25.1.2007 | 21:30
Fíkn í stjörnuspár
Ég held ég sé eiginlega að verða pínu háð stjörnuspánni minni. Mér finnst agalega gaman að lesa hana um leið og ég opna póstinn minn snemma á morgnanna og japla á hafragrautnum mínum. Þá er líka skemmtilegt að skoða daginn framundan og hvernig stjörnuspáin muni e.t.v. koma fram. Í dag var t.d. stjörnuspáin mín þessi:
Stjörnuspá
Vog: Vogin er markviss í augnablikinu, fylgir góðum ábendingum eftir og gerir stórbrotnar áætlanir að veruleika. Hún veitir því eftirtekt hvaða kerfi vantar eða eru ekki að virka. Að takast á við það er lykillinn að velgengni hennar.
Fylgir góðum ábendingum eftir já.. ég er náttúrulega í starfsþjálfun og fylgi góðum leiðbeiningum félagsráðgjafans míns sem og annarra starfsmanna, s.s. geðlækna, sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga, lækna, býtibúrsdömum ofl. Svo hef ég líka verið að taka ansi mikið mark á henni Þóru minni, en hún er pínu snillingur í ýmsum málum. Stórbrotnar áætlanir eru því í farvegi og verða vonandi að veruleika bráðlega. Hmmm... næsta setning er snúnari. Hvaða kerfi vantar? Jújú, það má alltaf betrumbæta þau kerfi sem eru í gangi hverju sinni og það er ég að gera - held ég. Þarmeð er ég búin að finna lykilinn að velgengni minni víst - sem er vel. Vonum að sú velgengni muni eiga sér stað hér nyrðra :)
Ég er hrædd um að ég verði að éta orð mín um að á Akureyri sé aldrei rok, bara gola. Í gærkvöldi gerði líka þetta hífandi rok sem hélt áfram í morgun. Hárið á mér var því ansi wild þegar ég mætti til vinnu, þrátt fyrir að sléttujárnið hafi verið brúkað árla morguns. En Eyrin mín má þó eiga það að hérna er aldrei* rok OG rigning/snjókoma á sama tíma, en sú blanda er mér alls ekki að skapi. Það er betra að vera wild heldur en bæði wet ´n´wild...
*það má ýkja, án þess er lífið ekki eins litríkt!
Athugasemdir
awwww...... :-*
Þóra Marteins (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 23:37
Hahahaha - snilld! <skellir hljóðlega uppúr, og passar að vekja ekki nágrannana... >
Ég get svo séð þig fyrir mér... skælbrosandi, "hálf ofvirk" og með hárið beint út í loftið...
Já, það var ansi hvasst hérna á blessuðu Akureyrinni okkar í gær, daginn þaráður, og daginn á undan... Maður þurfti "bara" að standa á spegilsvellinu og láta sig fjúka út í veður og vind (þvílíkur lúxus... að þurfa ekki einu sinna að hafa fyrir því að labba... hehehehe... )
Sóli, 26.1.2007 kl. 00:17
Bloggvinur: Samþykkt! <hljómar eins og tilkynning úr bankakerfinu þegar lán eru samþykkt... >
Takk takk Fanney!
Sóli, 26.1.2007 kl. 06:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.