Hálfvitaskapurinn í mér!

Ohhhh, ég er svo mikill hálfviti að annað eins hef ég aldrei vitað. Ég er alltaf að gera einhverja fáránlega hluti og hverja vitleysuna á fætur annarri. Núna er ég alveg með það á hreinu að ég get verið hálfviti oft í viku :)

Ég ætlaði að panta mér pizzu þegar ég kom heim í nótt en þar sem biðtíminn var 70 mínútur snarhætti ég við. Þegar ég svo vaknaði í morgun var ég gríðarlega svöng - í pizzu. Fór í sturtu og hringdi svo og pantaði pizzu sem ég sagði ætla að sækja á Nýbýlaveginn. Jájá, frábært hjá þér Fanney Dóra.  Bíllinn minn, hann elskulegi Kermit, var náttúrulega ennþá niðrí bæ síðan ég fór á honum þangað í gærkvöldi. Og þar sem að ég er í 2. sæti hjá mörgum varð ég auðvitað að taka leigubíl niður í bæ til að ná í bílinn til að ná í pizzuna! Hahahaha.. pizzan var þó voða voða góð, en ég er klárlega hálfviti dagsins - ef ekki vikunnar! :D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Már Guðmundsson

Ég tók svipað stönt um v-helgina. Var á leið að hitta fólk á Hressó kl. 20 á mán. og var orðinn of seinn þegar ég kom út á bílaplan og fór að hugsa "lagði ég ekki bílnum hérna?". Fattaði síðan að bílinn var ennþá niður í bæ eftir jamm sunnudagsins. Þannig að maður á það alveg til að vera hálfviti, en það kemur voða voða sjaldan fyrir :)

Magnús Már Guðmundsson, 13.8.2006 kl. 17:50

2 identicon

Ég hefði nú keyrt þig ef ég hefði ekki verið í Grindavík mín kæra....

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 01:04

3 identicon

Hahahaha elsku Fanney mín þú ert snillingur ;o)

þórey (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband