15.2.2007 | 22:56
Saga um skíðaskó
Skaust í Skíðaþjónustuna eftir vinnuna í dag. Skoðaði með stórum undirskálaaugum öll flottu skíðin og skíðaskóna, alla fylgihlutina og folann sem var að afgreiða. Sýndi honum loks skóinn minn og hann glotti.
Hann: ,,Nei, þetta er ekki hægt að gera við. Hver á þennan skó""
Ég: ,,ég á hann, nú?"
Hann: ,,þú? Þetta er junior skór, þú ættir nú að vera komin í fullorðinsskó. Ekki það að ég vilji móðga þig neitt sko"
Ég: ,,neinei, engin móðgun maður. Þetta er gamalt dót sem ég fékk í jólagjöf. Hefur dugað mér hingað til. Hvað segirðu, áttu einhverja sæta skó?"
Hann: ,,sæta? ja, ég veit það nú ekki. En skó á ég" Sýnir mér rekkann með skóm í minni stærð og tekur strax upp hvíta og fjólubláa skó. ,,Hvað segirðu um þessa? Flokkast þeir sem sætir?"
Ég verslaði auðvitað þessa skó þó svo að þeir væru ekki bleikir og fallegir eins og mig langaði í. Þeir eru svaðaleg þægilegir, notaðir, í mínu númeri, í flottum lit og kostuðu bara 3.900 krónur. Jasko. Sko mig. Ég spurði folann hvort hann gæti stillt bindingarnar í leiðinni, þar sem skórinn væri eflaust ekki í alveg sömu stærð. Jújú, lítið mál, svo ég náði í skíðin.
Hann: ,,jahérna. Það er nú alveg kominn tími á þig!" Hlær.
Ég: ,,ha? hvað meinarðu maður?"
Hann: ,,nei, ekki þannig sko, skíðin, þetta eru gömul skíði. Þau eru alltof stór fyrir þig, þetta er síðan það var í tísku. Núna flokkast þetta sem karlmannsskíði!"
Skíðin mín eru 1,70 en ég er 1,63.
Ég: ,,jájá, eins og ég segi, gamall búnaður en hann virkar nú. Ég er enginn Kiddi Bubba!"
Hann: ,,ja, ef þetta virkar þá... já... látum okkur nú sjá..." Fer og lagar bindingarnar.
Þá er ég semsagt reddí fyrir helgina. Baddi frændi og konan hans koma á morgun og verður fjallið stundað grimmt. Svo er Hlynur Ben að koma og trúbba á Amour á laugardagskvöldið svo það verður ansi hresst andrúmsloftið.
Enda þetta á view-inu sem maður hefur þegar maður er kominn upp að Strýtu. Priceless! Útsýnið þegar upp Strompinn er komið er sko ennþá flottara.. þá sér maður yfir allan fjörðinn! Men, ó men!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Íþróttir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hehe folinn var góður sölumaður. Ekkert smá flott mynd, væri alveg til í að sitja þarna með heitt kakó og njóta þess að hafa svona fínt útsíni. Skemtu þér vel um helgina
Kolla, 15.2.2007 kl. 23:03
var þetta ekki öruggleag sonur hans Vidda sem þú varst að reyna að hözzzla þarna
Sveinn Sævar Frímannsson, 16.2.2007 kl. 00:35
Jaaa.. ef Viddi á fola sem son.. um þrítugt.. þá JÁ!
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 16.2.2007 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.