13.7.2007 | 19:58
Klukk!
Ég var víst klukkuð... ég elska leiki og spil svo ég beila ekki á þessu. Hérna koma 8 staðreyndir sem þið (flest) vissuð ekki um mig.
- Ég ætlaði að hætta í félagsráðgjafarnáminu eftir fyrsta árið og fara í kokkinn. Var búin að gera fullt af ráðstöfunum þegar ég ákvað að sleppa því. Af hverju? Jaaa... fékk útúr prófunum og ákvað að klára þetta bara :) Sé sko alls ekki eftir því!
- Ég á ísskáp sem er mun hærri en ég (180 cm) og það eina sem er inní honum núna eru 2 kassar af bjór. Ég á líka 250 lítra frystikistu og það eina sem er ofan í henni er eitt ísblóm.
- Ég átti einu sinni heima á Tenerife í 3 mánuði. Fór þangað og talaði ekki stakt orð í spænsku, kom heim altalandi. Bjórinn sem við drukkum heitir Dorada og er framleiddur á Kanaríeyjum. Þaðan kemur gælunafnið mitt Dorada sjáiði til ;) Þar kynntist ég líka vinkonu minni Gesche sem er þýsk og hatar Þjóðverja.
- Mér finnst Brad Pitt ekkert sætur eða eggjandi. Í alvörunni!
- Ég er aftur á móti algjör sökker fyrir Hugh Grant. Get horft endalaust oft á margar af myndunum sem hann hefur leikið í - sérstaklega Notting Hill. Mér er alveg sama þó svo að slúðurdálkar segja hann hafa sofið hjá vændiskonu. Hún er bara að græja pening útúr þessu, beyglan.
- Ég er algjör daðurdrottning. Ber þann titil vel - þangað til ég daðra við stráka sem ég er skotin í. Þá breytist ég í leiðinlega stelpu sem segir lítið annað en já og nei - eða svona næstum því. Allavegana er ég hrikalega léleg að nýta þessa tækni mér til framdráttar í þeim málum. Pent orðað.
- hmmm
- hmmm
Finn ekki tvö í viðbót... hugsa bara um hvað ég eigi eftir að hafa það náðugt í íbúðinni. Komin með lyklavöld - loksins! :) Fór í Húsasmiðjuna e. ræktina og ætlaði sko að versla mér bleika málningu. Allir 4 litirnir sem ég valdi voru ekki til. Eða réttara sagt, það er ekki hægt að blanda þá því það þarf einhvern sérstakan stofn sem ekki er til og verður ekki til og hefur ekki verið til. Arg. Ég er þó komin með sparsldúnk, spaða og sandpappír :) Mikið þarf lítið til að gleðja hjarta mitt þessa dagana...
Svabbi og félagar á norðurleið - spila á Græna hattinum í kvöld. Túttan hlakkar mikið til, enda langt síðan ég hef heyrt í þeim félögum "læf". Diskurinn þeirra hefur verið mér gott haldreipi síðustu vikur. Ekki er svo verra að fá að upplifa mínu fyrstu nótt í íbúðinni með eðalgrúppu eins og Hrauni!
Athugasemdir
kannast við lið nr 6 gott að sjá að ég er ekki sú eina sem bý við þessa "fötlun"
Rebbý, 14.7.2007 kl. 13:07
hehe vissi all facts um þig fyrir utan nr. 2, verður að gera betur:)
kv. til þín frá mér og til lukku með nýju íbúðina, hlakka ýkt mikið til að sjá hana. Er að reyna að stefna að því að koma eitthvað til þín í heimsókn með prinsessuna í ágúst.
lov'ya
Elín Thelma (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.