Aldrei aftur í vondu skapi!

Sá þetta um daginn og verð að deila þessu með ykkur, bara verð. Þetta er sem sagt myndband sem fær hörðustu einstaklingana til að skríkja eins og smástelpur á fótboltaleik..

Annars fór ég, veika konan, í leikhús í kvöld. Fékk boðsmiða á Amadeus í Borgarleikhúsinu. Verkið var 3 klukkutímar með hléi - geisp. Meðalaldurinn á gestunum var ca 60 ár, en krakkinn sem sat við hliðiná okkur dró meðaltalið allsvakalega niður. Hann var með Hrís-poka allan tímann fyrir hlé, með tilheyrandi látum, svo var hann að slá saman höndum í gríð og erg. Sem betur fer sat Bjössi við hliðiná þessum krakka, ég hefði eflaust sagt eitthvað við orminn. Annars fær verkið í mesta lagi 2 stjörnur af 5 mögulegum, og báðar fyrir leik Hilmis Snæs og þess sem lék Mozart. Annað var prump - eða rassblautur skíthæll eins og Mozart orðaði það svo vel.

Nú mæli ég með því að þið rífið ykkur upp í fyrramálið og mætið á málstofu félagsráðgjafarskorar kl. 11, í stofu 102 í Lögbergi. Málstofustjórinn verður einkar fagur að þessu sinni - líkt og í fyrra reyndar. Svo bíður mín ferska loftið undir Jökli. Sæluhelgi framundan - fjarri löggum, sjúkrabílum, umferðarljósum, stöðvunarskyldum, hægri-rétti, umferðarteppu, hávaða, húsaflóði og þess háttar. Váts hvað það er langt síðan ég fór heim síðast! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úff fegin að ég sleppti þessu leikriti!!
fagur var fundarstjórinn in deed, góða ferð vestur og góða helgi!
kv. Guðný

Guðný (IP-tala skráð) 27.10.2006 kl. 12:36

2 identicon

oh, mig langar líka heim í sveitina. verst að þar bíður mín enginn því gamla settið er á spáni :(

Erna María (IP-tala skráð) 27.10.2006 kl. 14:49

3 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Fundarstjórinn var hot og hás... :)

Erna: skil þig svo! Það er eitthvað við það að kíkja heim í heiðardalinn... smá orkuspark í rassinn :)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 27.10.2006 kl. 15:08

4 identicon

"fjarri löggum, sjúkrabílum, umferðarljósum, stöðvunarskyldum, hægri-rétti" er þetta ekki í sveitinni??

omg, landsbyggðin er voðalegri staður en ég hélt :Þ

kv. Bjössi Ben

p.s. takk fyrir síðast ;)

Bjössi Ben (IP-tala skráð) 27.10.2006 kl. 17:26

5 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Bjössi, þú hefur verið með mér í bíl í borg óttans... reyndar er nú sjúkrabíll hérna, en hann er aldrei (enn sem komið er) keyrandi um með sírenur og læti. Svo held ég, svei mér þá, að það sé komin ein stöðvunarskylda hjá skólanum, en hún þýðir að maður verður að stoppa áður en maður keyrir inná skólalóðina. Svona er lífið ljút hérna - eins og þú veist sjálfur drengur. Var ekki ofurnæs að koma hingað í sumar? :-o

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 28.10.2006 kl. 11:58

6 identicon

eina leiðin :) hefði þó viljað fleiri stöðvunarskyldur :D

Bjössi ben (IP-tala skráð) 28.10.2006 kl. 19:15

7 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Jidúdda! Viltu ekki bara setja upp umferðarljós líka? :O

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 28.10.2006 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband