Reiðipistill um fatlaða... og dagbókarfærsla

Reykjavík Trópík: FRÁBÆR! Unaðsleg hátíð sem ég ætla pottþétt að mæta á að ári - þó svo að um þær mundir (getur maður sagt svo?) verði ég í Danaveldi. Supergrass voru frábærir, svei mér þá ef ég skoppaði ekki extra mikið akkúrat þegar þeir voru að spila. Trabant voru klárlega númer hátíðarinnar að mínu mati, sem og Sleather Kinney sem spilaði á Nasa. Fílaði þessar rokktussur í tætlur, trommaragellann er sko mín (ef ég bara væri lesbísk).

Hommaball á Kaffi Reykjavík var á dagskrá á sunnudagskvöldið eftir að Trópík lauk. Ég, Tinnan mín og Árni vinur minn fórum þangað. Ótrúlegt stuð, endalaust af Eurovision lögum og stemmingu. Pant fara á svona ball aftur! Vei vei vei!

Er búin að vera frekar lasin síðustu 2 daga, beinverkir, hálsbólga, höfuðverkir og almennt slen. Ömurlegt að vera lasin, algjörlega ömurlegt. En ofurtúttan er risin úr rekkju, enda tæp vika í reunion aldarinnar! Vúbbídúbbí!

Árni bauð mér á rúntinn í kvöld og fór meira að segja með mér á staði hér í borg sem ég hef aldrei skoðað áður. Meðal þeirra var gamli Heyrnleysingjaskólinn sem er rétt hjá kirkjugarðinum í Fossvoginum (þar sem Brúarskóli er núna). Unaðslegt umhverfi, hefði sko þokkalega verið til í að vera þarna í skóla. Endalaust af fallegum trjám og fallegu umhverfi. Þarna var líka (í gamla daga) heimavist fyrir heyrnarlaus börn sem voru tekin frá foreldrum sínum og beinlínist vistuð þarna for better or worse. Þarna var mötuneyti, félagsmiðstöð, íþróttasalur og allt sem þarf. Frábær hugmynd kannski, eða hvað?

Þrátt fyrir að vera falleg hugsun þá er þetta dæmi um aðgreiningarstefnu, þeir sem ekki eru eins og meginþorri almennings eiga að vera annars staðar. Í dag var ég á nýliðanámskeiði hjá Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi (en þar vinn ég einmitt) og kom þar kona nokkur, Salome að nafni, og talaði við okkur um fatlaða og aðra jaðarhópa í samfélaginu (s.s. konur, svarta, feita og aðra - allt á mismunandi tímapunkti). Hún sagði okkur m.a. að þegar hún byrjaði að vinna á Kópavogshæli (spáiði í nafni?!?) árið 1978 minnir mig, var hún á deild þar sem 17 karlmenn bjuggu. Þar voru 2 klósett með 4 klósettskálum og 2 sturtum, þröngur húsakostur og fyrir allan þennan skara voru til samtals 2 tannburstar! Hugsiði ykkur! Þeim fötluðu sem bjuggu þarna var "færð" öll þjónusta svo þau "þurftu" ekki að sækja hana útí bæ. T.d. kom hárgreiðslukona reglulega og klippti fólkið, það var bara einn tannlæknir sem samþykkti að þjónusta "þetta fólk", tískuvöruverslanir komu með stafla af fötum og seldu fólkinu og svo mætti lengi telja. Allt til þess eins að "auðvelda þessu blessaða fólki lífið". Iss piss, hlusta ekki á svona! Hvað er meira hallærislegt en að viðurkenna ekki sjálfræði fatlaðra (og hvaða jaðarhóps sem er ef út í það er farið?) og veita þeim valkosti til að lifa sínu lífi? Maður spyr sig?? Af hverju mega fatlaðir, svartir, heyrnarlausir, feitir og aðrir í samfélaginu ekki bara velja sína hárgreiðslustofu, sinn skóla, sinn farmáta og þar fram eftir götunum. Ef töluvert fatlaður einstaklingur ætlar að fara í bíó þarf hann að ákveða það með minnst sólarhrings fyrirvara svo hægt sé að panta ferðaþjónustu fatlaðra og gera ráð fyrir fötluðum á sýningu. Er þá ekki bara betra að sitja heima? Það er ekki þetta fólk sem er fatlað, gott fólk. Það er samfélagið sem við búum í sem fatlar þetta fólk! Jisús minn hvað ég get hneykslast á svona löguðu!

Já, og afsakiði öll upphrópunarmerkin. Þetta er bara ég...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg er ég hjartanlega sammála þér Fanney :)

Svavar (IP-tala skráð) 8.6.2006 kl. 10:09

2 identicon

sammála. Það eru bara svo fáir sem horfa svona á fötlun(s.s. skv. félagslega módelinu). En áhugavert námskeið sem þú hefur verið á :)

Valla (IP-tala skráð) 8.6.2006 kl. 20:08

3 identicon

hæ hæ
takk fyrir að hommslast með mér :D

palli perfekt

palli perfekt (IP-tala skráð) 9.6.2006 kl. 03:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband