9.6.2007 | 13:31
Forgangsröðun
Besta vinkona mín heitir Þóra. Ég hef nú einu sinni eða tvisvar minnst á hana hérna. Það er alltaf jafn gaman þegar við tölum saman - að undanförnu einungis í síma eða á msn. Ég held að hún Þóra viti manna mest um hvað er á seiði í mínu lífi, stundum áður en það gerist. Yfirleitt fer dágóður tími hjá okkur í að tala um hitt kynið og hvernig við getum með ýmsum leiðum komist í kynni við fýsilega fola. Síðustu vikur hafa þó verið allt, allt, allt öðruvísi. Núna ræðum við bara um niðurbrot í íbúðum, vitlaust staðsett niðurföll, eldhúsinnréttingar, skort á geymsluplássi, kostnað við að skipta um parket og annað tilfallandi, greiðslubyrði lána, tegundir lána, erfiðleika við val á eldhúsborðplötum, hvað IKEA kitchen planner er hallærislegur að vera ekki til fyrir mac, steypuryk í hári við frumflutning verks (sko hennar, ekki mitt) og skoðum fasteignavef mbl.is. Svo... ef við munum eftir því og höfum tíma spyrjum við: er eitthvað að frétta annars? hvernig gengur með strákinn, búin að fara á deit? Heyrðu, ókei - gaman að heyra í þér tútta, bleeeh.
Afar fyndið fyrir þá sem þekkja mig vel. Ég var á sínum tíma, þegar Þóra stóð í sínum íbúðakaupum, orðin svo leið á því að hlusta á þetta tal hennar. Ég hlustaði þó og lagði mitt til málanna, aðallega til málamyndana því ekki hafði ég vit á þessu. Núna þakka ég svo mikið fyrir það hvað Þóra er búin að vera dugleg að læra allt sem tengist íbúðum. Mamma og pabbi eru erlendis svo ég hef nýtt Þóruna óspart í það að spyrja um allskonar íbúðamál sem ég hefði annars spurt þau.
Ég er líka eflaust afar leiðinleg í samskiptum þessa dagana. Í stað þess að spyrja fólk hvernig það hafi það, hvernig hafi gengið í prófum, hvernig litli kútur hafi það, ó datt hann af hjólinu, ertu búin að slá, ætlarðu að gera eitthvað um helgina og þess háttar.. þá spyr ég nær eingöngu: er þetta gegnheilt eiki? er þetta upprunalegt eldhús? þegar þið keyptuð ykkar íbúð..... eru þessar rúllugardínur úr Rúmfó? Hverng lán tóku þið?
Skemmtilegt.. ha? En deginum í dag verður ekki varið í fasteignadrauma. Hún Magga Stína fagra, varaþingmaður, er að útskrifast úr lögfræðinni hérna í HA. Af þessu tilefni býður hún til grillveislu sem ég hlakka afar mikið til að fara í. Í kvöld er svo Bermúda í Sjallanum. Ótrúlega langt síðan ég hef hitt hana Ernu svo kvöldið lofar góðu :)
Jæja.. farin í sund í sólinni. Hin árlega tanorexia er farin að gera vart við sig.
Athugasemdir
Já og hvernig gekk þér svo í prófunum? Annars var þín saknað á föstudaginn í þessu fína boði sem var haldið fyrir þig og aðra "næstumþví" félagsráðgjafa. Ég vænti þess að þín veisla um næstu helgi verði ekki síðri en vinkonu þinna - treysti því að fá fréttir!
Valgerður Halldórsdóttir, 9.6.2007 kl. 18:35
Innlitunarkvitt, vona ad ther hafi gengid vel i profonum :)
Kolla, 9.6.2007 kl. 21:36
Svakalega erum við orðnar fullorðnar Fanney ;)
Þóra Marteins (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 23:45
p.s. Hvenær fæ ég tengil á þessu bloggi yfir á bloggið mitt?
Þóra Marteins (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 23:47
Valgerður: já, leitt að missa af þessu - sem og siðareglunum! Hef mestar áhyggjur af þeim held ég ;) Engin próf hjá mér.. en við fengum aftur á móti 9 fyrir BA ritgerðina okkar :D
Kolla: takk takk! Kveðjur til Norge!
Jón Arnar: löngu farin í singstar partý á miðnætti.. ;)
Þóra: fullorðnar eða leiðinlegar? Annað hvort... Tengill kemur.. hélt bara að þú værir svo mikið VIP og vildir blogga í friði frá æstum múgi á blog.is :D
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 10.6.2007 kl. 14:36
Við erum orðnar fullorðnar. Við verðum aldrei leiðinlegar :D
En....hinsvegar má alveg linka á þetta blogg mitt. Það vita hvort sem er allir af því sem ég vildi ekki að vissu af því á sínum tíma.....
Þóra Marteins (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 19:58
Þú verður seint leiðinleg Fanney Dóra mín. Takk fyrir tjúttið á lau, þú ert óumdeilanlega best í singstar
Vilborg Ólafsdóttir, 11.6.2007 kl. 21:59
MaggZ: Nei! Þakka þér! Þvílík sæla að fá að sækja þig heim - og alls ekki verra að fá grillmat meððí!
Tunnelbahn-Hure: Ókeiókeiókei... en bara ef þú sættir þig við að vera fullorðnari en ég. Og já, það er orð.
VillZ: þeinkjú... sömuleiðis! Hrikalega var þetta gaman. Klárlega er ég best í singstar... eða svona.. fékk nú samt lúmskt harða keppni!
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 12.6.2007 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.