2.7.2007 | 17:54
Allt að gerast..
Já.. skaust bara til Reykjavíkur seinnipartinn á laugardag. Afar skemmtilegt þegar ég tek svona skyndiákvarðanir. Fór í hreint unaðslegt þrítugsafmæli hjá Hr. Lárusi þar sem þemað var Hetjur hvíta tjaldsins. Því miður frétti ég það þegar ég lenti í Reykjavík og var því bara með eitt átfitt. Þetta leystist þó svakalega vel því Höski ákvað að vera Stifler og þá kom klárlega ekkert annað til greina en að ég yrði Stifler´s mom! Jasko, sniðug erum við. Eftir stórskemmtilegt afmælisteiti lá leiðin auðvitað á Ölstofuna og fljótlega heim.
Um leið og glyrnurnar opnuðust á sunnudeginum var hún elsku besta Þóran mín mætt til að viðra mig í IKEA. Same old, same old. Við fengum okkur snæðing og spáðum í höldur, gardínur, mottur og potta. Ég er alveg að elska þennan tíma okkar. Báðar afar æstar útaf íbúðastússi og nennum báðar að pæla í fáránlegustu hlutum. Eftir unaðslega IKEA ferð gerðumst við villtar og fórum í BYKO þar sem fullorðna vinkonan mín hún Þóra keypti sér parket. Og sko ekkert plastparket heldur bara eðalparket. Sei sei. Ferðin var frábær, þó vissulega hefði ég getað varið enn meiri tíma með unaðskoddanum. Ég þurfti þó að fara heim í Kópavoginn og pakka niður einhverju af öllu þessu dóti sem ég á.
Núna er ég svo komin heim aftur, sem er afar afar ljúft. Við Höski brunuðum í gær og kallinn ætlar að halda sig hérna í sælunni í nokkra daga. Svo eru amma og afi að koma í heimsókn á morgun svo ég verð umvafin yndislegu fólki að vanda. Annars styttist svakalega í að ég fái íbúðina mína afhenta, vonandi bara strax í næstu viku!!! Get varla beðið eftir að flytja, sparsla, pússa, mála og græja. Reyndar ætla ég að sanka að mér heilum her af góðu fólki svo ég stússist ekki í þessu ein. Það gæti nefnilega orðið ansi skrautlegt! ;-)
Heill sé þér nýfæddi gutti Sveinsson! Loksins kom þessi kútur! Innilega til hamingju með hvert annað kæra fjölskylda!
Svo mörg voru þau orð... sólin kallar: Fanney, komdu út að tana þig stelpuskjáta!
Athugasemdir
Ég elska líka Ikeatímann okkar
Þóra Marteins (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.