Að leggja land undir fót

Ég er mjög upptekin við að mála íbúðina mína. Á bara eftir umferð númer tvö á svefnherbergið mitt og mála ofninn í litla herberginu :) Allt að koma. Það verður þó að bíða fram í næstu viku þar sem við lilsys ætlum að leggja land undir fót eftir vinnu í dag. Stefnan er tekin á Snæfellsnesið með smá stoppi í Borgarfirði í eina nótt. Á góðri stundu í Grundarfirði er nú um helgina og hlakka ég mikið mikið mikið til!! Frábær helgi þar sem ég hitti marga marga ættingja og vini! Jei! Á mánudaginn er svo plönuð IKEA ferð með elsku Þóru minni og get ég varla beðið. Sem sagt... búið að vera frábært hjá mér hérna og næstu dagar framundan lofa afar góðu!

Góða helgi!

0000034788_20061021014602

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

ohhh hvað er Vegas gaurinn minn að gera hjá þér?

Rebbý, 26.7.2007 kl. 20:10

2 Smámynd: Rebbý

og já - góða ferð og góða skemmtun í IKEA - aldeilis hægt að tapa sér þar

Rebbý, 26.7.2007 kl. 20:11

3 identicon

Jæja ætli við verðum ekki að hittast fyrst í Grundó, þrátt fyrir að búa báðar á Akureyri...  Góða skemmtun

Dagný (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 10:18

4 Smámynd: Páll Einarsson

Innilega til lukku (i krukku) med ibudina thina! mar tarf liklegast ekkert afengi thegar mar kemur i heimsokn thar sem mer synist malingin ein og ser geta sed um ad koma manni i goda girinn. Vonandi hefuru thrykt a veggina texta ur vel voldum eurovision sløgurum..?

Ikea her i køben er ædi! svona ser spa deild...er tad komid til ykkar?

kongsins kvedja ur køben

Páll Einarsson, 28.7.2007 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband