Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Greys Anatomy

NS092106Elska þetta...

 horfði svo á The Secret - ansi nett ræma sem ég hvet ykkur til að tékka á.

 Annars hef ég ekkert thing fyrir læknum eins og svo margar stúlkukindur virðast hafa. En það er eitthvað við McDreamy... Eitthvað óútskýranlegt...

Frábært að heyra lag með Lay Low í Greys Anatomy... yndisleg tónlist í frábærum þætti! Go Lay Low!

P.s. spennó spennó! 


Reið

Búin að skrifa ógó langa færslu þar sem ég tjáði mig bæði um kosningar og júróvísjón með tilheyrandi hlekkjum og myndum. Ýtti svo óvart á vitlausan takka á músinni og allt hvarf. Það hefði kannski verið frekar fúlt jú og ég geta skrifað færsluna aftur - sem ég og gerði. Þá klikkaði ég aftur svo nú segi ég stopp.

Viðbrögð mín við bæði Alþingis- og júrókosningum eru fínt túlkuð í þessu myndabandi sem ég sá í færslu hjá Steingrími Sævar. Tjékkit. Meika ekki að skrifa ALLT aftur... hnuss...

Kveðjur kærar,

Fanney Dóra félagsráðgjafi sem bryjar að vinna á Akureyri á föstudaginn Grin


X-S

Er að hnoða í svaka færslu... bara alltof mikið annað að gera.

Á meðan er málið að skoða www.kjósa.is og fara svo að kjósa.is enda fáránlega nauðsynlegt að kjósa breytingar! 

,,Segðu mömmu þinni að kjósa ekki Samfylkinguna Jens"

 


Styttist í júró...

Eftir að hafa lokið (já alveg lokið) við BA ritgerðina (og átt besta vin í heimi sem prentaði hana út í 4 eintökum fyrir mig, eða samtals 427 bls) er ég farin að finna fyrir gamalkunnum fiðringi. Það er greinilegt að júróvísjón er á næsta leyti. Ég hef ekkert horft á sjónvarp eða hlustað á útvarp síðustu daga og hef því verið í nokkurri fjarlægð við allar auglýsingarnar sem þar geysa um. Í dag hlustuðum við Dagný þó á slatta af gömlum júrólögum og vorum á blússandi siglingu í fíniseringu ritgerðar þegar allt í einu ég uppgötvaði að hann var kominn. Yndislega góði júrófiðringurinn. Ég fann ansi sniðugt vídjó á jútjúb áðan þar sem farið er yfir þau lög sem eru að fara keppa í undankeppninni í kvöld. Flott upprifjun á lögunum, alveg nokkur sem ég gæti hugsað mér að taka sporið við. 

Annars talaði ég við finnska vinkonu mína í dag, en hún býr í Helsinki og fær því júrótruflunina beint í æð. Borgin er víst undirlögð af allskyns fígúrum, fígúrum já, og hún er hætt að kippa sér upp við það þegar hún rekst á dragdrottningar. Pjallan tararna kjaftaði sig inn á sjóvið í kvöld og ætlar að hringja í mig þegar "Eiki the red" tekur lagið. Vá hvað ég væri til í að vera þarna!

Annað spennó í gangi, en það eru komandi kosningar. Ég kaus fyrir nokkrum vikum og atkvæðið mitt er (vonandi) komið á réttan stað núna. Nýjasta skoðanakönnunin sýnir fall ríkisstjórnarinnar sem er vel, en vekur líka upp þá spurning: hverjir myndu mynda ríkisstjórn ef úrslitin væru svona? Sumar útfærslur finnst mér alls ekki fýsilegar. Eitt er víst, ég verð afar spennt á laugardagskvöldið!

Leyfi þessu frábæra myndbandi að fljóta með, ef einhverjir skyldu hafa áhuga á að tékka á því. Koma svo, það er bara júróvísjón einu sinni á ári! :)

 

 

Fréttir?

Ég beit það í mig að ætla ekki að taka þetta próf... en féll á bitinu og tók það áðan. Niðurstöðurnar koma ekkert á óvart... nema þessi 60% sem Íslandshreyfing fær frá mér... iss!

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 37.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 40%
Stuðningur við Samfylkinguna: 75%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 37.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 47%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 60%

Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Samfylkingarinnar!

 Ohh.. verð svo bara að tjá mig um það hversu leiðinlegur mér finnst Björn Bjarna... það er eitthvað við hann. Eða kannski er það einmitt málið, það er einmitt EKKERT við hann!

 


La Vita e Bella!

VogVog: Það leikur allt í höndunum á þér. Þú rúllar upp verkefnum sem aðrir eiga í mesta basli með að leysa. Þú gerir það með háttvísi og allar dyr standa þér opnar.
 
 
Einmitt það... er það þess vegna sem við Dagný höfum setið í 11 og hálfan tíma í dag að fínpússa BA ritgerðina? Ó men.. en vá hvað ég hlakka til að fá einkunn fyrir þessa elsku! Þvílíkt magn af blóði, svita og tárum (aðallega þeim) sem farið hefur í gripinn! Össs..
Styttist í skil.. styttist í undankeppni júró... styttist í aðaljúró... OG styttist í nýja ríkisstjórn. La Vita e Bella! 

X-S

Hvað á maður að kjósa?

 


Fimbulfamb - ég er fambinn!

Ætli einhver hafi misst allt hárið við það að gera BA ritgerð? Amk erum við Dagný á góðri leið með það. Hún má nú kannski alveg við því, makkinn tararna, en ég er svoddan hæna... 

Fengum s.s. ritgerðina til baka í gær, gerðum ráð fyrir henni e. helgina, og þurfum að laga pínulítið og skila henni aftur inn áður en hún fer í prentun. Hún skal svo skilast inn næsta fimmtudag svo það þurfa að vera hraðar hendur. Dagný er flogin út í vindinn, eða meira svona í sólina, beyglan bara í Orlando. En ég svosem kvarta ekki, fæ glaðning þegar hún kemur aftur :) Sko fyrir utan það að hún sé komin aftur til að halda geðheilsunni minni gangandi. 

Spilafíkn minni verður svalað í kvöld (ekki það að ég hafi ekki verið að spila síðustu kvöld við Ellu fænku.. neeee) þegar ég rústa fólkinu í Fimbulfambi. Ég er ótrúlega góð í því, án djóks. Þetta spil er ein mesta snilld sem ég hef kynnst hin síðari ár. Hvað það er gaman að geta bullað og bullað - og fengið stig fyrir það. Ég er alveg viss um að bloggvinur minn hann Tommi rústi mér í þessu spili. Þvælan sem kemur uppúr manninum :)  Eiki telur að hann eigi eftir að vinna mig.. hohoho... bíðum nú bara. Þorir einhver að veðja?

Í fyrró ætla ég svo að fara ásamt Magga formanni og Kamillu hormanni á Samfórútunni norður á Akureyri. Þar verður margt um manninn og konuna og að sjálfsögðu þarf að sinna landsbyggðinni líka! Svo þarf ég að ræða við hana Kam um tuskur... annars er víst dýrið laust. Hnátan eitthvað hneyksluð á því að ég skuli vera að gefa snilldar húsráð í Fréttablaðinu í gær. Sussubía.

En.. ég legg gulrótarköku undir að ég rústi Fimbulfambinu í kvöld... any givers? 


Slowdance - ljóð

Var að fá sent í pósti ljóð eftir ungling sem er með krabbamein á háu stigi. Verð að deila því með ykkur, ansi góð áminning.

SLOW DANCE

Have you ever watched kids
On a merry-go-round?
Or listened to the rain
Slapping on the ground?
Ever followed a butterfly's erratic flight?
Or gazed at the sun into the fading night?
You better slow down.
Don't dance so fast.
Time is short.
The music won't last.

Do you run through each day
On the fly?
When you ask How are you?
Do you hear the reply?
When the day is done
Do you lie in your bed
With the next hundred chores
Running through your head?
You'd better slow down
Don't dance so fast.
Time is short.
The music won't last.


Ever told your child,
We'll do it tomorrow?
And in your haste,
Not see his sorrow?
Ever lost touch,
Let a good friendship die
Cause you never had time
To call and say,"Hi"
You'd better slow down.
Don't dance so fast.
Time is short.
The music won't last.
When you run so fast to get somewhere
You miss half the fun of getting there.
When you worry and hurry through your day,
It is like an unopened gift....

Thrown away.
Life is not a race.
Do take it slower
Hear the music
Before the song is over.
 


Píííííb.....

Sit á Hressó með Dagnýjunni minni... við erum óaðskiljanlegar eftir samvinnuna :) Við eigum að vera að semja ræðu sem skal flytjast á morgun - síðasta skóladag minn sem félagsráðgjafarnemi. Ræðan á að fjalla um stöðu félagsráðgjafar nú, hvernig við sjáum félagsráðgjöfina eftir 5 ár og n.k. SVÓT greining á stéttinni. Yfirleitt hefði ég rumpað þessu af, hrist þetta framúr vinstri erminni - en nú er ég blank. Eins og línurit sjúklings í Grey´s Anatomy... píííííb... 

Svo er bara ein lítil greinagerð um starfsnámið mitt eftir og þá er þetta búið. Þar sem það er svona ógurlega lítið eftir virðist öll orkan vera búin. Skóladagurinn virðist sem endalaus, ég geyspa eins og ég sé að láta lífið af næringarskorti, heilinn er í súrefnisdái og allt er einhvern veginn meira spennó en akkúrat allt sem tengist skólanum. Spés.

Svakalega var kjánalegt að horfa á Ástu Möller í fréttunum í gærkvöldi. Eymingja konan, þetta hefur verið skellur fyrir hana. Fólkið í Valhöll eflaust ekki ánægt með ummæli hennar. Sei sei.

Annars kíkti ég á fjölskylduhátíð Samfó á Selfossi í gær með henni Þóru minni, hátíðardaginn 1. maí. Múgur og margmenni, enda enginn annar en bloggvinur minn hann Tommi að útdeila pulsum með öllu nema rauðkáli. Við meikuðum þó ekki langa hríð í hríðinni... skunduðum á Sólheima, heilsuðum uppá vini okkar þar og drukkum lífrænt ræktað gos. Við Þóra kynntumst einmitt á Sólheimum þegar við vorum báðar að vinna þar. Staðurinn er yndislegur og mæli ég þokkalega með því að fólk skelli sér uppí sveit og skoði frábæra listsýningu hjá henni Jólu.

Sjettörinn... 10 dagar í kosningar og rúm vika í júró... titringur? Njaaa... ;) 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband