Er gott að búa á Akureyri?

Rakst á þessa ágætu frétt nú áðan. Ég er nú bara nokkuð sátt við þetta og hlakka til að sjá hvernig málefnasamningurinn gengur. Vantar þá ekki bara aðeins meira atvinnuframboð og er þá Eyrin góða ekki orðin að paradís? Ég myndi halda það... kannski maður fari að svipast um eftir góðri stöðu og stefna á að verða Akureyrarmæ á ný eftir ár - þá útskrifuð sem félagsráðgjafi! Ég er ekki frá því að það kitli allsvakalega að setjast að norðan heiða í einhvern tíma, kannski ég slái bara til.

Annars eru 6 dagar þar til ég skunda á Eyrina góðu. Við Þórhildur ætlum að sameinast í bíl og skemmta hvorri annarri þessa löngu leið. Verst finnst mér þó að missa af bekkjarpartýinu sem verður n.k. miðvikudagskvöld, en við mætum þó tvíefldar í óvissuferð árgangsins á fimmtudaginn! Að hugsa sér, 5 ár síðan ég útskrifaðist úr MA. Það þýðir líka að það eru 9 ár síðan ég hóf nám þar. 9 ár! Ótrúlegt, alveg ótrúlegt. Nostalgían er farin að aukast allverulega dag frá degi og tölvupóstar sem ganga á milli okkar í bekknum eru hlaðnir menntóorku og fiðringi. Í dag kom inn um lúguna hjá mér Miðinn, þessi Miði mun veita mér aðgöngu á sjálfa júbbíhátíðina (afmælisárgangahátíðina) þann 16. júní - eftir akkúrat viku. Stúdentshúfan er á leiðinni að vestan svo ég geti pússað MA-stjörnuna, bekkjarbúningurinn er í þróun, búið er að panta herbergi á Heimavist MA og bara eftir að pakka niður. Dagarnir fram að þessu verða þó frekar erfiðir, er á næturvakt næstu 5 sólarhringa, ekki eins spennó.


mbl.is Málefnasamningur kynntur á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já koddu bara norður. Leiðir allra liggja aftur norður skvoo...
hlakka svoo til á miðvikudaginn

valla (IP-tala skráð) 11.6.2006 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband