23.6.2006 | 01:54
Magnús Már
Þessi blogfærlsa er tileinkuð stórvini mínum og lífsspekúlanti Magnúsi Má Guðmundssyni. Magnús hef ég þekkt í nokkurn tíma en við erum svo lánsöm að hafa kynnst í gegnum Röskvuna góðu. Strax í upphafi tókust með okkur sterk kærleiksbönd, enda bæði með munninn fyrir neðan nefið og húmorinn á lofti. Í Magnúsi finn ég jafningja minn hvað stríðni varðar, en náunginn tararna er einstaklega stríðinn maður - og tekur stríðni alveg jafnvel og hann notar taktana á aðra.
Magnús Már er Kvennaskólapía af bestu gerð. Hann þekkir vel til allra sem sátu á skólabekk með honum og er mörgum hnútum kunnugur hvað aðra skóla varðar. Snemma á kynnast-tímabilinu komumst við að því að ein hans besta vinkona úr skólanum er ein mín besta frænka - elskulega Heiðrúnin mín. Hefur þetta skapað allnokkur tækifæri til skemmtisagna - í blíðu og stríðu, í drykkju og edrúmennsku.
Maggi kútalingur er öflugur karl, ef karl ætti að kalla. Held hann sé meira svona eins og ofurhetja, amk í mínum huga. Öll þau þrekvirki sem þessi maður hefur unnið, bæði í þágu Röskvu, UJ, TippTopp í Hinu Húsinu eða hvaða nöfnum skal nefna - allt er vel unnið. Myndi ég ráða hann í hvaða vinnu sem er á stundinni - án nokkurra meðmæla.
Nokkrir punktar sem minna mig á Magnús Má:
- Einu sinni stakk hann gsm-síma ofan í súkkulaðiköku og hringdi svo í símann. Færði svo eigandanum diskinn með kökunni og sagði: síminn til þín!
- Einu sinni var Maggi svo reiður við gaur sem var leiðinlegur að hann henti honum niður stiga og öskraði vígalega: DRULLAÐU ÞÉR ÚT! (er reyndar bara fyndið þegar maður leikur þetta)
- Maggi sendir ósjaldan sms til mín þar sem hann biður mig að hafa samband við sig í ákveðið númer þar sem hans sími er straumlaus. Enda ég þá yfirleitt með að hringja í stefnumótarþjónustu eða klámlínu fyrir samkynhneigða.
- Maggi með myndavélina á lofti - hvenær sem eitthvað sniðugt (nú eða ósniðugt) er að gerast.
- Maggi að djamma: með net á hausnum, með plast af vínflösku á hausnum, með fáránlegan hatt og gul sólgleraugu...
Jæja, nú er þetta farið að hljóma eins og minningargrein - sem á kannski ágætlega við þar sem kúturinn er á leið úr landi í pínu stund. En ergo sum: Maggi minn, þú ert yndislegur og ég er heppin að þekkja svona sniðugan og góðan strák!
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
Mig langar líka í svona sæta færslu um mig. Svaka abbó hérna ;-)
Þ.
Þóra Marteins (IP-tala skráð) 23.6.2006 kl. 01:59
Það kemur kannski einn daginn.. þolinmæði er dyggð ;)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 23.6.2006 kl. 03:50
Góð færsla - MMG er án efa snortinn.
DRULLAÐU ÞÉR ÚT er án efa hápunkturinn á kómedíunni hans...
Agnar Freyr Helgason, 23.6.2006 kl. 11:50
Hæhæ beibí. Takk æðislega fyrir þetta. Ég er eins og Agginn segir án sprells snortinn. Verum í bandinu.
Magnús Már Guðmundsson, 23.6.2006 kl. 13:25
DRULLAÐU ÞÉR ÚT sýnir manni hvað best að gott er að eiga Magga sem vin. Þá sjaldan sem hann verður reiður þá er gott að forða sér... amk ef maður er leiðinlegur og ekki á jólakortalistanum hans! :)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 23.6.2006 kl. 16:29
Magnús á nú eftir að fá það borgað að ég gat ekki talað í símann minn í nokkra daga því hátalarinn á símanum var fullur af súkkúlaði köku!! Ekki nóg með að hann hafi stungið símanum í kökuna heldur hrærði hann í kökunni með símanum.
En engum blöðum er um það að fletta að Magnús er einstaklega skemmtilegur og uppátæki hans eru oft frekar góð.
Ásgeir (IP-tala skráð) 23.6.2006 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.