30.5.2007 | 11:25
Jet voru hressir
Are You Gonna Be My Girl by Jet |
"So 1, 2, 3, take my hand and come with me Because you look so fine And i really wanna make you mine" You impressed almost everyone in 2004 - and surprised yourself. |
Man eftir hversu vel ég fílaði þetta lag. S.s. heppnari en Tónskáldið. Átti afar innihaldsríkar og krefjandi samræður við títtnefnt Tónskáld í gærkvöldi/nótt um jafnar greiðslur, jafnar afborganir, lífeyrissjóðslán, viðbótarlán, lánshæfni, greiðslugetu og þar fram eftir götunum. Er ekki alveg eins glær og fyrir spjallið, en my oh my hvað þetta er villtur heimur. Muniði eftir gellunni í Kids sem var svo til í að heyra flókin og löng orð? Aha...
Var ég nokkuð búin að segja ykkur frá henni Mettu? Mikið sem dýrið er nú skemmtilegt. Eins og kvörtunin nýlega gaf til kynna höfum við frænkur átt ansi margar stundir saman undanfarna daga. Aðallega þar sem hún er ekki í mötneyti um helgar og þá eldum við saman. Við erum sko líka búnar að horfa á vídjó, en grey sílið hafði aldrei séð Napoleon Dynamite! Besta unaðsstundin okkar var þó þegar við fórum stóran Eyjafjarðarhring. Keyrðum framhjá safni sem við erum staðráðnar í að heimsækja þegar það er opið: Smáhlutasafn Sverris Hermannssonar. Keyrði líka framhjá heimilinu hennar Signýjar, en það er lengst frammí firði. Hlussuflugurnar gerðu allnokkrar dældir á bílinn, eða amk heyrðist mér svo. Það er svo eflaust við hæfi að enda þessar gloríur um hana Mettu á því að biðla til þeirra sem eiga 3ja herbergja íbúð á Akureyri og vilja leigja hana út næsta vetur. Við erum málið!
P.s. hvað er næs að komast á skíði í lok maí? Úje!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.