Ég er ánægð með þetta!

Mikið er ég nú ánægð með þetta! Samt ekki þannig að ég sé voða kát yfir því að þessi fangi var laminn, heldur hitt að hann hafi kært árásina og allt hafi farið í gang. Þetta minnir okkur e.t.v. pínkulítið á að fangelsin (hérlendis?) eru ekki alveg eins og í Prison break eða kvikmyndum þar sem þjösnanst er á föngum og þeir láta það yfir sig ganga, m.a. sökum hræðslu. Annars veit maður ekki, kannski er þetta einn af hundrað sem kærir, hinir meika það ekki. Alveg finnst mér þetta spennandi svið, réttarfélagsráðgjöfin. Jidúddamía... ég held ég eigi aldrei eftir að finnna "mitt svið" innan félagsráðgjafarinnar, það kemur einfaldlega alltof margt til greina. Ah, well, er að hugsa um að skella mér í sund þó svo að engin sé sólin. Frí í dag (aka svefndagur skv vaktaplani) OG frí á morgun - hvað er að gerast? Klárlega verð ég að fara sinna henni Þóru minni þar sem ég hef ekki hitt hana í laaaangan tíma.

Gleymdi alveg að minnast á hvaða snilldargjöf Hjördís og Þórey* færðu kellingunni við aðskilnaðinn í gær. Haldiði að pjöllurnar hafi ekki farið og verslað Good grip hvítlauksrifjaafhýðarann sem mig langaði svo í og bloggaði um fyrir stuttu? Algjörir snillingar. Núna get ég haldið áfram að elda úr nóg nóg nóg af hvítlauk :D

*Þessar myndir tengjast ekkert umræddum stúlkum.


mbl.is Fangi á Litla-Hrauni kærði líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband