Good day, yeah!

Höfuðfatið mitt er tilbúið! Eftir föndur í 3 daga held ég að ég sé orðin nógu sátt við það. Ég get því miður ekki birt mynd af höfuðfatinu hérna fyrren á morgun þar sem partýið er í kvöld. Ekkert forskot á sæluna hérna :) Vil ekki að fólk reyni að gera betur því ég SKAL vinna verðlaunin fyrir höfuðfatið.

Annars er dagurinn framundan æðislegur. Það er hætt að vera kalt á Eyrinni, snjórinn er reyndar að fara en einnig hálkan sem er vel. Eftir vinnu er ég að fara í pott, gufu og bjór með stelpunum í tilefni afmælisins og að því loknu skal haldið á Völluheimili þar sem við ætlum að gera okkur fallegri fyrir kveldið. Í gærkvöldi kíkti ég í heimsókn til Völlunnar og við byrjuðum að elda matinn sem skal borðaður í kvöld, hint: uppskrift frá manninum mínum. Haldiði að ég hafi ekki fengið líka þennan dýrindis grjónagraut í kaupbæti? :)

Einn punktur: fólk sem vinnur við það að svara í síma og svara fyrirspurnum, þarf að vera mjög meðvitað um það hvað það er sem það er að segja (vá, mörg "það"). Síðan ég byrjaði að vinna hérna á FSA hef ég þurft að hringja ófá símtöl til annarra aðila, oft aðila í fámennum bæjum. Stundum hef ég svoleiðis fengið alla ævisögu viðkomandi skjólstæðings frá símamærinni á hinum enda línunnar að ég hef setið eftir orðlaus. Yfirleitt eru þetta upplýsingar sem koma mér ekkert við. Sumir eru ekki alveg með það á hreinu hvað trúnaðarmál er. Fussumsvei!

En nóg af bölsýni og fjasi... good day ahead!

Stjörnuspá

VogVog: Þótt hún sé sjaldgæf, er skilyrðislaus ást ekki svo vandasöm. Maður ákveður að ætla að elska einhvern og sleppir svo hendinni af takmörkunum. Vert þú yin á móti yang einhvers í kvöld.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband