Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Að kynnast fólki er góð skemmtun

Mér finnst ótrúlega gaman þegar ég hitti skemmtilegt fólk. Nánast allt fólk er skemmtilegt, á einhvern hátt amk. Maður er manns gaman, ekki satt? Svo er bara spurning hvað maður vill hafa mikið gaman. Ég er svakalega heppin því ég þekki hrikalega mikið af stórskemmtilegu fólki. Fjölskyldan mín og ættingjar eru skemmtilegt fólk, vinir mínir eru skemmtilegir, fólkið sem ég vinn með er skemmtilegt osfrv.

Þegar maður kynnist nýju fólki er maður yfirleitt ekki með persónuleikann sinn í botni, kannski bara svona 70%. Maður tékkar hvort húmorinn sé að skila sér og hvort það sé við hæfi að segja þetta og hitt. Öðru hvoru hittir maður þó fólk sem er þannig úr garði gert að persónuleiki manns fer ósjálfrátt í 100% upptjún og maður gleymir að vera aðeins til baka á meðan maður er að kynnast. Ég hef þó komist að því að þetta fólk, sem fær mann til að gleyma því að skrúfa fyrir smá af persónuleikanum, er iðulega skemmtilegasta fólkið - annars væri maður ekki svona "maður sjálfur" við fyrstu kynni.

Jæja nóg um það. Er svona að jafna mig eftir að hafa klúðrað súkkulaðikökunni í gær. Fáránlegt alveg. Lenti síðast í þessu þegar ég bjó með Jóni Eggerti og Svenna á Akureyrinni. Ætlaði svoleiðis að vera búin að gera skúffuköku aldarinnar þegar Svenni kæmi heim úr vinnunni. Svo ákvað Fannsa að fara í sturtu og gleymdi sér þar... rankaði við mér við reykskynjarann. Nota Bene: þetta er fyrir 6 árum gott fólk! En ljósi punkturinn er að það var vel hægt að borða kökuna sem ég gerði í gær, ekki kökuna fyrir 6 árum. Það tók mig marga daga að ná henni úr forminu...


Góð kvöldstund gefur góða nótt

Þó svo að franska súkkulaðikakan hafi klikkað (skil þetta ekki) þá er ekki úr vegi að birta þetta:


Ég er ánægð með þetta!

Mikið er ég nú ánægð með þetta! Samt ekki þannig að ég sé voða kát yfir því að þessi fangi var laminn, heldur hitt að hann hafi kært árásina og allt hafi farið í gang. Þetta minnir okkur e.t.v. pínkulítið á að fangelsin (hérlendis?) eru ekki alveg eins og í Prison break eða kvikmyndum þar sem þjösnanst er á föngum og þeir láta það yfir sig ganga, m.a. sökum hræðslu. Annars veit maður ekki, kannski er þetta einn af hundrað sem kærir, hinir meika það ekki. Alveg finnst mér þetta spennandi svið, réttarfélagsráðgjöfin. Jidúddamía... ég held ég eigi aldrei eftir að finnna "mitt svið" innan félagsráðgjafarinnar, það kemur einfaldlega alltof margt til greina. Ah, well, er að hugsa um að skella mér í sund þó svo að engin sé sólin. Frí í dag (aka svefndagur skv vaktaplani) OG frí á morgun - hvað er að gerast? Klárlega verð ég að fara sinna henni Þóru minni þar sem ég hef ekki hitt hana í laaaangan tíma.

Gleymdi alveg að minnast á hvaða snilldargjöf Hjördís og Þórey* færðu kellingunni við aðskilnaðinn í gær. Haldiði að pjöllurnar hafi ekki farið og verslað Good grip hvítlauksrifjaafhýðarann sem mig langaði svo í og bloggaði um fyrir stuttu? Algjörir snillingar. Núna get ég haldið áfram að elda úr nóg nóg nóg af hvítlauk :D

*Þessar myndir tengjast ekkert umræddum stúlkum.


mbl.is Fangi á Litla-Hrauni kærði líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næturvaktir - so long!!

