3 - 2 - 1 - STARA!

Kl. 7:05 í morgun var verið að sýna gamlan teiknimyndaþátt frá minni barnæsku. Þrír, tveir, einn - STARA! Kærleiksbirnirnir voru náttúrulega bara æðislegir. Hvað maður gat skemmt sér vel við áhorfun. Eins og með Bevery Hills og Melrose Place þá verð ég bara að segja að þættirnir voru betri í minningunni. Þeir eru nú samt voðalega krúttlegir!

Vá hvað Scissor sisters er frábær hljómsveit. Ég uppgötvaði þá nú ekki fyrr en slagararnir fóru að hljóma í útvarpinu og byrjaði á því að hlusta á vinsælu lögin þeirra. Málið er að allur diskurinn þeirra er frábær! Núna langar mig hrikalega í nýja diskinn, önnur eins snilld á ferð vænti ég.

Fór á Afganga í gærkvöldi með Ðí Hösk og Félaga Haffa. Fyrir mitt leyti var sýningin frábær! Svakalega skemmtilegur leikur hjá þeim Elmu Lísu og Stefáni Hallli (fyndni gaurinn úr USS! auglýsingunni) um samskipti kynjanna. Það voru mýmargir punktar sem mig langaði að nótera niður, helst langar mig bara að fara aftur. Leikmyndin var stórkostleg, mjög minimalísk og flott. Verkið svissar í nokkrum tíðum sem gerir það frekar töff. Mæli eindregið með að þið kíkið á þetta verk (miðasala s. 551-4700).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband