Pakkidípakk og smakkedísmakk

Mér leiðist svo að pakka. Það er næstum því eins og vera í biðröð eða umferðarteppu. Bara leiðinlegra.

Af þeim sökum (og vegna þess að það er ekkert í sjónvarpinu í kvöld og enginn á Ak vill sinna mér í kvöld) þá hef ég ákveðið að blogga um Tónskáldið mitt. Mér þykir líka óskaplega vænt um hana, það er líka ástæða. Svo varð hún hálf skúffuð þegar ég bloggaði svipað um Meistara Magnús hér um árið. En aðalástæðan er samt sú að ég er á Akureyri og hún er alltof langt í burtu - í Kópavogi.

TónskáldiðÞetta er hún Þóra mín. Ég kynntist Þóru sumarið sem ég vann á Sólheimum. Þá var hún að sjá um Brautarholt en ég um Bláskóga. Sumarið var snilld. Saman fórum við í leiðangra um sveitina, bæði með fólkið okkar sem og einar. Kjöftuðum út í eitt og höfðum það náðugt. Buðum vinum í heimsókn þegar við vorum á vakt og sungum saman í kabarett á Grænu könnunni.

Ég á aldrei eftir að gleyma þeirri setningu sem Þóra sagði við mig þegar hún kom niður í Bláskóga og kvaddi mig þegar við vorum saman á síðustu vaktinni: Þú veist þú átt aldrei eftir að losna við mig!

Sem betur fer hefur þetta orðið að veruleika. Þegar við vorum báðar komnar í borgina hittumst við og alltaf var jafn gaman hjá okkur. Eða þannig. Stundum erum við auðvitað á bömmer og kvörtum í hvor annarri. Stundum er önnur okkar ofurhress en hin í dánara. Stundum erum við svo fáránlega hressar að það er óheilbrigt. En það er gaman.

Ég kynni Þóru mína iðulega svona: Þetta er hún Þóra vinkona mín. Hún er tónskáld!!! Hún vinnur sko við það að semja lög og svona! Hugsaðu þér!! Í fyrstu fór Þóra voðalega hjá sér. Núna veit hún hvað ég er stolt af henni svo hún fer aðeins minna hjá sér. A.m.k. sýnir hún það minna en áður. 

Þóra eggjandiÞóra mín er ein yndislegasta manneskja sem ég þekki. Ef ég vissi ekki betur þá myndi ég halda að hjarta hennar væri bleikt í gegn. Það er víst eitthvað rautt í því líka - og ekki sakar það. Þrátt fyrir hversu ólíkar við erum, og kannski vegna þess hve ólíkar við erum, náum við ofboðslega vel saman. Núna vildi ég bara að ég ætti þyrlu (eða öllu heldur Þóra því hún á eftir að verða ríkari en ég eftir alla metsöluplöturnar) þá myndi ég flytja hana til mín um helgina - og allar helgar sem ég gæti. Ég gæti líka pikkað hana upp og boðið henni í mat, eldað eitthvað djúsí og jafnvel bakað. Verst hvað Þóra er með lítinn maga samt, hún borðar yfirleitt ekki mikið. Nema þegar við förum í IKEA. Lunch-arnir okkar þar eru bestir í heimi. Hvað sem fólk hneykslast á okkur fyrir að finnast gott að borða í IKEA þá klikka þessi móment aldrei. Erfiðast við þau er að velja hvar á að sitja - svo margir möguleikar í boði. En við eigum okkar borð.

Bolurinn hennar ÞóruÞegar ég var að hugsa hvort ég ætti að vera á Akureyri varð Þóran mín súr. Þið ættuð bara að vita hvað ég fékk margar atvinnuauglýsingar af mbl.is sendar til mín - og allt störf í Reykjavík og Kópavogi. Þessi elska. En ég veit að við þurfum ekki að vera á sama stað. Við þyrftum samt kannski að vera báðar hjá sama símafyrirtæki svo við getum hringt frítt í hvor aðra.

Enívei... það er ógerlegt að ná að lýsa hæfileikaríka Tónskáldinu mínu hérna. Þetta er svona eins og subway með túnfisksalati og bbq sósu: you gotta know it to enjoy it! Ég ætla hérmeð að útnefna 18. maí ár hvert sem ÞóruFanneyjardaginn :) Ef þið væruð bara svo heppin að þekkja hana Þóru mína! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svo yndisleg :-*

Þóra (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 21:15

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Hvar er svo 10 þúsund kédlinn sem ég átti að fá fyrir þetta?

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 18.5.2007 kl. 22:33

3 identicon

HAHAHAHAHAHAHA 

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 01:31

4 identicon

ja ég er einmitt reyndar svo heppin :) Hef þekkt hana síðan ég var 5 ára og hún 7 og verið vinkona hennar meirihlutann af þeim tíma :)

Steina (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband