Gay for a day?

Eins og flestir tóku eftir fór hin árlega gleðiganga Hinsegindaga fram í gær. Eins og alltaf var mikið af stórglæsilegum búningum og greinilegt að mikið hefur verið lagt í þetta. Í fyrra missti ég af þessum frábæra degi þar sem ég var að vinna en ég tók það margfalt út í gær. Ég var nefnilega ekki bara áhorfandi sjáiði til. Ég slóst í för með FSS og klæddist hárrauðum bol sem á stóð: Hommar eru gæðablóð! Einnig var ég að dreifa miðum sem á stóð að sam- og tvíkynhneigðir karlmenn mættu ekki gefa blóð - ,,vilt þú gefa blóð fyrir mig?". Frábært hjá þeim að vekja athygli á þessu. Við vorum með gamlan hvítan volvo station sem var búið að skreyta eins og sjúkrabíl. Frekar flott :D Svo var gengið niður Laugarveginn í stuuuuði. Ég var reyndar í háæluðum stígvélum sem er ekki góð hugmynd. 

Ég var að hugsa það þegar ég labbaði þarna niður Laugarveginn og fleiri þúsund manns voru samankomin til að sjá hvað þarna færi fram, hversu stolt ég væri eflaust ef ég væri samkynhneigð. Ég fékk gæsahúð í gær við þetta - hvað þá ef þetta væri "minn" dagur. Þetta er náttúrulega meðvirknin í mér, hrikalega meðvirk kellingin ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband