Evrópuhlaup fatlaðra

Í dag, á Ráðhústorgi kl. 17.00, munum við taka á móti Evrópuhlaupi fatlaðra. Um ræðir, tæplega 80 þroskahefta einstaklinga sem eru að hlaupa um Ísland, Danmörku, Noreg, Færeyjar og Svíþjóð.

Viljum við hvetja alla til þess að koma á Ráðhústorgið í dag og fagna þeim.

Þau munu hlaupa frá Umferðarmiðstöðinni, göngugötuna, að Ráðhústorgi og með þeim í för verða félagar úr Íþróttafélaginu Eik.

Ferðalag Evrópuhlaupsins um Ísland er svohljóðandi:

5. júní – Seyðisfjörður – Húsavík

6. júní – Húsavík - Akureyri

7. júní – Akureyri – Reykjavík

8. júní – Reykjavík – Selfoss

9. júní – Selfoss – Gullfoss – Geysir - Selfoss.

10. júní – Selfoss – Vík

11. júní – Vík – Höfn

12. júní – Höfn – Egilstaðir

13. júní – Egilstaðir – Seyðisfjörður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband