Fanney Akureyrensis

Hvers vegna á fólk eiginlega heima í Reykjavík? Jahérna.

En já, ég er sem sagt komin norður, í heilu lagi og allt dótið mitt líka. Búin að setja bleiku satínrúmfötin utan um nýju sængina mín, setja bleika unaðsmjúka flísteppið sem ég fékk frá Dagnýju á rúmið mitt, Miss Piggy er komin á góðan stað sem og allar bækurnar mínar og skóladótið. Jahá, það er gott að vera komin heim.

Er byrjuð í starfsþjálfuninni sem lítur bara út fyrir að verða mjög mjög skemmtilegt og spennandi. Það er líka eitthvað við svona "men in uniform"... Kannski verður þetta bara íslensk útgáfa af Gray´s anatomy! Hugsiði ykkur hvað það yrði nú skemmtilegt!

Ég er búin að vera ekkert smá dúleg eftir að ég kom hingað. Búin að redda netsambandinu hérna á stúdentagörðunum, búin að panta tíma fyrir Kermit í klossaskiptingu, búin að versla kort í ræktina, búin að koma öllu dótinu fyrir, búin að elda fyrstu máltíðina hérna (Rogan Josh kjúlli... indverskt.. jömmí!), búin að fara í 5 ára afmæli og fá ótrúlega gott að borða, búin að kíkja út á Karólínu með Völlunni yndislegu, búin að taka nokkra göngutúra á hálkunni sem leynist undir snjónum, búin að horfa á Kalla og sælgætisgerðina -aftur, búin að mæta á fund hjá UJA, búin að versla nýtt front á símann minn (sem er eitthvað laser dæmi.. fékk það á 50% afslætti sem var fínt), búin með eina hæð í konfektkassanum sem ég var send með úr Garðabænum, búin að lesa bókina sem ég var með, búin að byrja á annarri :),  búin að hitta Mettu frænku í Glerártorgi - þar sem svala fólkið verslar - og lofa að elda (nú eða baka, eða bæði) fyrir skinnið.... afar dugleg!

busy%20busy%20mouse

Ahhh... núna þarf ég bara að fara litast um eftir vinnu hérna! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha krúttleg mynd! það er eiginlega skárra að vera hérna þegar maður getur rekist á kunnugleg andlit! :D það eina sem ég er búin að gera síðan ég kom er að taka uppúr töskunni og drasla til...

metta (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 20:06

2 identicon

sæl krúttið mitt, það er nú ekkert nýtt að þú sért dúleg ..... þú bara manst ekki alltaf eftir því ..... hurru þetta með að eiga heima á Agureyris.... hummhumm....veit EltonJón afissu ?? ..... veit ekki hvort hann samþykkir það !!!! luv mom S7

mamma á Strandveginum (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 12:03

3 identicon

bara svona segja hæ :)
Gott að það er gaman á akureyri....

ég lít í heimsókn næst þegar ég kem :) sem verður líklegast bráðum :*

kv. Dagga

dagga (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 00:38

4 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitskvitt

Ólafur fannberg, 10.1.2007 kl. 08:38

5 Smámynd: Kolla

kvitt kvitt

Kolla, 10.1.2007 kl. 13:01

6 Smámynd: Valdís Anna Jónsdóttir

einu sinni söng líka Rut Reginalds, Á Akureyri er gott að vera, og gott er fólkið sem þar býr... ég er alveg sammála henni! Svo er líka enn skemmtilegra þegar svona skemmtilegt fólk flytur í bæinn:)

En halló, það er enginn smá dugnaður í minni! fjúff!! 

En síjú á morgun:) 

Valdís Anna Jónsdóttir, 10.1.2007 kl. 17:46

7 identicon

langaði til þess að kasta á þig kveðju þar sem ég frétti að þú værir stödd norðan heiða og deildir meira að segja sama vinnustað með mér þessa stundina. vonandi rekst maður eitthvað á þig!

hilsen, kristján.

kristján sturlu (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 06:26

8 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Metta mín, nú fer að styttast í að þú fáir alvöru mat... Líst þér ekki vel á indverskt? Nú eða kúskús með kjúkling?

Valdís: Ég ætla rétt að vona að þú sért ekki að líkja mér við Ruth Reginalds.. þá máttu finna mig í fjöru - grýttri fjöru..

Kristján: Sælir höfðingi, gaman að heyra frá þér. Það er miklar líkur á að við rekumst hvort á annað, a.m.k. er ég alltaf að sjá ný andlit á göngunum og því hlýtur að koma að því að ég sé þitt! :)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 11.1.2007 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband