13.9.2006 | 20:05
9-11
Fékk þetta sent í pósti áðan... athyglisvert?
1. Í New York City eru 11 bókstafir
2. Í Afghanistan eru 11 bókstafir
3. Í nafni Ramsin Yuseb (Hryðjuverkamaðurinn sem hótaði að eyðileggja Twin Tower árið 1993) eru 11 bókstafir.
4. Nafnið George W Bush er 11 bókstafir
Þetta gæti allt verið hrein tilviljun, en nú verður þetta áhugavert:
1. New York er 11. fylkið
2. Í flugi 11 voru 92 farþegar (9 + 2 = 11)
3. Í flugi númer 77 sem einnig flaug á tvíburaturnana voru 65 farþegar (6 + 5 11)
4. Árasinn átti sér stað 11. september, sem er einnig þekkt sem 9/11 (9 + 1 + 1 =11)
5. Dagsetningin er eins og neyðarnúmerið í Bandaríkjunum 911 (9 + 1 + 1 = 11)
Ennþá hreinar tilviljanir?? Haltu lestrinum áfram.....
1. Heildarfjöldi fórnarlambanna sem voru í flugvélunum sem notaðar voru í árásunum var 254 (2 + 5 + 4 = 11)
2. 11. september er 254. dagurinn á árinu (2 + 5 + 4 = 11)
3. Hryðjuverkaárásin í Madríd átti sér stað 3.11.2004 (3 + 1 + 1 + 2 + 0 + 0 + 4 = 11)
4. Hryðjuverkaárásin í Madríd átti sér stað 911 dögum eftir árásina á Twin Towers.
... og nú kemur það sem er ennþá merkilegra:
Á eftir fána Bandaríkjanna (Stars and stripes) þá er Örninn þekktasta merki landsins
* Í eftirfarandi versi úr Kóraninum, hinni helgu ritningu Íslam, stendur:
"For it is written that a son of Arabia would awaken a fearsome Eagle.
The wrath of the Eagle would be felt throughout the lands of Allah and
while some of the people trembled in despair still more rejoiced:
For the wrath of the Eagle cleansed the lands of Allah and there was peace."
Þetta er vers númer 9.11 í Kóraninum.
Heldur þú ennþá að um hreinar tilviljanir sé að ræða? Prófaður þá eftirfarandi:
* Farðu í Microsoft Word og gerðu þetta:
1. Skrifaðu með hástöfum: Q33 NY. Flugnúmerið á fyrstu vélinni sem var flogið á tvíburaturnana.
2. Litaðu Q33 NY
3. Breyttu stafastærðinni í 48
4. Breyttu leturgerðinni í WINGDINGS (eða WINGDINGS 1)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Dægurmál, Trúmál og siðferði, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Þetta er merkilegt í meira lagi
inga (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 09:50
Hæ skvísa! Vildi bara benda á að t.d. var hvorugt flugið með auðkennisstafina "NY" þar sem þau voru bæði á leið frá Boston til Los Angeles.
Annars má lesa meira um þessa romsu hérna, þar sem hún er að mestu hrakin:
http://www.snopes.com/rumors/coincidence.asp
http://www.snopes.com/rumors/elevens.asp
Síðan segir líka einhversstaðar; "IT'S BULLSHIT" also has 11 letters ;)
Agnar Freyr Helgason, 14.9.2006 kl. 10:18
En hvað með allt hitt?
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 14.9.2006 kl. 12:48
Án þess að vilja gera neitt lítið úr þessum tilviljunum eða ekki tilviljunum þá man ég eftir að hafa fengið tölvupóst fyrir nokkrum árum.Þar var alls kyns staðhæfingum um tvo fyrrverandi forseta USA sem báðir voru myrtir, þá John F. Kennedy & Abraham Lincoln slegið upp.Allt átti að hafa verið nánast allveg eins eða andstæður í lífhlaupi þessarra tveggja manna.Einhver tók sig til og lagði vinnu í að sannreyna það sem þar var haldið fram.Það kom þá í ljós að ýmsum staðreyndum var hnikað til og annað skáldað til þess að láta það passa saman.Það skyldi þó ekki vera að slíkt sé upp á teningnum með þetta máli líka.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 15:14
ok, þó svo að þessu sé ekki tekið bókstaflega þá fékk ég nú alveg nettan hroll við að lesa þetta.....
En elskan, takk fyrir kveðjuna áðan, ég er í skýjunum með skiftarlokin,
hlakka til að tjútta með þér á laugardaginn
Erla (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 16:30
Svo ég haldi áfram að vera leiðinlegur:
1) Í New York eru 7 stafir og í New York State eru 12 stafir.
2) Í Kabúl eru 5 stafir og í "United States" eru 12 stafir.
3) Ramsin Yuseb er ein samsetning á einu af fjölmörgum nöfnum eins af 19 flugræningjum. Það hefði örugglega verið hægt að finna nafn flugræningja með hvaða fjölda af stöfum sem er. Ennfremur eru 12 stafir í Osama Bin Laden, sem er jú aðalkjallinn.
4) Í George Walker Bush eru 16 stafir.
5) New York er 3. fjölmennasta fylkið og það 27. í stærð.
6) Jú, í flugi 11 voru 92 farþegar. Enginn flugræninganna sat hins vegar í 11. sætaröð, sem er skrítið miðað við upptalninguna.
7) Flug 77, 7+7 = 14. Stenst ekki alveg.
8) Jú, Þversumman er rétt. En ef maður gerir eins og þetta er skrifað, 9/11, þá fæst 0,82
9) 246 ekki 254 voru í flugvélunum. Ennfremur létust í heildina 2973 = 2+9+7+3=21
10)11. september er jafnframt 111. síðasti dagur ársins, 1+1+1=3
11)Af hverju er ártalið haft með í Madrídar árásinni, en ekki í 9/11 árásinni? 09.11.2001 = 9+1+1+2+1=14... og ef Madrídarárásin er skrifuð að hætti USAmanna, 3/11, 3+1+1 =5
12) Hryðjuverkaárásin í Madríd var 912 dögum eftir 9/11 árásina.
13) Umræddur texti er hvergi í Kóraninum, hvað þá í kafla 9.11.
14) Hef þegar hrakið þetta með flugnúmerið.
Ég er leiðinlegur, ég veit það. Vildi bara koma því pointi til skila að það er hægt að sýna fram á ALLT með tölum og tölfræði. Og hananú!
Agnar Freyr Helgason, 14.9.2006 kl. 16:45
Snilld..... gott að fá smá röksemd í þetta.....
Erla (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 19:39
Mér leiðast tölur... nema í símanúmerum!
Aggi.. sé þig annað kvöld - manstu!
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 14.9.2006 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.