21.6.2006 | 11:20
5 ára stúdent
Jæja, ég held að orkubyrgðir líkamans séu allar að koma til eftir helgina. Ég hélt ég væri of gömul í þetta en neinei... Það sem uppúr stendur er:
- 4ra daga djamm - úff
- ógleymanlegar nostalgíu- sem og nýjar sögur
- gisting á 5 stjörnu hóteli eina nótt (Takk Vallan mín! :-*)
- gisting á heimavist hinar 3 næturnar
- Alltof mörg Opal/Tópas/Gajol skot
- Greifapizza mmm....
- Karólína.. yeah!
- Óvissuverðin á fimmtudaginn algjör snilld...
- Flottasti búningurinn klárlega Lákamerkin og skeggin - 4. FG auðvitað
- 16. júní = gæsahúð og gleðitár
- Jónsi (fær þó mínusstig fyrir að kyssa konuna sína í miðju lagi!)
- MacGretzky á Nætursölunni
- Týndi veskinu mínu - fann það aftur
- gekk um í hælaskóm í Kjarnaskógi og upp að Hömrum - maður er ekki á lausu fyrir ekki neitt!
- Bíllinn með áfengiskerruna sem keyrði á eftir rútunum í óvissuferðinni, skníílld!
- Allar heimsóknirnar sem ég ætlaði í, en fór ekki... ómögulegt að heimsækja aðra en MA-inga þessa helgi.. maður er ósamræðuhæfur um annað en MA-sögur
- raddleysið eftir ballið á föstudeginum.. sem breyttist í hæsi en ég er öll að koma til
- Kynnisferðin sem ég fékk frá 10. ára stúdent ... var sem sagt kynnt fyrir öllum 10. ára karlkyns stúdentum sem voru á lausu
- Einar landó - jafnast ekkert á við hann
- Allt þetta yndislega fólk sem ég þekki síðan úr Menntaskólanum á Akureyri! Takk fyrir frábæra skemmtun!
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Menning og listir, Dægurmál, Ferðalög, Stjórnmál og samfélag, Bloggar | Facebook
Athugasemdir
þú minnist mér á græna púkinn úr kvikmyndinni Spider man ;) Árni
árni (IP-tala skráð) 21.6.2006 kl. 11:37
Mikid er nú gott ad vita ad tú fannst veskid titt aftur.. :) Berglind 4FG OF COURSE
Berglind (IP-tala skráð) 22.6.2006 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.