Flutt!

Ég held það hafi tekið okkur Adda um hálftíma að flytja dótið mitt milli staða. Þvílíkir massar á ferð! 

Ef ykkur leiðist, eins og mér í gærkvöldi, þá er snilld að skoða þetta. Þessir þættir eru bara frábærir og ógeðslega fyndnir. Þeir heita It´s always sunny in Philadelphia...  

En sturtan kallar... svo spilakvöld :) Læt fylgja með uppskrift af ostasalati:

1 mexíkóostur

1 piparostur (eða hvítlauksostur)

1/4 blaðlaukur

slatti af steinlausum vínberjum

ananaskurl ef þið viljið

sýrður rjómi eftir smekk - og mæjó ef þið viljið

 

Osturinn er skorinn í litla teninga sem og blaðlaukurinn og vínberin. Öllu skutlað saman í skál og hrært við sýrða (og mæjó) og svo smá ananaskurl (eða smátt skorin jarðaber eða ferskjur) sett saman við ef þið viljið. Þetta salat er ó svo gott... mæti með þetta í kvöld til Völlu og Adda... og líka tortillas með rjómaosti, sýrðum, salsa og blaðlauk.. jöhömmí. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Mæli með því.. hrikalega gott

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 20.5.2007 kl. 04:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband