29.6.2007 | 19:50
Punkablogg
- Frétt dagsins: alltof heitt í dag. Vinnudagurinn erfiður sökum þess. Endaði á því að fara fyrr úr vinnu og í sund með Valdísi.
- Meðmæli dagsins: Mæli hrikalega vel með sundlauginni að Hrafnagili. Það er nýbúið að gera hana alla upp og hún er æði! Ekki eins troðið og í Akureyrarlaug, GEGGJAÐ útsýni yfir fjallagarðinn í Eyjafirði en því miður ekki eins mikið af folum og í Akureyrarlaug. Vel þess virði þó!
- Kvöldmatur dagsins: á góðum sumardegi líkt og í dag (og þegar maður þarf að skila inn matardagbók á mánudaginn) er tilvalið að mæla með kvöldmatnum mínum í kvöld. Skera eitt avókadó í bita, skera kirsuberjatómata í bita, skera 1/2 mangó í bita. Hrúga á disk, drissa smá EVOO (eins og Rachel Ray vinkona mín segir, eða Extra Virgin Olive Oil) og balsamediki sem búið er að sjóða niður (yfirleitt í rekkanum hjá lífrænt ræktuðu vörunum, hnausþykkt gúrmei sjitt), Maldon salt og nýmalaður pipar. Jöhömmí!
- Skemmtun kvöldins: HG kvöld í kvöld. Folinn klikkar seint. Music and lyrics og About a boy urðu fyrir valinu á þessu fyrsta glimrandi HG kvöldi okkar Valdísar.
- Viska dagsins: engin, of heitt til að hugsa.
- Plott dagsins: plataði gaurinn sem vinnur hjá gaurnum sem á húsið sem ég er að passa (flókið?) til að slá garðinn sem ég er að passa. Díllinn var svo ég kvóti í hann: ég skal alveg slá, en þú mátt sko raka! Ekkert mál sagði frúin, enda er sláttuvélin með poka aftaní sem hirðir grasið ;-)
- Spurning dagsins: mun barnið hans Svenna koma út, eða hætt við allt saman?
- Mynd dagsins: Við Dagný yndislega í útskriftarpartýinu okkar
Athugasemdir
Guð hvað við erum fallegar elskan mín, sérstaklega þú! Algjört bjútí Knús og kossar
Dagný (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 19:56
Ógissla miklar bjútís!
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 29.6.2007 kl. 20:07
Sæl, ég bara trúi ekki að ég hafi gleymt þér!! Ég hélt útskriftarveisluna mína á Akureyri. Að sjálfsögðu varstu velkomin. Þetta var 16. júní.
Jón Eggert (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 00:31
aha Nonni minn.. Skildi ekkert í því að þú skyldir ekki hafa komið til mín - gullhúðaða boðskortið hefur eflaust týnst í Póstinum þarna á Ak.. hef heyrt að starfsmennirnir þar séu dáldið mis... ;-)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 30.6.2007 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.