Vörutorgið

Ég fór í ræktina í gær (sem er kannski ekki í frásögur færandi - og þó...) og byrjaði auðvitað á því að hita upp á hlaupabrettinu. Græjan atarna er með sjónvarpsskjá sem er vel, nema þegar maður fer í ræktina strax eftir vinnu er sjónvarpsdagskráin kannski ekki uppá marga fiska. Í gær var Vörutorgið á dagskrá. Ég ætla nú ekki að fara tjá mig um VT per se... heldur pottasett sem var verið að pranga inná fólk. Nú hef ég ekki hugmynd um hvernig þetta pottasett er eða hver þessi framleiðandi er en setningin sem stendur eftir eftir áhorfið er snilld. Þegar búið var að tyggja kosti pottasettsins ofan í mig kom afar fallegt skot af settinu með verðinu við hlið. Þar fyrir neðan stóð svo: Sniðugt í eldhúsið! 

En ekki hvað? Tilvalið á salernið? Nei, ætli það sé ekki við hæfi að segja: Geymist best í geymslunni! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sendi þér bros og hlátur inn í daginn, eigðu góðan dag.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.7.2007 kl. 15:32

2 identicon

Hellú baby,

Var að skoða myndirnar af íbúðinni þinni af linknum á færslu fyrir neðan og man, lúkkar unaðslega!!! Og mikið asskoti ertu handy kona, var málningagallinn samt ekki til í bleiku?  Congratz once again, hlakka til að sjá þegar allt er ready.

 Knús á Eyrina.

Harpa (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 00:03

3 Smámynd: Vilborg Ólafsdóttir

Ég er alveg steinhissa á þér Fanney Dóra. Þú ert dugleg stelpa, þú mætir í vinnuna, þú málar og gerir fullt af öðrum hlutum en samt bloggarðu ekki. Er allt í lagi með þig? Hvað varð um stelpuna sem bloggaði þrisvar á dag? Dó hún?

Ég saknennarsvo

Vilborg Ólafsdóttir, 25.7.2007 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband