Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Hver er að ruglast???

Klisja, ég veit, en hvað er málið með veðrið? Er að klára næturvakt og get varla beðið eftir að fara uppí rúm að kúra. Hélt á tímabili að húsið og við öll sem inní því voru, myndum fjúka út á Reykjanes! Hrikalegur vindur í nótt, jidúddamía. Það er einhver að ruglast á mánuðum hérna, það er eins og september sé kominn með öllu tilheyrandi skólastússi. Jahér.

Nýjir þættir með Jamie Oliver byrjuðu í gærkvöldi. Að sjálfsögðu sat ég límd við skjáinn, síflissandi og slefandi yfir þessu goði mínu. Fannst þátturinn helst til stuttur, en maður getur svo sem aldrei fengið nóg af elsku Jamie... slurp slurp...

Og talandi um Jamie þá eldaði ég voða fínan mat í gær. Beikonvafðar kjúklingabringur, vorlauk, sætar kartöflur og kastaníusveppi - steikt á pönnu með smá rósmarín, ferskt salat með rucola, kirsuberjatómötum, pistasíuhnetum, litlum bitum af piparosti, balsam og hindberjaediki, ristað tómat ciabatta smurt með ferskum hvítlauk og slettu af ólífuolíu og Maldon salti og punturinn yfir i-ið: piparostasósa með pipar, svörtum pipar og pipar... Jöhöhööömmí! Í eftirrétt var svo ferskur ananas sem ég lét marinerast í ferskri myntu og hlynsírópi, borði fram með mascarponekremi og jarðarberjacooleys úr ferskum jarðarberjum. Beat that!


Alveg týpískt!

Er það ekki týpískt að akkúrat þann dag sem ég er að klára fyrstu næturvaktina sé sól og blíða? OG ég þarf að fara heim að sofa... urrrg.... Ég er klárlega með tanorexiu yfir sumartímann og því er þessi hegðun veðursins ekki að tæla mig. Spurning um að leggja sig bara í sólbaði... ;)

Næturvakt nr. 1 að klárast

Pínulítið eftir af þessari fyrstu næturvakt í þessari lotu. Ég væri að ljúga ef ég segðist ekki vera neitt þreytt, er að leka niður. Er þó búin að vera agalega dúleg, eldaði m.a.s. hafragraut fyrir sílin mín :)

Ég horfði á Grey´s Anatomy endursýndan í nótt. Áður hef ég horft á nokkra þætti þegar ég er á stað þar sem Stöð 2 er fyrir hendi. Ég er ekki frá því að þetta séu snilldarþættir! Sat föst við skjáinn út þáttinn, gat ekki einu sinni fengið mér minn fasta næturskammt af mat! Eftir Grey´s kom Cold case og ég fíla þann þátt svo ég fékk mér AB-mjólkina heldur seinna en vanalega - já, allt að gerast á næturvaktinni get ég sagt ykkur!

Rúmið býður eftir mér, sem og krúttlan mín hann Hnoðri. Ég hélt nú að ég myndi ekki festa svona mikla ást á einu litlu, agnarsmáu dýri. Allt er víst hægt.. kannski átti brúðarvöndurinn sem ég greip að tákna hjónaband okkar Hnoðra? Ætli dverghamstur sé málið fyrir mig?


Á næturvakt..

Mig langar að vera hérna....

UFO?

Nú væri gaman að heyra hvað Þórhildur vinkona mín hefur um þetta að segja...

Ætli geimverur séu að huga að lendingu líkt og á Snæfellsjökli hér um árið?


mbl.is Dularfullt ljós á himni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lambakarrý a lá Jamie Oliver

Frábært kvöld að líða undir lok. Fór með Sigga hennar Ídu í búð þar sem við ætluðum að elda saman lambakarrý frá upphafi. Eftir einstaklega skemmtilega verslunarferð byrjuðum við að elda herlegheitin en tókum stuttu útgáfuna af réttinum, rúmur klukkutími í eldun. Þessi uppskrift er svo mikil snilld, enda frá Meistara Jamie Oliver. Nóg af kryddi og ferskum kryddjurtum - jömmí! Höfðum með þessu naan brauð, hýðishrísgrjón og sýrðan rjóma með kóríander, myntu og gúrku. Maturinn heppnaðist líka svona snilldarvel, húrra húrra. Það er eitthvað svo unaðslegt að elda mat alveg frá upphafi, ekki með neinar tilbúnar sósur eða neitt.. finna svo öll kryddin og mismunandi bragðtegundir springa út í munninum. Ég hef þó brennt mig á því að ég þarf yfirleitt að tvöfalda öll þau krydd sem Jamie leggur til í sinni uppskrift, ekki von að ég sé á góðri leið með að pipra!

Framundan er hrikaleg vinnutörn.. 5 næturvaktir í röð í 14 daga vinnumaníu, ekkert hrikalega djúsí, en ég hlýt að meika það. Gulrótin mín að þessu sinni er hátíðin Á góðri stundu í Grundarfirði sem verður síðustu helgina í júlí. Þessar 2 vikur verða eflaust mjög fljótar að líða, enda bara vinna, sofa, borða, þvo þvott ...

Í dag er sambúð okkar Hnoðra búin að vara í heila viku. Hún hefur þó virst sem nokkur ár, svo vel finnst mér ég þekkja krúttið. Er bara farin að verða hálf leið yfir því að þurfa skila sílinu mínu eftir eina viku... búhúhúhú... er farin að venjast því að hann komi fram á kvöldin og byrji að hlaupa í hjólinu sínu. Bara sætur...


Shakira Shakira

Ohhh.. bara ef ég væri svona klár að dansa... slefslef..

 


Beauty takes pain?

Ái! Hef verið að pína sjálfa mig með þessu tæki núna í hátt í klukkutíma. Fyrir þá sem ekki vita þá er þessi græja hrikaleg, en algjör snilld. Hún virkar eins og rakvél, nema hún plokkar hárin og því minnka ræturnar og það er eins og maður hafi farið í vax. Kosturinn við vaxið er þó að þá fer alveg heil rönd í einu, en þessi græja plokkar og plokkar og er vond við mann. En hey, allt fyrir mjúka leggi, right? ;)

Zidane og Materazzi

Athyglisverð frétt á vef BBC um það sem Materazzi er sagður hafa sagt við Zidane sem varð til þess að Zidane skallaði Materazzi - eins og flestir vita og hafa séð. Skv. varalesara sagði Materazzi: "you're the son of a terrorist whore" og að hann óskaði "an ugly death to you and your family"... Hvort þetta er satt eður ei verður að bíða betri tíma, en sögur herma að Zidane ætli að segja nákvæmlega frá því sem fram fór milli þeirra tveggja von bráðar. Heimurinn bíður spenntur.


Enginn efi

Kellan komin aftur í borgina eftir viðburðarríka brúðkaupshelgi. Eins og ég hef kannski komið inná áður þá finnst mér þessi tími (þ.e. að keyra á milli) mjög fínn. Ég fæ mjög oft spurninguna: ,,Hvernig nennirðu að keyra þarna á milli svona oft?". Auðvelt svar: þessi tími er milli mín og tónlistarinnar minnar. Hvergi syng ég eins vel sjáiði til... Ég syng hástöfum nánast alla leið (nema þegar ég er ískyggilega nálægt einhverjum bíl sem gæti séð mig vel) og hlusta á allt það sem ég vil. Þannig verður ferðin ein skemmtun - fyrir mig (og eflaust aðra ef þeir myndu heyra til mín!).

Í bílferðinni í gær hlustaði ég á geisladisk sem ég verlsaði mér þegar ég fór til Barcelona með Gísla frænda. Ég hef ekki hlustað á hann í nokkurn tíma þar sem lil sys var með hann í láni. Diskurinn er með No Doubt og er Greatest hits diskur. Snilld.is! Ef ég væri ekki svona sjúklega ánægð með að vera ég þá væri ég sko meira en til í að vera Gwen Stefani, hún er flott tútta. Lögin þeirra eru svo meiriháttar og koma manni í rétta skapið hverju sinni. Ef þið hafið ekki hlustað á slatta með No Doubt þá er sko kominn tími á það, þessi grúbba er vanmetin.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband