að hann sé með réttu hinni eini sanni Herra Ísland. Góð fyrirmynd það, að halda klámkvöld, sjá um stórfurðulegan sjónvarpsþátt og ég veit ekki hvað og hvað.
Annars er ég að hugsa um að setja inn (aftur) greinina mína sem birtist í Lesbók Moggans um daginn. Jamm, það er margt hægt að dunda sér við í próflestri
Harðneitar því að hafa verið kjörin Ungfrú Írak en afsalað sér titlinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 08:20 | Facebook
Athugasemdir
Stúlkutetrið með minnisleysið er frá Írak en ekki Íran, hún er af Armenskum ættum sem eru kristnir og þarf því ekki að lúta undir íslamskar reglur en það er sama, svona kroppasprikl er ekki liðið í löndum þar sem meirihluti eru múslimar..
Gurrý (IP-tala skráð) 28.4.2006 kl. 08:42
Þakka þér, mikið rétt... klárlega kenni ég stýrunum um þetta og bendi áhugasömum að færslan er rituð um kl. 8 að morgni til - það eitt og sér er fjöður í hatt minn :)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 28.4.2006 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.