Færsluflokkur: Tónlist
12.7.2007 | 01:12
Harry Potter
Í kvöld var Harry Potter og Fönixreglan frumsýnd í bíóhúsum. Jei! Algjört möstsí. Rakst á þetta líka sniðuga jútjúb myndband áðan og varð gjörsamlega ær af hlátri. Hljóðið verður klárlega að vera á þar sem þetta er söngur - keðjusöngur :) Enjoy, muggets!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.5.2007 | 17:05
Hraunplögg
Hey, ef þið viljið njóta tónlistar í kvöld þá get ég ekki mælt nógsamlega með tónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum kl 21:30. Þar verður hljómsveitin Hraun með útgáfutónleika og partý-ball, en í dag kom út fyrsti geisladiskurinn þeirra, I can´t believe it´s not happiness. Get varla beðið eftir að þeir piltar sæki Eyrina heim, en þeir spila á Græna hattinum 13. júlí n.k.
Veriði nú góð við ykkur og skellið ykkur útí búð og verslið gripinn. Nú svo má geta þess að þeir verða í Skífunni Laugarvegi á morgun frá kl. 16:00 ef þið eruð grúbbpíur.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.5.2007 | 08:21
Axlar-Björn mættur til leiks
Svo er ég nú aðeins farin að hlakka til AIM festival sem verður hér á Akureyri helgina 31. maí til 3. júní. Helgi og hljóðfæraleikararnir, VilHelm, Benni Hemm Hemm, Seabear, Tómas R. Einarsson og fleiri munu heilla gesti og gangandi. Nokkrar erlendar grúbbur munu einnig spila, en ég þekki ekki til þeirra. Er aftur á móti spenntust fyrir Orquesta Tipíca Fernandez Fierro sem koma alla leið frá Argentínu, vafalaust með ljúfa tóna. Svo verður þarna líka Hilario Duran Trío sem kemur frá Kúbu, spennó! Sinfóníuhljómsveit Norðurlands mun svo loka hátíðinni á sunnudagskvöldið.
Svo skil ég ekki svona mál. Mér finnst þetta afar súrt og efast ekki um að konan eigi eftir að vera alveg hrikalega sár. Fjölskyldan hlýtur að skipta meira máli heldur en sjónvarpsþáttur, eða að minnsta kosti er ég alveg á því. Svo (sem betur fer) er til ansi mikið af fólki sem ég skil bara ekki. Eins og það fólk sem kærir sig um að hýsa þennan naugunarleik og fólk sem kærir sig um að spila hann.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 08:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2007 | 11:22
,,Ný" tónlist í mallann
Af hverju kemur hann bara ekki norður? Ég get nú alveg sýnt honum sitthvað... farið með hann í Jólahúsið og svona. Jafnvel sund á Þelamörk ef hann er game í villta hluti. ha! hnuss...
Síðustu vikur hef ég keyrt mikið á milli staða, m.a. Rvk og Ak sem tekur allnokkrar klukkustundir. Á þessum tíma hef ég reynt að hlusta á einhverja tónlist sem ég er ekki vön að hlusta á. Afar góð ákvörðun hjá mér! Núna er ég orðin ansi heit fyrir David Bowie (þ.e. ekki bara Space Oddity sem er best, best, best) og The Who sem ég fíla geðveikt. Hressir músíkantar þar á ferð og frábær lagasmíði.
Þegar ég var í Reykjavík fór ég líka á tónleika sem Framtíðarlandið hélt. Meiriháttar tónleikar. Klárlega fannst mér Sprengjuhöllin langflottust! En þar kynntist ég Hjaltalín sem mér finnst æðisleg. Hafði bara heyrt eitt lag með þeim sem ég var alveg sátt við, en þarna heyrði ég svo snilldina. (Langar að benda á að 24. maí n.k. eru þessar tvær grúbbur ásamt Fm Belfast og Motion Boys að spila í Iðnó - gerist villt og mætið!)
Mér finnst æðislegt þegar ég uppgötva svona ,,nýja" músík :) Hér í denn var Tinna vinkona ansi dugleg við að kynna fyrir mér nýja músíkanta en síðustu ár hef ég verið dulítið vannærð af þessum hluta. Núna vil ég bara gleypa endalaust meira af ,,nýrri" tónlist! Any ideas?
Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007 | 22:18
Hjálpum Tsjernobyl!
Fékk þetta fallega plagat sent í pósti áðan og varð bara að deila því með ykkur. Þeir sem standa að þessum tónleikum eru nemendur í 10. bekk í Langholtsskóla. Frábært framtak! Ef ég væri ekki nýkomin í sæluna hingað á Akureyri þá færi ég pottþétt.. viljið þið bitte schön fara fyrir mig!
Þetta er word skrá svo þið verðið að opna til að kíkja.. svona eins og á jólunum :)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 01:37
Styttist í júró...
Eftir að hafa lokið (já alveg lokið) við BA ritgerðina (og átt besta vin í heimi sem prentaði hana út í 4 eintökum fyrir mig, eða samtals 427 bls) er ég farin að finna fyrir gamalkunnum fiðringi. Það er greinilegt að júróvísjón er á næsta leyti. Ég hef ekkert horft á sjónvarp eða hlustað á útvarp síðustu daga og hef því verið í nokkurri fjarlægð við allar auglýsingarnar sem þar geysa um. Í dag hlustuðum við Dagný þó á slatta af gömlum júrólögum og vorum á blússandi siglingu í fíniseringu ritgerðar þegar allt í einu ég uppgötvaði að hann var kominn. Yndislega góði júrófiðringurinn. Ég fann ansi sniðugt vídjó á jútjúb áðan þar sem farið er yfir þau lög sem eru að fara keppa í undankeppninni í kvöld. Flott upprifjun á lögunum, alveg nokkur sem ég gæti hugsað mér að taka sporið við.
Annars talaði ég við finnska vinkonu mína í dag, en hún býr í Helsinki og fær því júrótruflunina beint í æð. Borgin er víst undirlögð af allskyns fígúrum, fígúrum já, og hún er hætt að kippa sér upp við það þegar hún rekst á dragdrottningar. Pjallan tararna kjaftaði sig inn á sjóvið í kvöld og ætlar að hringja í mig þegar "Eiki the red" tekur lagið. Vá hvað ég væri til í að vera þarna!
Annað spennó í gangi, en það eru komandi kosningar. Ég kaus fyrir nokkrum vikum og atkvæðið mitt er (vonandi) komið á réttan stað núna. Nýjasta skoðanakönnunin sýnir fall ríkisstjórnarinnar sem er vel, en vekur líka upp þá spurning: hverjir myndu mynda ríkisstjórn ef úrslitin væru svona? Sumar útfærslur finnst mér alls ekki fýsilegar. Eitt er víst, ég verð afar spennt á laugardagskvöldið!
Leyfi þessu frábæra myndbandi að fljóta með, ef einhverjir skyldu hafa áhuga á að tékka á því. Koma svo, það er bara júróvísjón einu sinni á ári! :)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2007 | 15:58
Þér er boðið í afmæli!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2007 | 14:55
Júró
Lokakvöld júróvísjón er í kvöld - jeij. Mig langar að Heiða vinni, Ég og heilinn minn er hresst lag og dansinn hjá bakröddunum einn og sér kemur okkur langt. Annars er ómögulegt að segja hvaða lag vinnur. T.d. miðað við lögin sem komust áfram síðasta úrslitakvöldið er ENGIN leið að spá. Klárlega vil ég ekki að Bríet Sunna fari út fyrir okkar hönd. Einfalt mál. Og þó svo að Sjonni Brink sé foli þá er ég ekki alveg að kaupa lagið hans. Lagið sem Matti syngur er alls ekki að heilla mig, þrátt fyrir að Meistari Pétur Jesús ljái því hæfileika sína. Hafsteinn tryllir mig engan veginn með sínu lagi. Skil ekki hvers vegna maðurinn fékk ekki einhvern til þess að syngja þetta annars ágæta lag. Hvað er svo málið með þennan Torfa og Bjarta brosið hans? Er fólk ekki búið að átta sig á því að Skímó-stíll er ekki málið? Eiki Hauks er náttúrulega fyrir löngu orðinn klassík og lagið er flott. Ég veit ekki alveg hvort þetta rokkdæmi sé að virka aftur eftir Lordi. Friðrik Ómar á eftir að fara í júró einhvern tímann en með þetta lag, ég er ekki viss. Lagið sem hann söng í fyrra fannst mér flottara, en Kristján Grétarsson Örvarssonar er hottie og fengi mitt atkvæði ef hann væri sjálfur að syngja. Jónsinn minn hefur mátt muna sinn fífil fegri hvað fataval varðar, lagið svosem ágætt.
Hvað varð um GÓÐU júrólögin? Bucks Fizz var náttla bara snilld, ég vildi að ég kynni dansinn og hefði svona háa rödd eins og önnur konan. Dschingkis Khan er klassi. Sandra Kim hefur alltaf verið mitt uppáhald með fáránlega hressa lagið sem ég söng hástöfum nokkurra ára gömul. Og hvað ég vildi eignast svona föt! Men ó men. Fangad av en stormvind á sérstakan stað hjá mér, snilldarlag hjá henni Carolu. Og ó hvað Diggiloo diggiley þeirra Svía er yndislegt! Ég get ekki annað en fengið gæsahúð við að hlusta og horfa á þessar elskur. Pæliði í dansinum! Bobbysocks = geggjun, unaður. Abba er klassík þó svo að ég diggi lagið kannski ekki í tætlur eins og mörg önnur. Endalaust mikið af snilldarlögum.
Fjallið lokað í dag vegna veðurs - afar afar sorgmædd yfir því. En ég er jafnframt afar afar hamingjusöm því bestasta sTinnan mín á afmæli í dag - KNÚS til hennar í tilefni dagsins. Góður afmælisdagur fyrir hana sTinnuna mína að júró sé í kvöld. Svo auðvitað konudagurinn á morgun. Býst nú ekki við hrúgu af gjöfum innum lúguna mína EN... Baddi frændi kom í gær og hafði meðferðis eina konudagsgjöf sem ég fékk þegar ég var hérna á Akureyrinni síðast. Pabbi gaf mér skauta í konudagsgjöf eitt árið, algjör snilld, og hafa þeir verið vel nýttir og verða nýttir í náinni framtíð.
Ó vell... kannski kominn tími að afklæðast skíðafötunum og koma sér í eitthvað þægilegra. Njótiði dagsins og kvöldsins. Ef þið eruð á Akureyri í kvöld þá mæli ég eindregið með því að þið komið á Amour að hlusta á Hlyn spila.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2006 | 08:28
Mánudagur til mæðu?
Þreyttur... ofurhelgi að baki með tilheyrandi vinnu (og pínu tjútti á lau). Bakaði jólakökuna ógurlegu í vinnunni um helgina (kryddskúffukaka), skreytti hátt og lágt og gleymdi mér í jólalögum. Ahhh... notó. Frábærir tónleikarnir sem ég fór á á laugardagskvöldið - John Lennon tónleikarnir. Maður kvöldsins er klárlega Bjössi Jör - kalt mat. Þegar hann tók síðasta lag tónleikanna, Strawberry fields, þá hélt ég að mér yrði allri lokið. Hakan hvíldi róleg í kjöltu minni, milli þess sem Ella frænka ýtti henni upp aftur og þurrkaði slefið. Kvenpeningur kvöldsins hefði nú alveg mátt missa sín (Eivör og Hildur Vala) en allir hinir voru unaðslegir. Nýja uppáhaldið mitt er Haukur, söngvari Dikta. Munúðarfull rödd sem maður getur gleymt sér í, og þessi augu! Jidúdda...
Skyndihugdettur eru æði. Var algjörlega ekki klædd til útiveru en fór samt sem áður í rauðvínsboð til Eika Keisara eftir tónleikana. Endaði sá hittingur á Café Cultura, sem er nýji uppáhaldsstaðurinn minn, þar sem við kjöftuðum og höfðum það næs. Hress mætti ég í vinnu daginn eftir, jólaþorpið í firðinum góða var skoðað og unaðslambalæri snætt á Strandveginum. Fór svo á næturvakt sem var svona líka hress. Það getur tekið á að koma öllum á lappir og út úr húsi á sama/svipuðum tíma.. fjúff... lak af mér á tímabili - en bara hressandi að byrja/enda daginn svona :)
Smá mánudagsmæða: ég skil ekki (amk) tvennt í fari flestra ökumanna. Annað er stefnuljósanotkun, eða öllu heldur stefnuljósaleysi. Hvað er svona erfitt við það að gefa stefnuljós þegar þú ert að beygja? Passiði ykkur nú bara á því að sýna ekki tillitsemi í umferðinni. Það gæti eitthvað hrikalegt gerst. Hitt er sá (ó)siður að hleypa öðrum inní raðir. Umferðin á morgnanna er nú ekki sú hraðasta og það gæti tafið viðkomandi bíl um nokkrar sekúndur að hleypa öðrum framfyrir sig. Eða á Laugarveginum þegar fólk er ekki að hleypa bílum framfyrir sig eða að bakka úr stæða. Meina, fer maður einhvern tímann á Laugarveginn þegar maður er að flýta sér - svona yfir höfuð? Auðvitað veit ég að það eru til undantekningar og fólk misupplagt, en upp til hópa megum við skoða þetta í okkar fari. Sjálf hef ég gefið fólki misgóð augu og svipi, flautað og talað við sjálfa mig. En meirihluta tímans sem ég eyði í Kermit er ég fyrirmyndarökumaður - kalt mat!
Gleðilega vinnuviku!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)