Að læra af reynslunni

Getur það talist innan eðlilegra marka að sofna með höfuðverk og vakna með höfuðverk á hverjum degi í rúma viku? En að hafa ekki lyst á súkkulaði?

Lærdómur í hámarki, ó vei. Þrif í lágmarki, ó nei. 

Í göngunni í kvöld gekk ég ekki á kantstein enda engin norðurljós í kvöld (og vonandi hef ég lært af reynslunni). Ég komst þó að því að rúmlega helmingur Oddfellowfélaga leggur bílnum sínum öfugt í stæði, þ.e. bakkar í stæðið. Öfugt segi ég því í mínum raunveruleika er það öfugt og ég er jú höfundur þessa bloggs og þar með ritstjóri. Ég komst líka að því að miðvikudagskvöld eru afar vinsæl saumaklúbbskvöld hérna á Akureyri. Gekk framhjá allnokkrum húsum þar sem konur sátu saman við skraf. Kannski voru bara afmæli í gangi eða eitthvað allt annað. Eru ekki allir hættir að gefa sér tíma í að vera í saumaklúbb? Ég sá líka inní eina stofu þar sem var fólk að spila Trivial. Þurfti að beita öllum aganum mínum (heilum 5%) í að banka ekki uppá og bjóðast til að fórna mér í eitt liðið. Það er nefnilega ekki tekið út með sældinni að vera spilafíkill og ganga framhjá teboði þar sem verið er að spila. Látiði mig þekkja það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voðalegur félags- og fjölskyldubær er Akureyri, ég er bara farin að hlakka til að flytja :) þá getur maður farið í saumaklúbba, hef ekki verið í svoleiðis lengi, og smalað saman fólki í spilakvöld, það er ekki slæmt.

Hafðu það gott frænka, ég er einmitt á fullu í lærdóm eins og þú.... 

Dagný frænka (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 10:42

2 Smámynd: Björn Benedikt Guðnason

saumaklúbbar eru svo 90's! stelpur, gera eitthvað meira pródöktívara

Björn Benedikt Guðnason, 12.4.2007 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband