Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
30.10.2006 | 10:20
Nóvember gegn nauðgunum
Vei vei vei!
Fíla svona í tætlur.. brjálæðislega sniðugt!
Vá hvað ég vildi að ég væri starfsmaður í Hinu húsinu, váts váts...
Jafningjafræðslan stendur fyrir Nóvember gegn nauðgunum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.10.2006 | 09:16
Skrifaðu undir!
Í Færeyjum er löglegt að hóta, hæða og niðurlægja homma og lesbíur. Danskur háskólanemi hefur hafið alþjóðlega undirskriftasöfnun, til þess að fá þessu breytt.Í næsta mánuði mun lögþingið í Færeyjum greiða atkvæði um lög sem gera það ólöglegt og refsivert að níðast á samkynhneigðum þegnum eyríkisins. Frumvarpið var einnig lagt fram á síðasta ári, og þá var það fellt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Margir hinna færeysku þingmanna þrumuðu þá, með Biblíuna í hendinni,
að karlmenn sem lægju með karlmönnum kæmust ekki í himnaríki. Fram að atkvæðagreiðslunni ætlar danski háskólaneminn Nynne Nörup að safna undirskriftum á netfanginu www.act-against-homophobia.underskrifter.dk. Undirskriftalistinn verður svo afhentur lögþinginu áður en atkvæðagreiðslan hefst.
Tekið af Vefritinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2006 | 12:46
Síðasti í sælu
Í dag er víst síðasti í sælu, ég þarf að bruna aftur til borgarinnar eftir kvöldmat í kvöld. Alveg væri ég til í að vera hérna lengur, bömmer að vera bara ekki í fjarnámi. En það er víst ekki möguleiki í mínu námi, 80% mætingarskylda var það heillin. Blahh..
Fékk gourmet lambalæri í gærkvöldi, með grænum baunum, rauðkáli og tilheyrandi. Klikkar aldrei, a.m.k. aldrei hjá mömmu. Við lilsys höfðum svo gert eftirrétt fyrr um daginn, lagskiptan, sem samanstóð af 3 gerðum af búðingi, ávöxtum, súkkulaði og jarðarberjamauki. Í kvöld er það svo kjötsúpa og pönnukökur hjá ömmu og afa í sveitinni. Ég er bara farin að kvíða því að fara á vigtina á þriðjudaginn
Í gærdag var hér múgur og margmenni, en við buðum til kaffiveislu þar sem frelsarinn var kominn (þ.e. ég). Systkini mömmu og pabba komu og ömmur mínar báðar. Mjög þægilegt að halda bara svona kaffiboð, í stað þess að vera á þeysingi alla helgina til að hitta sem flesta. Þarna sló ég margar margar flugur í einu höggi.
Veðrið er svo geggjað hérna, sól og alveg logn og mjög mjög ferskt loftið. Ætla að taka mér göngu á eftir og ná í Kermit, en hann er hjá Þórey því við vinkonurnar hittumst þar í gærkvöldi og gerðum okkur glatt kvöld :) Svo þarf ég líka að kjósa í prófkjöri Samfó hér á bæ og kannski ég smelli mér í búðina í leiðinni. Ég er pínu svekkt að geta ekki kosið í Kraganum. Svakalega myndi ég kjósa Jens í 4. sætið, snillingur þar á ferð, segi og skrifa það. Þá myndi ég líka kjósa Kötu Júl í 2. sætið, hiklaust, og Þórunni í 1. sætið. En hérna í NV-kjördæmi stend ég alveg á gati... svona nokkurn veginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.10.2006 | 00:00
Aldrei aftur í vondu skapi!
Sá þetta um daginn og verð að deila þessu með ykkur, bara verð. Þetta er sem sagt myndband sem fær hörðustu einstaklingana til að skríkja eins og smástelpur á fótboltaleik..
Annars fór ég, veika konan, í leikhús í kvöld. Fékk boðsmiða á Amadeus í Borgarleikhúsinu. Verkið var 3 klukkutímar með hléi - geisp. Meðalaldurinn á gestunum var ca 60 ár, en krakkinn sem sat við hliðiná okkur dró meðaltalið allsvakalega niður. Hann var með Hrís-poka allan tímann fyrir hlé, með tilheyrandi látum, svo var hann að slá saman höndum í gríð og erg. Sem betur fer sat Bjössi við hliðiná þessum krakka, ég hefði eflaust sagt eitthvað við orminn. Annars fær verkið í mesta lagi 2 stjörnur af 5 mögulegum, og báðar fyrir leik Hilmis Snæs og þess sem lék Mozart. Annað var prump - eða rassblautur skíthæll eins og Mozart orðaði það svo vel.
Nú mæli ég með því að þið rífið ykkur upp í fyrramálið og mætið á málstofu félagsráðgjafarskorar kl. 11, í stofu 102 í Lögbergi. Málstofustjórinn verður einkar fagur að þessu sinni - líkt og í fyrra reyndar. Svo bíður mín ferska loftið undir Jökli. Sæluhelgi framundan - fjarri löggum, sjúkrabílum, umferðarljósum, stöðvunarskyldum, hægri-rétti, umferðarteppu, hávaða, húsaflóði og þess háttar. Váts hvað það er langt síðan ég fór heim síðast!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.10.2006 | 12:27
Brandari standari
Meig nánast niðurúr þegar ég las þennan brandara á bloggsíður saumaklúbbsins míns. Ég sé þetta svo visualt fyrir mér... Adam í góðu glensi að spræna.. múhahahahaha
Þegar Guð hafði skapað Adam og Evu sagði hann: "Nú á ég tvær gjafir eftir handa ykkur, kúnstina að pissa standandi og..".."Hana vil ég fá!" hrópaði Adam. Eva kinkaði kolli játandi og Adam fékk gjöfina... Adam skríkti af kæti, hljóp um allan lystigarðinn, pissaði á trén upp og niður, þaut niður á strönd og pissaði allskyns munstur í sandinn... Guð og Eva fylgdust kímin með hamingju Adams og Eva spurði "hver er hin gjöfin?" Guð svaraði: "Heilinn, Eva... heilinn.."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2006 | 23:05
Girl, Interrupted
Alveg var ég búin að gleyma hvað Jared Leto er guðdómlega fallegur. Hann er samt pínu feminine en samt fallegur. Sérstaklega í þessari mynd, þá er hann skeggjaður.. namm... Muniði hvað My so called life voru snilldar góðir þættir, hérna í denn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.10.2006 | 14:12
Bláu börnin í Chernobyl
Á síðustu vikum hef ég verið að uppgötva undur og stórmerki á Vísi.is - veftíví. Hef ég horft á allmarga Kompás-þætti, sem by the way eru tær snilld. Núna áðan fannst mér titill eins þáttar vera athyglisverður - Bláu börnin. Ég náði að horfa á allan þáttinn, ýmist með hroll upp allt bakið eða með tárin í augunum. Ég mæli svo eindregið með því að þið gefið ykkur tíma í að horfa á þetta, ef þið hafið ekki gert það núþegar. Þáttinn má finna HÉRNA.
Hugsiði ykkur. Chernobyl er rétt hjá Kiev, höfuðborg Úkraínu. Borgin var yfirgefin árið 1986, þegar slysið varð, en ennþá eru nokkrar sálir sem búa þarna. Enn þann dag í dag eru afleiðingar sprengingarinnar að koma í ljós og munu halda áfram að koma í ljós næstu áratugina. Börn sem fæðast á þessum svæðum eiga sér mörg hver enga framtíð sökum sjúkdóma og þroskahömlunar. Heil kynslóð nánast strokuð út. Hugsiði ykkur!
Annars má finna upplýsingar um slysið og áhrif geilsunarinnar á heimasíðu Geilsavarna ríkisins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2006 | 13:19
*Hóst* Halló
Komst hvorki í tíma í morgun né á fyrirlestur Immaculé í hádeginu. Gat ekki einu sinni sofið út. Mathákurinn er lasinn. Ég hóstaði næstum því í alla nótt og á svakalega bágt. Fæ samviskubit að hafa ekki mætt í skólann og finnst ömurlegt að hafa misst af tímanum, hann hljómaði spennó. Til að reyna milda bit samviskunnar hef ég lesið í skólabókunum í morgun, milli þess sem ég fæ hóstaköst og hita meira te. Ú vúbbí, alveg það sem ég hef taugar í - hanga heima og gera ekkert.
Ég misreiknaði mig þegar ég sagði að ég þyrfti engan annan í íbúðina mína en Feita Strák. Hann hefur hvorki bílpróf né talanda og getur ekki farið í útréttingar fyrir mig, t.d. í Bónus, á bókasafnið, Söstrene Grene og jafnvel í ræktina bara. Any voulanteers?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.10.2006 | 00:35
Nafnið þitt á rússnesku er...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.10.2006 | 00:23
Fáránlegasta stöntið?
Þóttist vera meðvitundarlaus eftir umferðaróhapp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)