Jibbíkóla... 2 og hálfur tími eftir af þessari síðustu næturvakt minni í sumar. Það er ekki laust við að ég sé ofurkát með það, 17 næturvaktir á tæpum 2 mánuðum eru ekki minn tebolli, held ég hafi náð að koma því til skila í fyrri færslum. Ólíkt öðrum vöktum þá er ég ekki vitund þreytt, enda búin að vera á skrilljón í alla nótt. Búin að grunna og forvinna bæði málverkin, bæði litla hennar Hjördísar og stóra stóra hennar Þóreyjar. Þau urðu aðeins öðruvísi en ég hafði hugsað mér í upphafi, en ég held að þau muni koma bara ansi vel út. Sjáum til...

Rosalega væri ég til í að vakna alltaf kl. sex á morgnana og fara í sund. Það er ólýsanlegt hvernig veðrið er búið að vera í morgun, alveg frá því kl. fimm. Sólin að teygja sig í alla króka og kima, lognið algjört og hitinn að stíga. Ég er m.a.s. búin að hafa opið út á svalir í alla nótt! Mig langar mest til þess að sleppa því að sofa í dag og kíkja eitthvert út - í sund, göngutúr í sveitinni eða á línuskauta.

Dr. Mister og Mr. Handsome er nýja uppáhalds bandið mitt. Er algjörlega að fíla tónlistina þeirra og get vart beðið eftir plötunni þeirra sem kemur í búðir 20. júlí. Fann þá á MySpace og er búin að vera aaaaansi dúleg að hlusta í nótt...

Ég er búin að ákveða að kíkja út á fimmtudagskvöldið. Dagný flugfreyjutútta ætlar að koma með mér, enda tími til kominn. Aumingjans kellingin er grasekkja um þessar mundir og því tilvalið að nota tímann í vitleysu... :)

Jæja.. þarf ég ekki að fara vekja fólkið hérna og kveikja undir hafragrautnum?


Týpísk ég..

Tók með mér 2 striga og málningu í vinnuna nú í kvöld. Ætla að nýta tímann hérna og reyna að koma einhverju frá mér. Enn hef ég ekki fjárfest í trönum og segi sjálfri mér að best sé að mála myndirnar þegar þær liggja á gólfinu eða á borði. Ég er ekki alveg viss ennþá, en það hlýtur að koma. Ef ég verð ekki sannfærð í lok sumars þá held ég að ég verði bara að fjárfesta í stórum trönum, ættu ekki að vera svo dýrar. Enívei...

Byrjaði á mynd sem ég er að gera fyrir Hjördísi vinkonu mína. Meðalstór mynd svo það var lítið mál að grunna hana. En neinei, brussustelpan hún Fanney Dóra gat náttúrulega sett alveg 6 slettur í pilsið sitt. Hljóp eins og vindurinn inní þvottahús og reif mig úr pilsinu í þeim tilgangi að ná slettunum úr - og það tókst. Pilsið er komið á ofninn inná skrifstofu en á meðan spranga ég um allt húsið á sokkabuxunum einum fata - eða svona nánast. Er reyndar í hlírabol. Dró fyrir alla glugga svo fólk haldi ekki að allt sé orðið vitlaust hérna á skammtímavistuninni. Ég vafði líka teppi utan um mig, en vandamálið er að þetta er flísteppi svo núna er ég þokkalega on fire!


Afmælisbarn dagsins...

.... er enginn annar en hinn sívinsæli strandvörður David Hasselhoff. Í tilefni þessa merkisdags ætla ég að leyfa ykkur að njóta þessara mynda af kallinum sem nú hefur fyllt árin 54. Hassi, we love you!

 


Loose, footloose

Þá er túttan mætt á enn eina (fokk...) næturvaktina. Ég er greinilega ekki týpan í svona leiðindi, er alveg ekki að meika þetta. Össs..

Annars er ég með góða gesti heima hjá mér núna (og gestgjafinn fjarri góðu gamni, djö...) en Hjördís og Þórey komu alla leið frá Snæfellsnesinu. Þær voru mættar í verslanir í morgun og ég hitti þær svo þegar ég hafði fengið mér bjútíslíp eftir næturvaktina. Skoðuðum alveg heilmikið í búðum en versluðum eitthvað minna, sem er bara fínt. Í kvöld fórum við svo allar saman á Footloose í Borgarleikhúsinu og verð ég að segja að ég er ánægð. Var búin að heyra að þetta væri ekkert svakalega skemmtilegt, en ég skemmti mér voða vel. Dansararnir eru mjög flottir og lögin líka fín. Halla Vilhjálmsdóttir sem leikur aðalkvenhlutverkið er snillingur! Gjörsamlega ótrúlega kúl leikkona og stórkostleg rödd sem túttan hefur. Svo er þarna falin gimsteinn sem leikur eina vinkonuna, ótrúlega fyndin karakter sem leikin er þarna. Veivei, þetta var bara skrambi gaman.

En gamanið er víst búið núna.. allir hér komnir í rúmið og mín bíður ekkert nema 2. flokks afþreying. Sá samt mér til mikillar skemmtunar að á Bíórásinni í nótt er sýnd myndin Good girl með Jennifer Aniston og Jake Gyllenhal (slefslef og slurpslurp og nammnamm) svo ég á eitthvað smá gotterí í vændum. Get líka horft á Bachelorette endursýndan sem og Law and order: Criminal intent og Wanted... Óvúbbí...  Gæfi mikið fyrir að sitja heima hjá vinkonum mínum með kaldan öl í hendi og góða tónlist á fóninum.


Afmælisbarn dagsins

Ég skrifaði færslu ekki alls fyrir löngu um Beverly Hills og það að ég hefði mest verið skotin í David sem leikin var af Brian Austin Green. Kappinn á afmæli í dag, 33ja ára. Ég sendi honum hamingju óskir í tilefni þessa. Brian, þú ert maðurinn!

Verð nú samt að játa að ég myndi nú alveg samþykkta deit með honum í dag, þó svo að ég hafi komið með langa ræðu um hversu ósexý hann var hérna í denn... Fólk fríkkar með aldrinum, það er staðreynd!

Já.. greinilegt að ég er enn á ný mætt á næturvakt. Og greininlegt að það er föstudagskvöld því fáir eru á ferli í hinum heiminum mínum (msn) um þessar mundir og því bíður mín ekkert nema sjónvarp og bókin sem ég er föst í núna.


Bush = vélmenni

Fékk þetta sent frá Eika Keisara.. hrikalega sneddý :)

Hafiði tekið eftir hvað Skjár einn er allt í einu farinn að spila mikið af lögum með Á móti sól? Hef verið á hlusta á þetta á næturnar í vinnunni og var með kveikt á þessu áðan. Fullt af gömlum lögum þar sem Magni hafði hár... frekar fyndið að sjá svona gömul myndbönd. Hann er klárlega miklu meira kúl með ekkert hár.


9 börn?

Almáttugur minn! Ég fékk bara netta verki við að lesa þessa frétt, ekki laust við að ég beri mikla virðingu fyrir þessari konu sem eignaðist 9 börn! En það er ekki allt, þessi 11 manna fjölskylda býr saman í 2ja herbergja íbúð! Úff.. spurning um að benda þeim á að sækja um Au-pair eða eitthvað..

Mig langar ógeðslega mikið í flottan hníf sem býtur mjög vel, svona ALVÖRU hníf. Það skiptir óendanlega miklu máli þegar maður er að elda - breytir eiginlega bara öllu. Mig langar líka í svona gúmmíhulsu til að afhýða hvítlauk. Sá þessa snilld í Hagkaup um daginn og prófaði þetta heima hjá Ellu og Jóni. Núna er ég frelsuð!


mbl.is "Þetta verður mikil vinna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband