22.9.2006 | 18:56
nýtt uppáhald...
Er búin að uppgötva fjöldann allan af djúsí mat sem er fljótlegur, ódýr og hrikalega góður.
- Lítil dós kotasæla - blanda við hana 1-1/2 tsk Garam Masala og smá steyttum kóríanderfræjum. Nota þetta ofan á volgt Naan brauð (sem m.a. fæst tilbúið í nánast öllum búðum og hægt að skella í ristina í 1 mín)
- Ainsley Harriott bollasúpurnar... namminamm! Alvöru bragð, ekki pakkabragð!
- Hafragrautur inní örbylgju - hefðbundi gamli góða, nú eða epla og kanil grautur.
- Wasa hrökkbrauð úr rúgi með sesamfræjum - með smjöri og smá Maldon-salti.. best með Ribenadjús.
Þetta er bara brotabrot af listanum... alltaf gaman að uppgötva e-ð nýtt eða finna gamlar hugmyndir.
Hér á landi voru staddir 2 æskulýðsstarfsmenn frá Rússlandi á dögunum og voru þeir í heimsókn hjá okkur í LÆF. Í gærkvöldi sýndum við þeim næturlíf borgarinnar og enduðum - surprise surprise - á Ölstofunni. Snilldarkvöld púnktur is sem endaði í Heimdellingapartýi þar sem ég skemmti mér konunglega.
Hitti Agga leikstjóra í gærkvöldi sem var stuð, hann er alltaf jafn fallegur og lokkandi. Bauð mér m.a.s. á sýninguna sína í kvöld - Afgangar heitir verkið. Hlakka svakalega til enda eeeeeeelska ég að fara í leikhús.
Næturvakt í nótt... zzzzz... gat skipt vaktinni á morgun þannig að vúbbídú, kemst í ammlisveislur! :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.