Hefur þú upplifað ást?

Allt í kringum mig er ástfangið fólk. Ekki bara fólk sem er ástfangið af hinu kyninu sko... Allstaðar er fólk sem er ástfangið af hinu eða þessu. Oft hef ég hitt fólk sem er ástfangið af Drottni. Allt í góðu með það, bara á meðan það er ekki að þröngva trúnni sinni inná mig. Ég hef ætíð gaman af því að hlusta á önnur sjónarmið, en ræður - nei takk. Stundum hitti ég fólk sem er ástfangið af gæludýrunum sínum. Það fólk get ég innilega ekki rætt við. Þolinmæði mín er ekki það þroskuð - ennþá. 

Ég er einstæð 6 barna dverghamstramamma í Kópavogi og þarf iðulega að hlusta á börnin mín stunda kynmök - stundum um miðjan dag þegar ég er að lesa Fréttablaðið! Ég hef nú haft það í mér að pikka aðeins í þau þegar þau stunda kynlífið sitt svona opinberlega því ójá, dverghamstrar gefa frá sér frygðarstunur í kynmökum. Þessar frygðarstunur trufla mig á daginn. Ójá.

En hefur þú upplifað ást? Hvað er ást? Stundum tel ég mig vera ástfangna. Oft er það ást á hlutum sem flestir telja frekar ómerkilega. Á vorin verð ég óttalega ástfangin af lyktinni í loftinu og er alveg með það á hreinu að í fyrra lífi var ég sko þokkalega hundur - fátt betra en að vera með andlitið útí bílglugga á ferð! Sumrin koma mér til þess að fá gæsahúð á ótrúlegustu stundum. Göngutúr getur gert ýmsilegt - þó enginn sé félagsskapurinn. Ég hef líka hitt fólk sem ég tel mig vera ástfangna af. Nokkrum sinnum síðustu ca 10 ár. Aldrei hefur neitt komið út úr því nema úrvals vinskapur - og er eitthvað betra en það? Ég á ennþá eftir að upplifa þann kærasta sem veitir mér meira en vinskap (plús aukahluti) sem vinir mínir (og fjölskylda) veita mér. Kannski kemur að því - einn daginn.

Þangað til - sniffa ég göð út í loftið og fæ gæsahúð af því að finna lyktina af blautu byrki og nýslegnu grasi. Þangað til - og aðeins þangað til - er ég bara ég og bara ég :) 

Í fréttum er það annars helst að Siggi vinur minn bauð mér út að borða á uppáhalds veitingastaðinn minn - Tapasbarinn. Nammi nammi... gæðastund með unaðslegum vini. Bara gaman og bara næs. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Ég hef upplifað ást, á þér!

Annars verðskuldar þig held ég enginn kærastamaður. Hann verður allavega að vera mjög vel gæðavottaður. Og það er sko ekki markmið í sjálfu sér að vera í sambandi, njóttu þess bara að vera það ekki.

Anna Pála Sverrisdóttir, 12.8.2006 kl. 22:13

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Ohhh, Aps.. þú ert náttla bara unaður út í gegn! Mmmmúúúa! :*

Klárlega verður minn næsti kærasti að hafa góða vottun, ekki spööörning. Aðeins það besta, sjáðu til! :D

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 13.8.2006 kl. 02:43

3 identicon

quote:"sniffa ég göð út í loftið"

hvort vantar "l" eða "r" þarna?

hehehehehehhe

:P

Bjössi Ben (IP-tala skráð) 13.8.2006 kl. 22:40

4 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Hahaha Bjössi.. þú ert svona sniðugur já!

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 13.8.2006 kl. 23:31

5 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

Ég hef upplifað ást.

Dásamlegur hlutur, þangað til að eitthvað klikkar, þá er þetta sálarmorð.

;)

Ólafur N. Sigurðsson, 14.8.2006 kl. 05:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband