Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Fanney Dóra giftir sig?

Brúðkaupið gekk glimrandi vel í gær. Við amma náðum að koma Hönnu Mettu í kjólinn í tæka tíð, alveg nokkuð mál að klæðast slíkri múnderíngu. Athöfnin var æðisleg og söngvarinn í kirkjunni, Bjarni Atlason, alveg stórkostlegur. Ég var á fullu að laga slóðann (eða skottið eins og afi sagði) í kirkjunni svo allt liti vel út. Eftir athöfnina drifum við okkur á Hótel Búðir því ég þurfti náttúrulega að taka á móti fólkinu. Veðrið var mjög fínt og allir kátir þrátt fyrir nokkrar tárleifar á kinnum, það fylgir alltaf. Þegar svo brúðhjónin mættu á Búðir voru gestirnir tilbúnir með hrísgrjón til að kasta yfir þau og svo var skálað. Salurinn sem við borðuðum í var stórglæsilega skreyttur og maturinn var unaður. Yfirþjónninn algjör demantur sem og allir þjónarnir, redduðu öllu því sem þurfti - ólíklegustu hlutum líka! Ég held ég hafi nú ekki gert mikið af vitleysum í veislustjórninni - byrjaði samt á að minna fólk sem ætlaði að reykja hass að hótelið væri reyklaust... Eftir aðalréttinn var komið að aðalliðnum - eða svona - en það var sú athöfn þegar brúðurin kastar brúðarvendi til ógiftra kvenna. Keppnismanneskjan ég tók mér stöðu á góðum stað og allar biðum við óþreyjufullar. Það endaði svo þannig að ég og Bára frænka gripum vöndinn en ég stóð uppi sem sigurvegari (enda náði hún bara rétt í stilkana). Þá vitum við það, af þeim sem voru í þessu brúðkaupi er ég næst til þess að ganga í hnapphelduna.. jasko... sem sagt, ekki gifting næstu árin í þessari fjölskyldu! Hahaha... En þetta var þrusufjör og gaman að allt skyldi ganga vel. Á reyndar eftir að heyra í Hönnu og Jóni í dag, en ég og systir Jóns settum hrísgrjón í rúmin þeirra á Hótel Búðum.. tíhíhíhí...

Í dag er unaðslegt veður, glampasólskin og logn. Ég ætla því að bruna með lil sys og Herdísi frænku í Stykkishólm og sleikja sólina þar í sundlauginni. Eini gallinn við Ólafsvík er að það er engin útilaug.. og það er ekki mikið um vinnu... og það vantar álitlega karlmenn.. best ég hætti núna.


update..

Jæja... allt að gerast á þessum bæ get ég sagt ykkur. Hrísgrjónapokarnir komnir uppí 50 (bara 15 eftir), búin að ná í kjólinn í hreinsun og skóna til skósmiðsins. Búin að vera ofurdúleg í dag, vei vei! Ég er svo að fara núna á eftir á tónleika í Dómkirkjunni þar sem verið er að frumflytja verk eftir Tónskáldið mitt. Kvöldinu verður varið meðal skemmtilegra stelpna, kíkt e.t.v. smá rölt í bæinn á Rósenberg, Hverfis og Victor... Hvur veit? Á morgun ætla ég svo að klára útréttingarnar, hrísgrjónapokana, pakka niður og skutlast vestur í Víkina góðu er kennd er við Ólaf.

Ég er búin að ákveða með hverjum ég ætla að halda í Rockstar Supernova, fyrir utan Magna auðvitað! Stormurinn er að mínu skapi og ætla ég að hvetja hana til dáða - á meðan hún stendur sig. Mér fannst hún ótrúlega flott í gærkvöldi, eiginlega bara langflottust.


Dúllídúllídúllí...

Var að fá þetta sent, voðalega krúttlegt :)

Kannski verðum við að hitta ranga fólkið áður en við hittum rétta fólkið, svo að við kunnum að vera þakklát þegar við hittum loksins þann sem hentar okkur. Kannski opnast dyr hamingjunnar á einum stað um leið og þær lokast á öðrum, en oft störum við svo lengi á lokuðu dyrnar að við sjáum ekki hinar sem hafa opnast.

Kannski er bestu vinurinn sá sem þú getur rólað þér með á veröndinni án þess að segja orð og síðan gengið í burtu og liðið eins og þú hafir átt eitt besta samtal ævi þinnar. Kannski er satt að við vitum ekki hvað við höfum átt þangað til að við missum það, en það er líka satt að við vitum oft ekki hvers við höfum saknað fyrr en við öðlumst það. Það eitt að gefa einhverjum alla okkar ást tryggir ekki að viðkomandi elski okkur á móti. Ekki búast við ást í skiptum fyrir ást; bíddu þangað til ástin vex í hjörtum annarra og ef það gerist ekki, skaltu þakka fyrir að ástin hafi vaxið og dafnað í þínu hjarta.  

Kannski tekur það einungis mínútu að brjóta einhvern niður, klukkutíma að láta sér líka við einhvern og einn dag að verða ástfangin af einhverjum, en það getur tekið lífstíð að gleyma einhverjum. Kannski ættir þú að reyna að ná í einhvern sem fær þig til að brosa, vegna þess að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Ekki fara eftir útliti, það getur blekkt. Ekki fara eftir auðævum, þau geta horfið. Finndu einhvern sem fær hjarta þitt til að brosa.

Þegar þú fæddist varstu grátandi og allir í kringum þig voru brosandi. Lifðu þannig að þegar þú deyrð verðir þú brosandi og allir í kringum þig grátandi.

 


Hrísgrjónapokarnir góðu

Smá update.. ég hálfnuð með hrísgrjónapokana. Þvílíkt sem ég er mikil brussa en einhvern veginn gengur þetta upp. Þetta lúkkar líka bara nokkuð vel, þó ég segi sjálf frá :) Afar stolt af þessu framtaki, verst að þetta verður skemmilagt á laugardaginn. Það verður þó í ærnum tilgangi, enda ekki á hverjum degi sem Hanna metta frænkan mín giftir sig. Ég verð nú að viðurkenna að það er komin smá svona fiðringur í mallann fyrir laugardaginn. Hef aldrei verið veislustjóri í brúðkaupi, bara árshátíðum. En þetta reddast, þetta er allt svo yndislegt fólk að allt reddast.

Nenniði að fara á þessa síðu hérna og hlusta á lagið Kysstu tímaglasið! Hrikalega flott lag, gæsahúð allan hringinn bara. Lagið er samið eftir snjóflóðin fyrir vestan. Klárlega er "live" flutningurinn eitt það flottasta sem ég hef séð. Annars er hann Svabbi víst að spila á Rósenberg í kvöld...

P.s. Ó mæ Gaaad!!

P.s.2. Múhahahahahahahaha!!!


Rockstar Supernova!

Gríðarleg spenna í kvöld. Ekki nóg með að það sé massívur leikur í uppsiglingu (Frakkland - Portúgal) heldur er fyrsti þáttur Rockstar Supernova í kvöld. Eins og allir ættu að vita er Mr. Magni þátttakandi í þáttunum og á eflaust hug okkar allra. Hver þekkir ekki alla Íslendinga þegar á erlenda grundu er kominn?

Það er óvíst hvernig ég mun verja kvöldinu.. en án efa verður það stórkostlegt.


Hnoðri og fótbolti

Hnoðrinn minn dafnar vel hjá mér.. eftir að ég sullaði mat yfir allt búrið hans. Það er svosem í lagi þar sem hann fer ætíð ofan í matarskálina og kafar ofan í hana með tilheyrandi látum. Krúttið. Mig langar rosalega til þess að versla svona kúlu fyrir hann, sem hann getur hlaupið um íbúðina í og ekki týnst.

Það er nú aðeins meira mál en ég hélt að búa til svona hrísgrjónapoka... ekki það að þetta sé gríðarlegt mál, ég er bara svo mikil brussa. Núna er ég að hamast við að binda slaufu á þennan tæní tæní borða sem á að fara utan um... en þetta er svo svakalega gaman, ég með tunguna útúr mér (vanda-sig-svipurinn) og góða tónlist. Svei mér þá ef ég er ekki bara orðin örlítið (Þóra ég segi ÖRlítið) sáttari við höfuðborgina í kvöld en ég var í gærkvöldi...

Sjettörinn! Leikurinn áðan, Ítalía - Þýskaland! Ég var að fara úr límingunum á tímabili... stóð uppí sófa öskrandi og gólandi... jahérna hér, ef þetta telst ekki til meðvirkni þá veit ég ekki hvað. Hlakka til að sjá fleiri svona sjúklega góða leiki!

Jæja, Hr. Hnoðri og hrísgrjónin bíða mín... awwwww


Newsflash...

Ég er orðin barnapía í 2 vikur... ekki er ég svo fórnfús að passa barn/börn í heilar 2 vikur heldur krúttlegasta dýr sem ég hef augum litið - dverghamstur litlu frænku minnar sem ég hef ákveðið að heiti Hnoðri. Við þetta litla krútt tala ég heilu og hálfu dagana og ætla að taka hann með vestur um helgina.. kallgreyið getur ekki verið aleinn hérna í borginni!

Nú svo er ég öll í föndrinu núna.. er að föndra hrikalega kjútí hrísgrjónapoka fyrir brúðkaupið á laugardaginn. Guð hjálpi mér þegar ég gifti mig, á eftir að missa mig í föndri og þurfa taka brúðkaupsundirbúningsorlof... oh well, ekki það að það sé á planinu strax!


Aftur í borgina

Hmmm... Færeyskir dagar? Ég skemmti mér stórkostlega með mínu fólki... Rólegheitaföstudagskvöld þannig séð og ég fór "snemma" heim miðað við allt. Eiki og Lena komu svo á laugardeginum og tjölduðu við húsið mitt sem og kom Bjössi sem vinnur með mér og vinir hans. 22ja manna grillveisla á pallinum heima sem endaði með því að eldra fólkið fór að horfa á dvd-tónleika með Eagles og Clapton en við unga fólkið sátum í stofunni og héldum gítarpartý. Óóóóendanlega gaman og ópalflaskan gekk á milli fólks.. mmm... Kíkti pínu á ballið með Jónsa.. ergo sum: fín helgi.

Nú er kellan komin aftur í borgina - en þó ekki lengi. Fer aftur vestur á fimmtudaginn, enda er Hanna Metta frænka að fara gifta sig honum Jóni. Þangað til ætla ég að föndra hrísgrjónapokana og dúllast hérna heima... kíkja kannski smá á kaffihús - hver veit ;) Annars er ég voða voða kát þessa dagana og með fiðring... það er alltaf gaman :)


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband