Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Laugardagslúxus

Mig vantaði fleiri kassa fyrir dótið mitt í morgun svo ég skaust útí Baugsbúð. Þar sem ég var nú komin alla leið (og ekki búin að borða neinn morgunmat) ákvað ég að versla í ostasalatið sem ég ætla að fara með til Völlu og fá mér morgunmat. Þar sem það er laugardagur tók ég grandarann á þetta:

Polarbröd HummusFerskur appelsínusafi

 

 

Sænsk pólarbrauð með Bónushummus og ferskum appelsínusafa frá Sól... Jöhömmí! En back to packing... 


,,Ný" tónlist í mallann

SprengjuhöllinNEI!!!!!

Af hverju kemur hann bara ekki norður? Ég get nú alveg sýnt honum sitthvað... farið með hann í Jólahúsið og svona. Jafnvel sund á Þelamörk ef hann er game í villta hluti. ha! hnuss...

Síðustu vikur hef ég keyrt mikið á milli staða, m.a. Rvk og Ak sem tekur allnokkrar klukkustundir. Á þessum tíma hef ég reynt að hlusta á einhverja tónlist sem ég er ekki vön að hlusta á. Afar góð ákvörðun hjá mér! Núna er ég orðin ansi heit fyrir David Bowie (þ.e. ekki bara Space Oddity sem er best, best, best) og The Who sem ég fíla geðveikt. Hressir músíkantar þar á ferð og frábær lagasmíði.

Þegar ég var í Reykjavík fór ég líka á tónleika sem Framtíðarlandið hélt. Meiriháttar tónleikar. Klárlega fannst mér Sprengjuhöllin langflottust! En þar kynntist ég Hjaltalín sem mér finnst æðisleg. Hafði bara heyrt eitt lag með þeim sem ég var alveg sátt við, en þarna heyrði ég svo snilldina. (Langar að benda á að 24. maí n.k. eru þessar tvær grúbbur ásamt Fm Belfast og Motion Boys að spila í Iðnó - gerist villt og mætið!)

Mér finnst æðislegt þegar ég uppgötva svona ,,nýja" músík :) Hér í denn var Tinna vinkona ansi dugleg við að kynna fyrir mér nýja músíkanta en síðustu ár hef ég verið dulítið vannærð af þessum hluta. Núna vil ég bara gleypa endalaust meira af ,,nýrri" tónlist! Any ideas? 


Krúttusnúðurinn

Ok.. síðasta bloggið í dag... ég er bara ógissla skotin í þessum gaur. Mér finnst hann bæði sætur og fyndinn... tíhíhí... Drengurinn er eflaust mikið einn heima á daginn, en duglegur er hann að finna sér eitthvað að gera! :)

 

 

Lánalán

piggy-bankÍ dag er hægt að verða sér úti um allskonar lán. Yfirdráttalán eru bara gömul lumma. Sama má segja um verðtryggðu og óverðtryggðu lánin. Núna er móðins að taka myntkörfulán ,,því það er svo hagstætt". Þá eru einnig til námslán og námslokalán fyrir fólk eins og mig og bílalán fyrir fólk eins og Þóru. Framkvæmdarlán eru hipp og kúl en ferðalánin eru ekki alveg að ná sér á strik eins og ferðatölvulánin. Sumir taka sumarhúsalán, sem er vel, en aðrir kjósa sér fasteignalán og bíða með sumarhúsið. Einhverjir taka sér svo hesthúsalán já og listaverkalán. Svo eru líka til greiðsluerfiðleikalán sem og skuldbreytingarlán. 

Ég fæ þó nýmóðinslán á morgun. Þá tek ég makalán, en Valla vinkona lánaði mér Adda svo flutningarnir gangi hraðar. Ekki slæmt það! Ekki nóg með að ég fái aukapar handleggja í flutningana heldur fylgir líka sendiferðabíll með! Þetta kalla ég góða þjónustu. 

Ekkert svín slasaðist við gerð þessarar færslu. 


Pakkidípakk og smakkedísmakk

Mér leiðist svo að pakka. Það er næstum því eins og vera í biðröð eða umferðarteppu. Bara leiðinlegra.

Af þeim sökum (og vegna þess að það er ekkert í sjónvarpinu í kvöld og enginn á Ak vill sinna mér í kvöld) þá hef ég ákveðið að blogga um Tónskáldið mitt. Mér þykir líka óskaplega vænt um hana, það er líka ástæða. Svo varð hún hálf skúffuð þegar ég bloggaði svipað um Meistara Magnús hér um árið. En aðalástæðan er samt sú að ég er á Akureyri og hún er alltof langt í burtu - í Kópavogi.

TónskáldiðÞetta er hún Þóra mín. Ég kynntist Þóru sumarið sem ég vann á Sólheimum. Þá var hún að sjá um Brautarholt en ég um Bláskóga. Sumarið var snilld. Saman fórum við í leiðangra um sveitina, bæði með fólkið okkar sem og einar. Kjöftuðum út í eitt og höfðum það náðugt. Buðum vinum í heimsókn þegar við vorum á vakt og sungum saman í kabarett á Grænu könnunni.

Ég á aldrei eftir að gleyma þeirri setningu sem Þóra sagði við mig þegar hún kom niður í Bláskóga og kvaddi mig þegar við vorum saman á síðustu vaktinni: Þú veist þú átt aldrei eftir að losna við mig!

Sem betur fer hefur þetta orðið að veruleika. Þegar við vorum báðar komnar í borgina hittumst við og alltaf var jafn gaman hjá okkur. Eða þannig. Stundum erum við auðvitað á bömmer og kvörtum í hvor annarri. Stundum er önnur okkar ofurhress en hin í dánara. Stundum erum við svo fáránlega hressar að það er óheilbrigt. En það er gaman.

Ég kynni Þóru mína iðulega svona: Þetta er hún Þóra vinkona mín. Hún er tónskáld!!! Hún vinnur sko við það að semja lög og svona! Hugsaðu þér!! Í fyrstu fór Þóra voðalega hjá sér. Núna veit hún hvað ég er stolt af henni svo hún fer aðeins minna hjá sér. A.m.k. sýnir hún það minna en áður. 

Þóra eggjandiÞóra mín er ein yndislegasta manneskja sem ég þekki. Ef ég vissi ekki betur þá myndi ég halda að hjarta hennar væri bleikt í gegn. Það er víst eitthvað rautt í því líka - og ekki sakar það. Þrátt fyrir hversu ólíkar við erum, og kannski vegna þess hve ólíkar við erum, náum við ofboðslega vel saman. Núna vildi ég bara að ég ætti þyrlu (eða öllu heldur Þóra því hún á eftir að verða ríkari en ég eftir alla metsöluplöturnar) þá myndi ég flytja hana til mín um helgina - og allar helgar sem ég gæti. Ég gæti líka pikkað hana upp og boðið henni í mat, eldað eitthvað djúsí og jafnvel bakað. Verst hvað Þóra er með lítinn maga samt, hún borðar yfirleitt ekki mikið. Nema þegar við förum í IKEA. Lunch-arnir okkar þar eru bestir í heimi. Hvað sem fólk hneykslast á okkur fyrir að finnast gott að borða í IKEA þá klikka þessi móment aldrei. Erfiðast við þau er að velja hvar á að sitja - svo margir möguleikar í boði. En við eigum okkar borð.

Bolurinn hennar ÞóruÞegar ég var að hugsa hvort ég ætti að vera á Akureyri varð Þóran mín súr. Þið ættuð bara að vita hvað ég fékk margar atvinnuauglýsingar af mbl.is sendar til mín - og allt störf í Reykjavík og Kópavogi. Þessi elska. En ég veit að við þurfum ekki að vera á sama stað. Við þyrftum samt kannski að vera báðar hjá sama símafyrirtæki svo við getum hringt frítt í hvor aðra.

Enívei... það er ógerlegt að ná að lýsa hæfileikaríka Tónskáldinu mínu hérna. Þetta er svona eins og subway með túnfisksalati og bbq sósu: you gotta know it to enjoy it! Ég ætla hérmeð að útnefna 18. maí ár hvert sem ÞóruFanneyjardaginn :) Ef þið væruð bara svo heppin að þekkja hana Þóru mína! 


Jahér.. snilli tilli

Þessi drengur er bara fyndinn... tjékkit.

Annars var fyrsti vinnudagurinn bara næs. Óendanlega margt sem ég þarf að læra Shocking en ég er í svo góðri þjálfun - vona ég! Eftir hádegi fór ég að hlusta á lokaverkefni nema í iðjuþjálfun uppí HA. Rosalega flottur dagur hjá þeim og frábær verkefni. Ég vildi að félagsráðgjöfin væri með svona dag líka. Óli p.. já.

Update fyrir helgina: þarf að flytja í nýtt húsnæði. Einmitt það sem mér finnst skemmtilegast. Hmmm. Gulrótin: spilerí með Völlunni.

 


Umferðarhljóð eða fuglar

1403_typical_trafficFyndið hvernig maður finnur sinn stað. Síðustu dagar hafa verið frekar erfiðir hjá mér. Stærsti áhrifavaldurinn þar var sá að ég var stödd í Reykjavík. Mér leiðist Reykjavík gasalega mikið. Umferðarhljóð allan sólarhringinn, umferðarteppur, endalaust mikið af fólki, langar vegalengdir, erfitt að fá stæði, flestir á svo mikilli hraðferð að þeir hafa vart tíma til að heilsa og þar fram eftir götunum. Ég er samt alls ekki andstæðan við þetta. Ég er ekki Heiða í sveitinni hjá afa sínum; mjólka kýrnar og kemba hestunum, langt í næstu búð eða vídjóleigu, léleg internettenging, enginn nágranni. Það er ekki ég. Mér finnst samt unaðslegt að komast í sveitina til ömmu og afa þar sem eru dýr af öllum stærðum og gerðum og ég get labbað uppá Hól, borðað ber og horft yfir landið. Æði. 

akmerkiNúna þegar ég er komin á Akureyri er ég eins og fáviti. Ég get ekki hætt að brosa. Fáránlegt, ég veit. Grasið fyrir utan gluggann minn er orðið grænt síðan ég fór suður. Ég heyri ekki í umferð, bara fuglum sem syngja væntanlega mökunarsönginn sinn. Ég ætti kannski að finna mér sérstakan mökunarsöng... hmm..

Það er örugglega ekki bara Eyrin fagra og ljúfa sem kallar fram brosið. Eftir nokkra klukkutíma byrja ég í fyrstu alvöru vinnunni minni. Alvöru vinnu as in vinna sem félagsráðgjafi. Er búin að hlakka til í nokkrar vikur, ótrúlega spennandi starf! Ótrúlegt að ég sé komin á þennan stað. Hversu oft fannst mér ég ekki geta meira? Hversu oft tók ég tímabilið: Ég er bara ekki þessi týpa til að vera í háskólanámi? Jahér.

PR76098-1adc Helgin verður væntanlega ljúf líka, en áætlað er að Túttan kíki til Völlunnar á laugardagskvöldið, já jafnvel með ostasalat eða annað djúsímeti, og já jafnvel verður tekið í spil. Svo þarf ég að þvo nokkrar vélar og hengja út á snúru (er nýbúin að fatta að það eru útisnúrur fyrir utan húsið mitt) og jafnvel fara í leiðangur. Eitt er víst að ég þarf ekki að læra þessa helgina! 

P.s. ég er þessi ofurbrúna í bleiku peysunni... heltönuð eftir sól síðustu daga ;) 

P.s.2. Núna er ég svo spennt að ég get ekki sofnað... og klukkan rúmlega eitt... obbosí! 

P.s.3. Klukkan orðin tvö og ég ekki sofnuð.. þrátt fyrir Damien Rice! Hann sem klikkar aldrei.. doh. 


Hjálpum Tsjernobyl!

Fékk þetta fallega plagat sent í pósti áðan og varð bara að deila því með ykkur. Þeir sem standa að þessum tónleikum eru nemendur í 10. bekk í Langholtsskóla. Frábært framtak! Ef ég væri ekki nýkomin í sæluna hingað á Akureyri þá færi ég pottþétt.. viljið þið bitte schön fara fyrir mig!

Þetta er word skrá svo þið verðið að opna til að kíkja.. svona eins og á jólunum :) 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Akureyrin



Símahrekkur

Tíhíhíhíhíhíhí...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband